„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 20:01 Björgvin Franz og Edda Björgvins munu skemmta landsmönnum í vetur. Vísir Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira