„Heilbrigðisþjónusta á meðgöngu grundvallarmannréttindi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 19:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa. Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa.
Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46