Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 20:31 Gert er ráð fyrir að umrætt skipi líti nokkurn veginn svona út. Vísir/Tryggvi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira