Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. október 2020 08:49 Boeing MAX 8 vélum Icelandair hefur ekki verið flogið síðan í marsmánuðu 2019. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. Þetta kemur fram í viðtali við Ky hjá Bloomberg. Forstjórinn segist telja mögulegt að vélarnar fái grænt ljós til að fljúga í Evrópu fyrir lok þessa árs. Í frétt Bloomberg segir að eftir tilraunaflug sem farin voru í september, sé stofnunin nú að fara yfir tilskipun sem mun votta flughæfi vélanna og er jafnvel von á henni í næsta mánuði. Þegar tilskipunin hefur verið gefin út fær almenningur fjórar vikur til að koma með athugasemdir. EASA ætlar þó einnig að fara fram á að Boeing bæti við skynjara í vélarnar sem á að auðvelda flugmönnum að bregðast við ef hætta steðjar að. Sá skynjari verður þó ekki kominn í vélarnar fyrr en eftir um það bil tvö ár. En miðað við orð Ky í viðtalinu við Bloomberg virðist EASA sætta sig við öryggi vélanna eins og þær eru í dag og segir Ky að þriðji skynjarinn muni aðeins auka öryggi þeirra enn frekar. Byr í segl Boeing Þessi orð forstjórans blása vafalaust byr í segl Boeing sem hafa verið í stökustu vandræðum með MAX vélarnar en þær hafa ekki verið í notkun síðan í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys með skömmu millibili. Icelandair hefur notast mikið við Boeing MAX vélarnar og í ágúst komst félagið að samkomulagi við flugvélaframleiðandann að það félli frá fyrirhuguðum kaupum á fjórum vélum til viðbótar auk þess sem afhendingu á öðrum sex vélum yrði seinkað. Boeing Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. 20. ágúst 2020 08:16 Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. 20. nóvember 2019 23:31 Segir flugliða neita því að fljúga með Boeing 737 Max Bandarískir flugliðar eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að þurfa að fljúga með Boeing 737 Max þotunum eftir að bandarísk flugmálayfirvöld gefi út öll tilskilin leyfi á ný. 15. nóvember 2019 23:57 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. Þetta kemur fram í viðtali við Ky hjá Bloomberg. Forstjórinn segist telja mögulegt að vélarnar fái grænt ljós til að fljúga í Evrópu fyrir lok þessa árs. Í frétt Bloomberg segir að eftir tilraunaflug sem farin voru í september, sé stofnunin nú að fara yfir tilskipun sem mun votta flughæfi vélanna og er jafnvel von á henni í næsta mánuði. Þegar tilskipunin hefur verið gefin út fær almenningur fjórar vikur til að koma með athugasemdir. EASA ætlar þó einnig að fara fram á að Boeing bæti við skynjara í vélarnar sem á að auðvelda flugmönnum að bregðast við ef hætta steðjar að. Sá skynjari verður þó ekki kominn í vélarnar fyrr en eftir um það bil tvö ár. En miðað við orð Ky í viðtalinu við Bloomberg virðist EASA sætta sig við öryggi vélanna eins og þær eru í dag og segir Ky að þriðji skynjarinn muni aðeins auka öryggi þeirra enn frekar. Byr í segl Boeing Þessi orð forstjórans blása vafalaust byr í segl Boeing sem hafa verið í stökustu vandræðum með MAX vélarnar en þær hafa ekki verið í notkun síðan í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys með skömmu millibili. Icelandair hefur notast mikið við Boeing MAX vélarnar og í ágúst komst félagið að samkomulagi við flugvélaframleiðandann að það félli frá fyrirhuguðum kaupum á fjórum vélum til viðbótar auk þess sem afhendingu á öðrum sex vélum yrði seinkað.
Boeing Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. 20. ágúst 2020 08:16 Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06 Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18 Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. 20. nóvember 2019 23:31 Segir flugliða neita því að fljúga með Boeing 737 Max Bandarískir flugliðar eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að þurfa að fljúga með Boeing 737 Max þotunum eftir að bandarísk flugmálayfirvöld gefi út öll tilskilin leyfi á ný. 15. nóvember 2019 23:57 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. 20. ágúst 2020 08:16
Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06
Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. 17. desember 2019 22:18
Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. 20. nóvember 2019 23:31
Segir flugliða neita því að fljúga með Boeing 737 Max Bandarískir flugliðar eru sagðir hafa vaxandi áhyggjur af því að þurfa að fljúga með Boeing 737 Max þotunum eftir að bandarísk flugmálayfirvöld gefi út öll tilskilin leyfi á ný. 15. nóvember 2019 23:57