Góður skólabragur verður ekki til af sjálfu sér Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember stóðu Heimili og skóli, landssamtök foreldra, fyrir dagskrá á baráttudegi gegn einelti. Við hjá Heimili og skóla erum þakklát fyrir það traust sem Menntamálastofnun og Mennta- og menningamálaráðuneyti hafa sýnt samtökunum við að sjá um framkvæmd og undirbúning þessa dags en þetta er í annað sinn sem samtökin koma að undirbúningi dagsins sem haldinn var með breyttu sniði að þessu sinni í ljósi aðstæðna. Áttundi nóvember er dagurinn sem öllu jöfnu er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum landsins en tíu ár eru nú liðin frá því hann var fyrst haldinn hér á landi árið 2011. Barátta sem vinnst með samstöðu og samvinnu Á degi sem þessum er mikilvægt að skerpa á bæði fræðslu og forvörnum og hvetja til umræðu um einelti sem og að efla samstöðu og sýn innan raða allra þeirra sem mynda skólasamfélagið, þ.e. barnanna okkar, foreldra, kennara, skóla og nærsamfélags. Það skiptir miklu máli að við veltum því fyrir okkur hvar við stöndum og hvernig samfélag við viljum taka þátt í að skapa. Í gegnum árin hafa ýmsar leiðir verið farnar í baráttunni gegn einelti enda vandinn fjölþættur. Erfitt hefur reynst að útrýma einelti, enda um samfélagslegt mein að ræða þar sem ræturnar liggja víða. Barátta sem farsælast er að vinna gegn með samstöðu og samvinnu allra. Falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma Forvarnir, fræðsla, fyrirmyndir, fegurð fjölbreytileikans, falleg hugsun, falleg orð og falleg framkoma eru fræ sem við þurfum að sá og rækta til að uppskera. Þetta þarf ekki að vera flókið eða eins og segir í einu kvæði Einars Benediktssonar, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ef við ætlum að ná árangri gagnvart þeirri meinsemd sem einelti er þurfum við öll sem eitt að velta fyrir okkur, okkar hlutverki og samfélagslegri skyldu. Gullna reglan, að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur, getur sömuleiðis skilað okkur dýrmætum árangri. Því það að setja sig í spor annarra og láta sig vellíðan og velgengni annarra varða skiptir svo miklu máli. Til að við náum árangri í þessari baráttu verðum við öll að líta okkur nær og velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir einelti. Að því sögðu langar mig að árétta að við foreldrar sem myndum skólasamfélagið á hverjum tíma, í leik-, grunn- og framhaldsskólum ásamt nemendum, kennurum og skólastjórnendum, stöndum vörð um mikilvægt samstarf heimila og skóla. Við foreldrar viljum að börnin okkar eignist góða vini og að þeim líði vel og þau upplifi að þau öll, hvert og eitt þeirra, skipti máli. Stuðlum að jákvæðum skólabrag Góður skólabragur skiptir miklu máli í þessu samhengi enda hafa rannsóknir sýnt fram á að hann getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu nemenda þar sem hann stuðlar að öruggum og heilbrigðum samskiptum. Hann verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Hér sannast kannski hið forkveðna að við uppskerum eins og við sáum. Stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki ber samkvæmt aðalnámskrá að stuðla að jákvæðum skólabrag með velferð nemenda að leiðarljósi. Að sama skapi höfum við foreldrar hlutverki að gegna. Það að skapa góðan bekkjaranda þar sem vinátta og virðing ríkir getur seint verið eingöngu á hendi umsjónarkennara þar sem svo margt innan sem utan skóla hefur áhrif á daglegt líf nemenda og því erfitt að draga mörkin eingöngu við veggi skólastofunnar. Hér skiptir því hlutverk okkar foreldra og viðhorf ekki síður máli. Innan skólanna gefst okkur foreldrum einstakt tækifæri til að leggja okkar af mörkum við að gera gott skólasamfélag enn betra og taka virkan þátt í að móta og leiða gott og uppbyggilegt foreldra- og forvarnarstarf. Ásamt því að taka þátt í að skapa góðan bekkjaranda með því að huga að samveru og samstöðu bæði nemenda og foreldra. Að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi Með því að leggja góðan grunn að vináttu og vináttusamböndum með jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og samverustundum leggjum við dýrmætan grunn sem byggja má á til framtíðar. Þannig búum við til skólasamfélag sem eflir og hvetur með samstöðu, samhug og jöfnuð að leiðarljósi eða eins og máltækið segir, að eignast vin tekur andartak en að vera vinur tekur alla ævi. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar