Þórður Snær „stökkvi upp á röngum fæti“ með gagnrýni sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 15:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans tókust á um siðferði sjávarútvegsfyrirtækja á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans hafa stokkið upp á röngum fæti með gagnrýni sinn á stefnu SFS um samfélagslega ábyrgð í sjávarútvegi. Þórður Snær segir ekki fara saman hljóð og mynd hvað varðar hegðun sumra þeirra fyrirtækja sem hafa ritað undir stefnuna. Þórður Snær og Heiðrún Lind rökræddu samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Leiðari Þórðar Snæs sem birtist á Kjarnanum fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli en þar gagnrýnir hann fyrirtæki í sjávarútvegi sem að hans mati hafa ekki sýnt gott fordæmi til samræmis við nýja stefnu fyrirtækja í sjávarútvegi um samfélagslega ábyrgð. „Það er besta mál að hagsmunasamtök setji sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og ég hef ekki sagt það á neinum vettvangi að öll fyrirtæki í þessum geira hagi sér ekki með samfélagslega ábyrgum hætti. Það sem ég var að skrifa um og nefndi dæmi um var að það fór ekki alveg saman hljóð og mynd hjá sumum þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir þessa stefnu,“ sagði Þórður Snær. Augljósasta dæmið að hans mati sé til að mynda mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni þar sem upp kom covid-19 smit, auk annara dæma á borð við mál Samherja. Þessu kveðst Heiðrún ósammála. „Mér finnst erfitt að lesa það í þessum hugleiðingum Þórðar, þegar brigslað er að heilli atvinnugrein um að vera samfélagslegt skaðræði, og nefnd þar þá þessi tvö dæmi. Það eru 130 félagsmenn í SFS og eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald og þar með sækja fisk úr sjó á grundvelli fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þannig að þetta eru mjög mörg fyrirtæki, stór atvinnugrein og þau eru auðvitað jafn misjöfn og að þau eru mörg,“ sagði Heiðrún. „Þeim verður alveg á eins og í annarri atvinnustarfsemi og við eigum ekki að blekkja okkur í að segja „við erum fullkomin, mistök verða aldrei og við ætlum ekki eða viljum helst ekki tala um mistökin.“ Það er nú líka kannski ástæðan fyrir því að maður fer í að setja svona samfélagsstefnu. Þar finnst mér aftur Þórður stökkva upp á röngum fæti, og aðrir sem hafa tjáð sig um þetta,“ bætti Heiðrún við um leið og hún útskýrði tilganginn með samfélagsstefnunni. „Samfélagsstefna er ekki það að setja á blað hvað þú ert frábær í dag og hvað þú ert að gera í dag og að þetta sé allt eins og blómstrið eina. Samfélagsstefna er einmitt; hvert ætla ég að stefna?“ sagði Heiðrún. Nú sé staðan sú að fyrirtækin séu að byrja að innleiða stefnuna. Flest fyrirtækin tikki þó í flest boxin sem kveðið sé á um í stefnunni. „Síðan er þetta ekki stefna SFS heldur stefna fyrirtækjanna,“ bætti hún við. Þórður Snær segir að stefnan sem slík sé góðra gjalda verð. „Svo gerist það á degi eitt nánast að svona kemur upp og það er mjög alvarlegt mál og það stríðir gegn mörgu sem að kemur fram í þessari stefnu og það gefur alla veganna réttmætar áhyggjur um það að einhverjir þeirra sem skrifuðu undir það að ætla að fylgja stefnunni séu að gera það ekki til þess að fylgja henni heldur til þess að skreytt sig með henni. Og það er það sem ég er að gagnrýna og er mín upplifun af fleiri fyrirtækjum sem hafa skrifað þarna undir,“ sagði Þórður Snær. „Ég vona bara að þetta verði þannig að í þessari stétt og öðrum að þau fyrirtæki sem setja sér stefnu um samfélagslega ábyrgð fylgi henni og leggi sig fram við að fylgja henni. Það er ekki mín upplifun af sumum fyrirtækjum innan sjávarútvegs.“ Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sprengisandur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans hafa stokkið upp á röngum fæti með gagnrýni sinn á stefnu SFS um samfélagslega ábyrgð í sjávarútvegi. Þórður Snær segir ekki fara saman hljóð og mynd hvað varðar hegðun sumra þeirra fyrirtækja sem hafa ritað undir stefnuna. Þórður Snær og Heiðrún Lind rökræddu samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Leiðari Þórðar Snæs sem birtist á Kjarnanum fyrir helgi hefur vakið nokkra athygli en þar gagnrýnir hann fyrirtæki í sjávarútvegi sem að hans mati hafa ekki sýnt gott fordæmi til samræmis við nýja stefnu fyrirtækja í sjávarútvegi um samfélagslega ábyrgð. „Það er besta mál að hagsmunasamtök setji sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og ég hef ekki sagt það á neinum vettvangi að öll fyrirtæki í þessum geira hagi sér ekki með samfélagslega ábyrgum hætti. Það sem ég var að skrifa um og nefndi dæmi um var að það fór ekki alveg saman hljóð og mynd hjá sumum þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir þessa stefnu,“ sagði Þórður Snær. Augljósasta dæmið að hans mati sé til að mynda mál skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni þar sem upp kom covid-19 smit, auk annara dæma á borð við mál Samherja. Þessu kveðst Heiðrún ósammála. „Mér finnst erfitt að lesa það í þessum hugleiðingum Þórðar, þegar brigslað er að heilli atvinnugrein um að vera samfélagslegt skaðræði, og nefnd þar þá þessi tvö dæmi. Það eru 130 félagsmenn í SFS og eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald og þar með sækja fisk úr sjó á grundvelli fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þannig að þetta eru mjög mörg fyrirtæki, stór atvinnugrein og þau eru auðvitað jafn misjöfn og að þau eru mörg,“ sagði Heiðrún. „Þeim verður alveg á eins og í annarri atvinnustarfsemi og við eigum ekki að blekkja okkur í að segja „við erum fullkomin, mistök verða aldrei og við ætlum ekki eða viljum helst ekki tala um mistökin.“ Það er nú líka kannski ástæðan fyrir því að maður fer í að setja svona samfélagsstefnu. Þar finnst mér aftur Þórður stökkva upp á röngum fæti, og aðrir sem hafa tjáð sig um þetta,“ bætti Heiðrún við um leið og hún útskýrði tilganginn með samfélagsstefnunni. „Samfélagsstefna er ekki það að setja á blað hvað þú ert frábær í dag og hvað þú ert að gera í dag og að þetta sé allt eins og blómstrið eina. Samfélagsstefna er einmitt; hvert ætla ég að stefna?“ sagði Heiðrún. Nú sé staðan sú að fyrirtækin séu að byrja að innleiða stefnuna. Flest fyrirtækin tikki þó í flest boxin sem kveðið sé á um í stefnunni. „Síðan er þetta ekki stefna SFS heldur stefna fyrirtækjanna,“ bætti hún við. Þórður Snær segir að stefnan sem slík sé góðra gjalda verð. „Svo gerist það á degi eitt nánast að svona kemur upp og það er mjög alvarlegt mál og það stríðir gegn mörgu sem að kemur fram í þessari stefnu og það gefur alla veganna réttmætar áhyggjur um það að einhverjir þeirra sem skrifuðu undir það að ætla að fylgja stefnunni séu að gera það ekki til þess að fylgja henni heldur til þess að skreytt sig með henni. Og það er það sem ég er að gagnrýna og er mín upplifun af fleiri fyrirtækjum sem hafa skrifað þarna undir,“ sagði Þórður Snær. „Ég vona bara að þetta verði þannig að í þessari stétt og öðrum að þau fyrirtæki sem setja sér stefnu um samfélagslega ábyrgð fylgi henni og leggi sig fram við að fylgja henni. Það er ekki mín upplifun af sumum fyrirtækjum innan sjávarútvegs.“
Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sprengisandur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira