„Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2020 13:51 Eyþór á og rekur Duck & Rose í miðborginni. vísir/vilhelm Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Forsvarsmenn veitingastaðarins Duck and Rose settu af stað bylgju á meðal íslenskra veitingastaða í gær og það til að vekja athygli á stöðu þeirra á þessum erfiðu tímum. Hugmyndin kom þegar eigendur Laundromat Café vöktu athygli á skilaboðum Burger King sem sneru að því að styrkja stöðu veitingastaða um heim allan í miðjum heimsfaraldri. Eyþór Mar Halldórsson er einn af eigendum og framkvæmdastjóri Duck and Rose, ásamt því að vera eigandi veitingastaðanna Public House og BrewDog. Hann segir að ástæðan fyrir stöðuuppfærslu Duck and Rose á Facebook sé sett inn í þeim tilgangi að vekja athygli á því hversu mikilvæg samstaða er í veitingabransanum. „Ég er gríðarlega stoltur af fjölbreytninni og gæðunum í veitingabransanum á Íslandi, það hefur verið mikil uppbygging síðustu árin sem væri synd að sjá á eftir, það er því mikilvægt að við höldumst í hendur og vinnum sem ein liðsheild, til að standa af okkur þennan heimsfaraldur,” segir Eyþór en í færslunni bendir staðurinn á aðra ellefu veitingastaði og hvetur hann Íslendinga til að sækja staðina. „Það eru gríðarlega margir veitingastaðir sem bjóða nú upp á take-away þjónustu. Það eru margir veitingastaðir að bjóða upp á frábæra þjónustu og viljum við hvetja fólk til að nýta sér hana, hvort sem um er að ræða þjónustu samkeppnisaðila okkar eða þjónustu okkar. Við viljum bara að veitingastaðir lifi þetta ástand af.“ Eyþór segir að á hans veitingastöðum taki menn sóttvörnum alvarlega. „Það er mikilvægt að við virðum settar reglur og gerum það sem ein heild. Þessar takmarkanir gera auðvitað mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir, þar á meðal veitingastöðum, en þá er mikilvægt að vekja athygli á því sem ég nefndi áðan, að flestir veitingastaðir eru að bjóða upp á aðrar þjónustur og taka enn á móti gestum sem vilja borða á staðnum, innan takmarkana. Ég hef ekki orðið var við annað en að flestir veitingastaðir taki ástandinu og sóttvörnum alvarlega. Við teljum að hægt sé að yfirfæra þessa bylgju á fleiri bransa en veitingabransann og hvetjum fyrirtæki til að láta boltann rúlla og sýna samstöðu, allir græða á því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira