Telur réttara að veitingahúsum verði gert að loka og veita þeim styrki Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 19:22 Hrefna Sverrisdóttir. Vísir Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, segir nýjar samkomutakmarkanir koma til með að hafa gífurleg áhrif á rekstur veitingahúsa um allt land. Til þessa hafi veitingahúsum verið leyft að starfa með miklum takmörkunum, en að hennar mati væri réttast að loka og gera þá rekstraraðilum kleift að sækja um lokunarstyrki. „Við höfum verið að starfa undir mjög hörðum sóttvarnareglum, fjöldatakmörkunum, nálægðartakmörkunum og opnunartakmörkunum undanfarnar vikur. Þetta er í rauninni svolítið punkturinn yfir i-ið og er í rauninni jafngildi lokunar,“ sagði Hrefna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir veitingamenn sammála um að það sé nauðsynlegt að ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Hann sé gríðarlega mikilvægur og yfirleitt stærsti mánuður ársins tekjulega séð í veitingarekstri. „Það hefði verið hreinlegast finnst manni að leyfa veitingastöðum að loka og eiga þá rétt á einhverjum lokunarstyrkjum.“ Að mati Hrefnu skýtur það einnig skökku við að leyfa stöðunum að vera opnir en hlusta svo á yfirvöld mæla gegn því að fólk komi saman á slíkum stöðum. Það hafi tilfinnanlega áhrif á starfsemina, enda hafi ekki alltaf verið fullsetið þó staðirnir væru opnir. „Það er annars vegar verið að reyna að halda starfseminni opinni með þessum gríðarlegu takmörkunum og á sama tíma segir sóttvarnalæknir og fleiri að það eigi alls ekki að mæta á staðinn. Viðskiptavinirnir eru hræddir við að mæta þó svo að það sé opið. Við upplifum núna, margir staðir, að þó það væru tuttugu manns sem mættu koma þá eru ekki einu sinni tuttugu manns sem mæta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13