Svíar takmarka samkomur við átta manns Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 13:48 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, var með skýr skilaboð til þjóðar sinnar á fréttamannafundi í dag. AP Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira