Aldrei fleiri smit á einum degi og hertar aðgerðir á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 22:16 Sjúkraliði kannar líðan sjúklings sem talið er að sé smitaður af covid-19 fyrir utan bráðamóttöku Cotugno-sjúkrahússins í Napólí. Svo mikið álag er á sjúkrahúsum í borginni að sinna þarf sjúklingum í bílum þeirra. Vísir/Getty Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17