Í kyrrþey Þorgrímur Sigmundsson skrifar 14. nóvember 2020 09:31 Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Áhugaleysi stjórnvalda er áberandi og eru orð Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra til vitnis um það þegar hann kallar lífsafkomu þeirra „lífsstíl“. Ef fram heldur sem horfir í þessu skeytingarleysi ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar verður útför greinarinnar innan fárra ára og ef marka má það skilningleysi sem nú ríkir á stjórnarheimilinu fer hún væntanlega fram í kyrrþey. Eins og forsætisráðherra sagði með réttu, á meðan hún var í minnihluta, að eldri borgarar þyldu enga bið eftir kjarabótum, en lætur þá samt bíða enn, þá þola sauðfjárbændur enga bið. Greinin getur ekki beðið lengur eftir úrbótum á því rekstrarumhverfi sem hún býr við. Ísland Allt Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og ekki aðeins fyrir sauðfjárrækt eða annan landbúnað heldur fyrir Ísland Allt. Landbúnaður heldur uppi miklum fjölda fyrirtækja um land allt sem byggja afkomu sýna á þjónustu við hann og tryggir þannig fjölda starfa allt í kringum landið. Þá gegnir landbúnaðurinn lykilhlutverki í því að halda landinu í byggð og styður þannig við ferðaþjónustuna. En stór hluti þeirra sem heimsækja Ísland vilja t.d. kynnast íslenska hestinum, smakka á íslensku lambakjöti, kynna sér íslenska ylrækt og bragða á afurðum hennar, heimsækja ferðamannafjósin og svona mætti lengi telja. Aðgerðir strax Eitt af því sem þarf að gerast strax er að tollasamningi þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, frá 17. september 2015 við Evrópusambandið verði sagt upp nú þegar eða óskað endurskoðunar á honum, m.a. með tilliti til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Langtímasamning við bændur þar sem tekið verði tillit til þjóðhagslegs mikilvægs atvinnugreinarinnar, starfskjara matvælaframleiðenda og framboðs á heilnæmum afurðum þarf að gera. Fyrirsjáanleg er mjög aukin eftirspurn eftir heilnæmum landbúnaðarvörum um heim allan og er staða Íslands sterk hvað þetta varðar m.a. með tilliti til búfjársjúkdóma, hreinleika afurða og vatnsforða Íslands. Tökum höndum saman og verjum sameiginlega hagsmuni framleiðenda og neytenda með því að setja skýr lög um upprunamerkingar matvöru í þágu neytenda þar sem fram komi m.a. uppeldisland sláturdýra og framleiðsluland matvæla, innihaldslýsingar verði skýrari Þar sem upplýsingar um notkun lyfja við framleiðsluna og um framleiðsluferli koma fram, hversu oft varan hafi verið fryst og þýdd við vinnslu og hver sláturdagur hafi verið. Það er framtíð í íslenskum landbúnaði getur verið björt ef stjórnmálin standa með honum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA kjördæmi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar