Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 10:21 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Matís Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira