Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. október 2020 14:00 Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Hafnarfjörður Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fréttir af áhuga Samherja á fiskeldi í Helguvík, verkefni sem mun auka gríðarlega framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing hafna og skipaflotans er einnig risaverkefni sem mun auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Rafvæðing bílaflotans mun kalla á gríðarlega miklar fjárfestingar og auka framtíðartekjumöguleika HS Veitna. Það er einnig ljóst að loki álverið í Straumsvík á næstu árum, eins og margt bendir til, mun tækifæri opnast fyrir HS Veitur til að koma að innviðauppbyggingu nýrra sóknarfæra. Það skiptir máli að eiga sæti við borðið þegar þessar ákvarðanir verða teknar. Það er gömul saga og ný að hægt er að gera dúndurdíla þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sá sem á seðil í kreppu getur gert góð kaup og söðlað til sín eignum á spottprís. Þannig lítur út fyrir að Hafnarfjarðarbær muni selja sína verðmætustu eign á útsöluverði. Sex bæjarfulltrúar meirihlutans halda vart vatni yfir dílnum og kalla þetta, í illa leikinni hógværð sinni, „ásættanlegt verð“. Ásættanlegt verð er ákvarðað út frá forsendum um væntar tekjur til framtíðar. Ráðgjafar meirihlutans hafa sannfært hann um þá framtíðarmynd að HS Veitur, sem vaxið hefur gríðarlega síðustu árin, sé komið á þann stað að vöxtur þess verði mjög hógvær næsta áratuginn eða svo. Upptalningin hér að framan sýnir að næstu ár eru hlaðin tækifærum og vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlega miklir. Hér er verið að hlaða í næstu bólu og þar með næstu kreppu sem kölluð verður innviðabólan og að lokum innviðakreppan. Í henni munu fjárfestar, eins og í bankabólunni, ná tökum á traustum innviðafyrirtækjum á einokunarmarkaði sem skila öruggum tekjum. Til að ná fjárfestingunni til baka með skjótum hætti er búinn til kostnaður, arðgreiðslur auknar og skuldsetning aukin. Að lokum neyðist löggjafinn til að losa um lagaleg höft og gjaldskráin hækkuð, ef ekki fer fyrirtækið á hausinn. Hljómar kunnuglega, ekki satt? Næsta kreppa, eins og margar aðrar verður í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ef að bæjarfulltrúarnir sex samþykkja þessa brunaútsölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum erum við að horfa upp á verstu viðskipti sveitarfélags síðan að sveitastjóri Raufarhafnarhrepps seldi kvótann frá byggðalaginu og keypti hlutabréf í DeCode og Íslandssíma um aldamótin síðustu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar