Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 21:00 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að breytingar verði á fyrirkomulagi leghálsskimana frá áramótum. VÍSIR/SIGURJÓN Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. Til stendur að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. „Það lítur út fyrir að við munum færast út í að mæla HPV-veiru í leghálsstrokinu sem þýður að við erum að gá hvort að það hafi orðið veirusýking og ef svo er þá er farið út í nánari skoðun með frumuskoðun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í dag er þessu öfugt farið, fyrst er gerð frumurannsókn og í sumum tilvikum gerð HPV-mæling. HPV-veiran er ein helsta orsök frumubreytinga í leghálsi. „Með því að taka yfir veirumælingarnar frekar en frumusýnaskoðun þá aukum við næmnina, við munum greina meira og þá missum við minna af tilvikum sem þarf að fylgja eftir,“ segir Óskar. Frá og með áramótum fái konur boðun í skimun á heilsugæslustöð. Nú sé verið að skoða hvar rannsaka eigi sýnin en þrír staðir komi til greina: Landspítalinn og tvær stórar rannsóknarstofur í Danmörku og í Svíþjóð. „Því stærri sem rannsóknarstofurnar eru þá væntir maður þess að gæðamálin séu trygg en það er líka mikilvægt að viðhalda rannsóknum á Íslandi þannig þetta er ekkert auðvelt að ákveða,“ segir Óskar og bætir við að rannsóknarstofan Danmörku sjái til að mynda um rannsókn á sýnum frá Grænlandi og Færeyjum sem hafi reynst mjög vel. Óskar segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Þá hefur það færst í aukana erlendis að konur taki sýnin sjálfar að heiman. Rannsóknir hafi staðfest að það sé jafn gott til veirumælinga. Þetta kemur til greina hér á landi en þó ekki um ármaótin. „Ef það er jafn gott þá af hverju ekki?,“ spyr hann og bætir við að þessu fylgi meiri hagkvæmni. „En fyrst og fremst auknar líkur á því að fleiri mæti í skimun því ef við fáum aukna mætingu þá aukum við líkurnar á því að konur deyi síður úr leghálskrabbameini.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. Til stendur að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. „Það lítur út fyrir að við munum færast út í að mæla HPV-veiru í leghálsstrokinu sem þýður að við erum að gá hvort að það hafi orðið veirusýking og ef svo er þá er farið út í nánari skoðun með frumuskoðun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í dag er þessu öfugt farið, fyrst er gerð frumurannsókn og í sumum tilvikum gerð HPV-mæling. HPV-veiran er ein helsta orsök frumubreytinga í leghálsi. „Með því að taka yfir veirumælingarnar frekar en frumusýnaskoðun þá aukum við næmnina, við munum greina meira og þá missum við minna af tilvikum sem þarf að fylgja eftir,“ segir Óskar. Frá og með áramótum fái konur boðun í skimun á heilsugæslustöð. Nú sé verið að skoða hvar rannsaka eigi sýnin en þrír staðir komi til greina: Landspítalinn og tvær stórar rannsóknarstofur í Danmörku og í Svíþjóð. „Því stærri sem rannsóknarstofurnar eru þá væntir maður þess að gæðamálin séu trygg en það er líka mikilvægt að viðhalda rannsóknum á Íslandi þannig þetta er ekkert auðvelt að ákveða,“ segir Óskar og bætir við að rannsóknarstofan Danmörku sjái til að mynda um rannsókn á sýnum frá Grænlandi og Færeyjum sem hafi reynst mjög vel. Óskar segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Þá hefur það færst í aukana erlendis að konur taki sýnin sjálfar að heiman. Rannsóknir hafi staðfest að það sé jafn gott til veirumælinga. Þetta kemur til greina hér á landi en þó ekki um ármaótin. „Ef það er jafn gott þá af hverju ekki?,“ spyr hann og bætir við að þessu fylgi meiri hagkvæmni. „En fyrst og fremst auknar líkur á því að fleiri mæti í skimun því ef við fáum aukna mætingu þá aukum við líkurnar á því að konur deyi síður úr leghálskrabbameini.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira