Los Angeles borg á nú líka meistaralið hafnaboltans í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:31 Leikmenn Los Angeles Dodgers fagna sigrinum á Tampa Bay Rays í nótt. AP/Tony Gutierrez Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Tvö fornfræg íþróttafélög í Los Angeles borg í Bandaríkjunum hafa unnið langþráða titla á síðustu vikum. Los Angeles Dodgers liðið varð í gær bandarískur hafnaboltameistari eftir 3-1 sigur á Tampa Bay Rays í sjötta leik úrslitanna í gær en þau ganga undir nafninu World Series í Bandaríkjunum. Dodgers liðið vann þar með úrslitaeinvígið 4-2 en liðið vann tvo síðustu leikina eftir að hafa komist í bæði 1-0 og 2-1. Corey Seager var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Það er óhætt að segja að Los Angeles Dodgers hafi verið búið að bíða eftir þessum titil því félagið var þarna að vinna sinn fyrsta meistaratitil í 32 ár eða frá árinu 1988. The final out. #WorldSeries pic.twitter.com/d0rOut8iJN— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 Þetta er sjöundi meistaratitill Los Angeles Dodgers í sögunni en félagið vann einnig 1955, 1959, 1963, 1965 og 1981 auk 1988 og 2020. Það gátu þó ekki allir leikmenn Los Angeles Dodgers fagnað sigrinum í gærkvöldi því einn leikmaður liðsins, Justin Turner, þurfti að yfirgefa svæðið í miðjum leik eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Los Angeles borg hefur því eignast tvö meistaralið á síðustu vikum þar sem Los Angeles Lakers varð NBA-meistari á dögunum en það var fyrsti NBA-titill Lakers í tíu ár. Líkt og í NBA deildinni þá er hætt við því að þetta tímabil verði alltaf stjörnumerkt. Liðin spiluðum mun færri leiki í deildarkeppninni vegna kórónuveirunnar og þá unnu þau bæði titilinn á hlutlausum velli. Magic Johnson gerði garðinn frægann með Los Angeles Lakers í NBA á sínum tíma og vann alls fimm titla með félaginu. Magic kemur líka að þessum titli Los Angeles Dodgers því hann er einn af eigendum félagsins. THE LOS ANGELES DODGERS ARE WORLD CHAMPIONS. pic.twitter.com/rlvVkSwXhp— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020 A moment to remember. #WorldSeries pic.twitter.com/Qb2ZaywfhE— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) October 28, 2020
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira