Að stuðla að aukinni vellíðan í móðurhlutverkinu með aðferðum jákvæðrar sálfræði Yrja Kristinsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 11:32 Móðurhlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Mæður eru oft að leita að leiðum til að geta vaxið og dafnað í móðurhlutverkinu og aðlagað uppeldið að sjálfum sér og þörfum barnsins þrátt fyrir að vera í vinnu, stunda áhugamál og eiga vini og fjölskyldu sem þarf að sinna. Á þessum hröðu tímum í nútímasamfélagi eru allskonar uppeldisaðferðir í boði og stundum getum við átt erfitt með að finna út hvaða aðferð hentar best fyrir okkur og okkar börn. Uppeldisaðferðin RIE (e. Resources for infant educators) hefur verið að slá í gegn hér á landi en hún snýst um virðingarríkt tengslauppeldi. Einnig má nefna styrkleikabyggt uppeldi (e. strength based parenting), jákvætt uppeldi (e. positive parenting) og svo mætti lengi telja. Svo er auðvitað alltaf spurningin um tímann, það eru aðeins 24 klukkustundir í sólarhringnum og við getum ekki verið allstaðar. Við finnum því stundum fyrir þeirri pressu að þurfa að vera ofurkonur á öllum vígstöðvum en það getur tekið á og þá verður hið fræga mömmusamviskubit til. Það er meira að segja til hugtakið foreldrakulnun (e. parental burnout) sem lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/eða tilfinningalegri fjarveru. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra. En hvað er hægt að gera til að ná jafnvægi og stuðla að aukinni vellíðan í móðurhlutverkinu? Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip. Dæmi um jákvæð inngrip sem geta stuðlað að vellíðan í móðurhlutverkinu eru meðal annars; aðgreina styrkleika sína og nota þá í uppeldinu, þakklætisæfingar, þrír góðir hlutir, núvitund og hreyfing. Styrkleikar eru eitt af aðal viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Styrkleikar einkenna hvern og einn einstakling. Það eru eiginleikar sem geta orðið breytilegir eftir aðstæðum og hægt að styrkja með því að veita þeim athygli og þjálfa. Hægt er að greina styrkleika sína t.d með VIA-styrkleikaprófi sem er á heimasíðunni www.viacharacter.org. Það er hægt að nota styrkleika með skemmtilegum og uppbyggjandi hætti í uppeldinu sem um leið getur aukið vellíðan móður og því haft bein áhrif á hamingju barnanna. Dæmi um hvernig hægt er að nota styrkleika foreldris í uppeldi er til dæmis að nota húmor, þá er meðal annars hægt að setja fyndinn miða í skólastöskuna hjá barninu eða senda því skemmtileg skilaboð á meðan það er úti með vinunum. Einnig er hægt að leggja áherslu á styrkleika barnsins sem getur leitt til frekari lífsánægju og um leið dregið úr stressi og kvíða í daglegu lífi. Niðurstöður úr rannsókn Lea Waters og Jessie Sun (2017) sýna að styrkleikamiðaðar aðferðir hafi áhrif á vellíðan en þær sýndu að foreldrar sem þekktu styrkleika sína og barna sinna voru með meiri trú á sér í uppeldinu og fundu fyrir fleiri jákvæðum tilfinningum í garð barnanna. Þakklætisæfingar felast í því að vera þakklátur fyrir það sem lífið hefur uppá að bjóða. Það er stundum flóknara en maður heldur að finna fyrir þakklæti en rannsóknir hafa sýnt að þakklæti hefur jákvæð áhrif á vellíðan, heilsu, svefn og sambönd við aðra. Þakklætisæfingar geta verið ýmiskonar en þá má helst nefna að skrifa þakklætisbréf, fara í þakklætisheimsóknir eða einfaldlega skrifa niður þrjá hluti sem gerðust yfir daginn sem maður er þakklátur fyrir. Oft eru þetta einstaklingsæfingar en ef fjölskyldan gerir þetta saman, getur það haft jákvæð áhrif á fjölskylduna og barnið getur upplifað að kröfurnar sem eru settar á það eru heilbrigðar og raunhæfar. Þrír góðir hlutir er æfing sem eflir jákvæðar tilfinningar og er tilvalin til þess að læra að taka eftir þeim góðu hlutum sem gerast hjá okkur hverjum degi. Æfingin felst í því að finna þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn, skrifa þá niður, segja frá hvað olli þeim og hver þáttur manns var í þeim. Æfingin hefur þau áhrif að við förum að að setja athyglina meðvitað á það jákvæða sem gerist í daglegu lífi. Núvitund er ástand þar sem athygli er haldið í núinu á virkan og opinn hátt. Núvitund byggir á því að vera meðvitaður um líðandi stund og meðvitaður um eigin hugsanir, án þess að gagnrýna þær eða gera væntingar til þeirra. Athyglinni er beint að hugsunum, líkamanum og umhverfinu í líðandi stundu og getur það leitt til betri sjálfsvitundar. Með því að geranúvitundaræfingar þjálfum við athyglina og aukum meðvitund okkar um það sem er að gerast innra með okkur og umhverfis okkur. Þær geta einnig haft jákvæð áhrif á vellíðan og því hjálpað til við að við séum til staðar fyrir börnin okkar. Við hlustum með vakandi athygli þegar þau tala og það verða jákvæð samskipti þarna á milli. Hreyfing er mjög mikilvæg en hún hefur áhrif á jákvæðar tilfinningar og getur því haft jákvæð áhrif á samband móður og barns. Það er mikilvægt að finna hreyfingu sem veitir okkur ánægju og sem hentar hverjum og einum því þannig eru meiri líkur á að við hreyfum okkur sem oftast og það eykur um leið líkamlega og andlega vellíðan okkar. Þetta eru án efa allt aðferðir sem geta hjálpað til við að styrkja og hvetja til jákvæðra samskipta á milli móður og barns. Því ekki að prófa þessar aðferðir og sjá hvort að aðferðir jákvæðrar sálfræði geti haft góð áhrif á þig og samband þitt við barnið þitt? Gangi þér vel! Höfundur er eigandi Dafna-markþjálfun & ráðgjöf og er með MA í uppeldis-og menntunarfræði, diplóma í jákvæðri sálfræði, diplóma í djáknafræðum og markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Móðurhlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Mæður eru oft að leita að leiðum til að geta vaxið og dafnað í móðurhlutverkinu og aðlagað uppeldið að sjálfum sér og þörfum barnsins þrátt fyrir að vera í vinnu, stunda áhugamál og eiga vini og fjölskyldu sem þarf að sinna. Á þessum hröðu tímum í nútímasamfélagi eru allskonar uppeldisaðferðir í boði og stundum getum við átt erfitt með að finna út hvaða aðferð hentar best fyrir okkur og okkar börn. Uppeldisaðferðin RIE (e. Resources for infant educators) hefur verið að slá í gegn hér á landi en hún snýst um virðingarríkt tengslauppeldi. Einnig má nefna styrkleikabyggt uppeldi (e. strength based parenting), jákvætt uppeldi (e. positive parenting) og svo mætti lengi telja. Svo er auðvitað alltaf spurningin um tímann, það eru aðeins 24 klukkustundir í sólarhringnum og við getum ekki verið allstaðar. Við finnum því stundum fyrir þeirri pressu að þurfa að vera ofurkonur á öllum vígstöðvum en það getur tekið á og þá verður hið fræga mömmusamviskubit til. Það er meira að segja til hugtakið foreldrakulnun (e. parental burnout) sem lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/eða tilfinningalegri fjarveru. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra. En hvað er hægt að gera til að ná jafnvægi og stuðla að aukinni vellíðan í móðurhlutverkinu? Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip. Dæmi um jákvæð inngrip sem geta stuðlað að vellíðan í móðurhlutverkinu eru meðal annars; aðgreina styrkleika sína og nota þá í uppeldinu, þakklætisæfingar, þrír góðir hlutir, núvitund og hreyfing. Styrkleikar eru eitt af aðal viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Styrkleikar einkenna hvern og einn einstakling. Það eru eiginleikar sem geta orðið breytilegir eftir aðstæðum og hægt að styrkja með því að veita þeim athygli og þjálfa. Hægt er að greina styrkleika sína t.d með VIA-styrkleikaprófi sem er á heimasíðunni www.viacharacter.org. Það er hægt að nota styrkleika með skemmtilegum og uppbyggjandi hætti í uppeldinu sem um leið getur aukið vellíðan móður og því haft bein áhrif á hamingju barnanna. Dæmi um hvernig hægt er að nota styrkleika foreldris í uppeldi er til dæmis að nota húmor, þá er meðal annars hægt að setja fyndinn miða í skólastöskuna hjá barninu eða senda því skemmtileg skilaboð á meðan það er úti með vinunum. Einnig er hægt að leggja áherslu á styrkleika barnsins sem getur leitt til frekari lífsánægju og um leið dregið úr stressi og kvíða í daglegu lífi. Niðurstöður úr rannsókn Lea Waters og Jessie Sun (2017) sýna að styrkleikamiðaðar aðferðir hafi áhrif á vellíðan en þær sýndu að foreldrar sem þekktu styrkleika sína og barna sinna voru með meiri trú á sér í uppeldinu og fundu fyrir fleiri jákvæðum tilfinningum í garð barnanna. Þakklætisæfingar felast í því að vera þakklátur fyrir það sem lífið hefur uppá að bjóða. Það er stundum flóknara en maður heldur að finna fyrir þakklæti en rannsóknir hafa sýnt að þakklæti hefur jákvæð áhrif á vellíðan, heilsu, svefn og sambönd við aðra. Þakklætisæfingar geta verið ýmiskonar en þá má helst nefna að skrifa þakklætisbréf, fara í þakklætisheimsóknir eða einfaldlega skrifa niður þrjá hluti sem gerðust yfir daginn sem maður er þakklátur fyrir. Oft eru þetta einstaklingsæfingar en ef fjölskyldan gerir þetta saman, getur það haft jákvæð áhrif á fjölskylduna og barnið getur upplifað að kröfurnar sem eru settar á það eru heilbrigðar og raunhæfar. Þrír góðir hlutir er æfing sem eflir jákvæðar tilfinningar og er tilvalin til þess að læra að taka eftir þeim góðu hlutum sem gerast hjá okkur hverjum degi. Æfingin felst í því að finna þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir daginn, skrifa þá niður, segja frá hvað olli þeim og hver þáttur manns var í þeim. Æfingin hefur þau áhrif að við förum að að setja athyglina meðvitað á það jákvæða sem gerist í daglegu lífi. Núvitund er ástand þar sem athygli er haldið í núinu á virkan og opinn hátt. Núvitund byggir á því að vera meðvitaður um líðandi stund og meðvitaður um eigin hugsanir, án þess að gagnrýna þær eða gera væntingar til þeirra. Athyglinni er beint að hugsunum, líkamanum og umhverfinu í líðandi stundu og getur það leitt til betri sjálfsvitundar. Með því að geranúvitundaræfingar þjálfum við athyglina og aukum meðvitund okkar um það sem er að gerast innra með okkur og umhverfis okkur. Þær geta einnig haft jákvæð áhrif á vellíðan og því hjálpað til við að við séum til staðar fyrir börnin okkar. Við hlustum með vakandi athygli þegar þau tala og það verða jákvæð samskipti þarna á milli. Hreyfing er mjög mikilvæg en hún hefur áhrif á jákvæðar tilfinningar og getur því haft jákvæð áhrif á samband móður og barns. Það er mikilvægt að finna hreyfingu sem veitir okkur ánægju og sem hentar hverjum og einum því þannig eru meiri líkur á að við hreyfum okkur sem oftast og það eykur um leið líkamlega og andlega vellíðan okkar. Þetta eru án efa allt aðferðir sem geta hjálpað til við að styrkja og hvetja til jákvæðra samskipta á milli móður og barns. Því ekki að prófa þessar aðferðir og sjá hvort að aðferðir jákvæðrar sálfræði geti haft góð áhrif á þig og samband þitt við barnið þitt? Gangi þér vel! Höfundur er eigandi Dafna-markþjálfun & ráðgjöf og er með MA í uppeldis-og menntunarfræði, diplóma í jákvæðri sálfræði, diplóma í djáknafræðum og markþjálfi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun