Afar mjótt á munum í nokkrum lykilríkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 06:56 Fólk kom saman á McPherson-torgi í Washington-borg í gær og hvatti þar til þess að öll atkvæði yrðu talin í kosningunum. Trump vill aftur á móti að talningu atkvæða verði hætt í Pennsylvaníu þar sem Biden hefur saxað mjög á forskot hans eftir að farið var að telja utankjörfundar- og póstatkvæði. Getty/Yegor Aleye Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er beðið eftir úrslitum í nokkrum lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Afar mjótt er á munum í ríkjunum. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefur nú hlotið fleiri atkvæði á landsvísu en nokkur annar forsetaframbjóðandi í sögunni eða meira en 71 milljón atkvæða. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur hlotið meira en 68 milljón atkvæða. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar hins vegar ekki þannig að atkvæðin á landsvísu ráði úrslitum heldur eru það kjörmennirnir 270 sem öllu skipta. Biden eygir kjörmennina 270 sem þarf til þess að tryggja sér embættið en erlendir fjölmiðlar segja hann annað hvort hafa tryggt sér 253 kjörmenn eða 264. Arizona talið með eða ekki Munurinn liggur í því hvort að Arizona sé talið með eða ekki með sína ellefu kjörmenn en bæði AP og Fox News lýstu því yfir í gær að Biden hefði farið með sigur af hólmi í ríkinu. CNN og Decision Desk hafa aftur á móti ekki viljað staðfesta sigur Biden í Arizona og telja hann því með 253 kjörmenn. Samkvæmt CNN leiðir Biden í Arizona með 80 þúsund atkvæðum. Trump hefur tryggt sér 213 kjörmenn. Fjölmiðlar staðfestu í gærkvöldi að Biden hefði farið með sigur af hólmi í hinum mikilvægu sveifluríkjum Michigan og Wisconsin. Bæði þessi ríki voru lykilríki í sigri Trumps á Hillary Clinton fyrir fjórum árum. Siguryfirlýsingar Trumps hafa enga þýðingu Enn er hins vegar beðið niðurstöðu í Nevada, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden leiðir í Nevada en þar er afar mjótt á munum; aðeins átta þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að. Fari hann með sigur af hólmi þar og í Arizona hefur hann náð kjörmönnunum 270. Trump leiðir í Pennsylvaníu, Norður-Karólínu og Georgíu. Biden hefur saxað mjög á forskot forsetans í Pennsylvaníu síðustu klukkutímana og forsetinn leiðir með aðeins 23 þúsund atkvæðum í Georgíu. Þrátt fyrir þessa stöðu lýsti Trump sig í gærkvöldi sigurvegara í Pennsylvaníu, Georgíu, Norður-Karólínu og Michigan. Sérfræðingar áréttuðu að forsetinn gæti ekki eignað sér ríki á þennan hátt og það hefði því enga þýðingu að Trump lýsti sig sigurvegara í ríkjunum. Trump birti yfirlýsingar sínar á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að í Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu hefði hann „stórt“ forskot á mótframbjóðanda sinn. Auk þess kvaðst hann lýsa sig sigurvegara í Michigan og ýjaði enn og aftur að misferli við talningu atkvæða í ríkinu. Enginn fótur er þó fyrir slíku. Þá merkti Twitter tíst forsetans þar að lútandi sem umdeilt eða misvísandi. Höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu Þá hefur Trump og kosningateymi hans ákveðið að höfða mál vegna talningar atkvæða í Pennsylvaníu og Georgíu. Í Pennsylvaníu snýst málsóknin um utankjörfundar- og póstatkvæði sem berast til talningar allt að þremur dögum eftir kjördag. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrir kosningarnar að telja mætti þau atkvæði eftir að Repúblikanar höfðuðu mál vegna þessa. Málshöfðunin í Georgíu snýr að því að 53 ógild atkvæði hafi verið talin í Chatham-sýslu en engar sannanir liggja fyrir um að slíkt hafi verið gert. Hér fyrir neðan má fylgjast með kosningavakt Vísis sem uppfærð er reglulega með öllum nýjustu tíðindum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira