Ógnarstjórn er víða í atvinnulífinu! Flosi Eiríksson skrifar 26. október 2020 15:00 Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Vinnumarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð og umræður um mál sem upp koma geta varpað skýru ljósi á ýmsa þætti í samfélaginu. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í umræðum um COVID-smit um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni og forkastanlegum vinnubrögðum útgerðarinnar, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. Í viðtali við Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, kom fram m.a. að þetta væri nú ekki einsdæmi og að ,,ógnarstjórn væri víða í atvinnulífinu“ það segir býsna magnaða sögu um okkar samfélag að þessi yfirlýsing forystumanns á hægri væng stjórnmálanna hafi ekki fengið mikil viðbrögð eða mótmæli. Það væri ástæða fyrir suma að velta fyrir sér viðbrögðunum hjá leiðarahöfundum og ýmsum talsmönnum atvinnurekenda ef einhver í verkalýðshreyfingunni hefði tekið svona til orða. Ég er til dæmis að vísa til forystumanna SAF svo það sé bara sagt. Ráðherrann vonaði líka að hásetinn sem lýsti aðstæðum um borð myndi ekki missa vinnuna, en virtist allt eins gera ráð fyrir því, sem byggir trúlega á reynslu hans og samskiptum við útgerðarmenn. Það var óhugnanlegt að lesa um fyrirmæli útgerðarinnar um að sjómennirnir mættu ekki ræða málið. Aftur var það lýsandi að ekki hefur heyrst múkk eða mö í þeim sem oft tala mikið um málfrelsið og réttindi fólks til að hrauna yfir minnihlutahópa og útvarpa fordómum sínum og hatursorðræðu. Annað mál kom upp í vikunni þar sem fyrirtækið Hvalur hf. var dæmt til að greiða starfsmönnum sínum rúmar 100 milljónir í vandgoldin laun, aftur í tímann. Verkalýðsfélag Akranes hefur rekið það mál af einurð fyrir hönd sinna félagsmanna, en forsvarsmenn Hvals hafa meðal annars borið fyrir sig að starfsmennirnir hafi sýnt „tómlæti“ af því að þeir áttuðu sig ekki strax á svikunum og því eigi þeir ekkert skilið! Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um þennan launaþjófnað eða þann ósvífna málflutning sem þarna hefur komið fram. Engu að síður standa samtök atvinnurekenda gegn því að löggjöf sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna, um viðurlög við launaþjónaði, nái fram að ganga. Ógnarstjórnin í atvinnnulífinu er víða. Þessi tvö mál varpa skýru ljósi á þann tvískinnung sem er í tali sumra talsmanna atvinnurekenda um samfélagslega ábyrgð þeirra og yfirlýsingum um að hagsmunir starfsfólks séu þeim efst í hug. Fréttatilkynningar og auglýsingaherferðir hafa það að markmiði að hafa áhrif á umræðuna í samfélaginu, þagga niður í gagnrýni umræðu og skapa ákveðna jákvæða ímynd. Öllum þeim fjármunum sem í það fara og orku væri betur varið í að standa við kjarasamninga og tryggja lögboðin réttindi launafólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun