Hamrén valdi ekki Ísak en segir að hans tími muni koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 13:56 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska sautján ára landsliðinu í fyrra. Getty/Piaras Ó Mídheach Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira
Erik Hamrén hefur hrifist eins og aðrir af hinum unga Ísaki Bergmann Jóhannessyni en taldi þetta ekki vera rétta tímann til að taka strákinn í fyrsta sinn inn í íslenska A-landsliðið. Ísak Bergmann Jóhannesson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem Hamrén kynnti i dag og strákurinn þarf því að bíða lengur eftir sínu fyrsta tækifæri með íslenska A-landsliðinu. Íslenska liðið er að fara spila upp á sæti á EM næsta sumar í umspilsleik á móti Ungverjum en Ísak Bergmann mun spila með 21 árs landsliðinu á sama tíma. Ísak Bergmann er auðvitað enn bara sautján ára gamall en hann er orðinn fastamaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og er auk þess lykilmaður í íslenska 21 árs landsliðinu. Ísak Bergmann hefur staðið sig svo vel í sænsku deildinni að öll helstu stórlið Evrópu hafa sent njósnara sína á leik með Norrköping til að skoða strákinn. Mikið var fjallað um áhuga Liverpool á honum á dögunum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var spurður út þá ákvörðun að velja Ísak ekki í landsliðinu að þessu sinni. „Hann hefur hrifið mig eins og aðra með frammistöðu sinni, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að hann er ennþá bara sautján ára gamall,“ sagði Erik Hamrén. „Það er fullt af vangaveltum um framtíð hans í sænskum fjölmiðlum og mikið skrifað um það að það sé stórir klúbbar að fylgjast með honum. Hann er inn í myndinni hjá okkur og hans tími mun koma,“ sagði Hamrén. „Við skulum bíða og sjá hvað gerist. Ég er viss um að hann verði mjög góður í framtíðinni. Hann er góður núna að standa sig vel leik eftir leik í sænsku deildinni,“ sagði Hamrén. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Sjá meira