Eru ekki öll háskólapróf þýðingarmikil? Jón Ingi Hlynsson skrifar 20. nóvember 2020 10:31 Þegar einhver segir við mig að hitt eða þetta hafi mikla þýðingu, þá sperri ég eyrun og hlusta vel. Samkvæmt orðabók hefur það sem er þýðingarmikið mikið gildi eða er mikilvægt. Í framhaldinu væri þá rökrétt að fletta upp orðinu mikilvægt en þá vandast málið. Það er vegna þess að mikilvægt skilgreinist sem þýðingamikið eða eitthvað sem skiptir miklu máli. Hér erum við komin í hring og því ljóst að ef við ætlum að skilgreina hugtakið þýðingarmikið dugi lýsingarorðið eitt og sér ekki til og að fleiru þurfi að huga þegar ákveðið er hvað eigi að falla undir þann hatt. Í því samhengi fengu háskólar landsins heimild fyrir þýðingarmiklu prófahaldi, svona rétt á meðan kappkostað er við að kveða niður þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins. Ég get ímyndað mér að háskólarnir hafi fengið heimild fyrir þýðingarmiklum lokaprófum til að geta gripið í sem neyðarúrræði. Þá til dæmis í því skyni að tryggja að færni komandi heilbrigðisstarfsfólks muni ekki bitna á öryggi sjúklinga. Þegar ég sé fyrir mér þýðingarmikið próf hugsa ég um prófun á færni og/eða kunnáttu sem brýn þörf er á að sé upp á tíu, allt þarf að vera í lagi. Til að mynda próf sem veita réttindi að próftöku lokinni, samkeppnispróf, námsframvinduháðpróf (t.d. lágmarkseinkunn 6,0) og þvíumlík tilfelli. Orðalagið þýðingarmikil próf er komið úr reglugerð heilbrigðisráðuneytis sem heimilar „… samkeppnispróf, þýðingarmikil lokapróf og staðbundnar námslotur fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og sóttvörnum í hvívetna.“ Reglugerðin varð til 3. nóvember síðastliðinn og fengu háskólarnir það hlutverk að skilgreina hugtakið þýðingarmikið próf nánar. Á mörgum sviðum Háskóla Íslands gekk það frábærlega og komið var til móts við þarfir og óskir nemenda. Hins vegar er slíkan „lúxus“ eigi að finna innan allra sviða skólans enda svo í pottinn búið að heilbrigðisvísindasvið heldur meginþorra allra sinna prófa í formi staðprófa þessa önnina, en staðpróf eru próf sem þreytt eru í húsakynnum skólans. Fljótt á litið er það allt í góðu að nemendur heilbrigðisvísindasviðs þreyti staðpróf og jafnvel bara skiljanlegt. Oft þurfa nemendur að öðlast tiltekna færni til að geta starfað á sviði heilbrigðisvísinda og veitt viðeigandi þjónustu að námi loknu. Hins vegar þegar rýnt er í stöðu nemenda örlítið nánar og með tilliti til þess að lokapróf til dæmis grunnnema í sálfræði á fyrsta, öðru og þriðja ári eru fyrirhuguð sem staðpróf en lokapróf framhaldsnema í sálfræði sem heimapróf verður skilgreiningin á þýðingarmiklum lokaprófum óljós. Hér skal sérstaklega undirstrika þá staðreynd að grunnnemar hljóta engin réttindi að námi loknu. Það gera hins vegar framhaldsnemar og því mjög einkennilegt að próf þeirra hafi verið aðlöguð að heimaprófaumhverfi en ekki próf grunnnema. BS-gráða í sálfræði er nefnilega í raun lítið annað en undirbúningur fyrir framhaldsnám sem og aðgangsmiði að frekara námi. Háskóli Íslands lagði ýmislegt til grundvallar þýðingarmikilla prófa og meðal annars var horft til atriða eins og hversu nauðsynlegt væri að halda próf á staðnum til að tryggja gæði námsmats og jafnræði nemenda. Gott og vel, en nema að mér hafi stórkostlega orðið á má færa rök fyrir því að öll próf falli undir það atriði. Annað atriði sem horft var til sneri að því hversu þýðingarmikið prófið væri fyrir námsframvindu nemenda og þá að sjálfsögðu falla öll þau próf sem þreytt eru í framvinduháðum áföngum undir þetta atriði og þar með allir á fyrsta ári í sálfræði skiljanlega á leið í staðpróf. En hvers vegna er þetta aðeins svona innan heilbrigðisvísindasviðs? Enn annað sem litið var til í þessari ákvörðunartöku var hver hættan á misferli við próftöku væri. Varla hafa þeir sem ákváðu þetta prófafyrirkomulag haldið og trúað því að nemendur á heilbrigðisvísindasviði, þ. á m. sálfræðinemar, hjúkrunarfræðinemar, tannlæknanemar o.s.frv., væru líklegri en nemendur á öðrum sviðum skólans til að viðhafa varasama og gálausa prófahegðun? Eflaust má telja þetta fyrirkomulag til óbeinna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Það er svo sem ekkert leyndarmál að háskólinn hefur liðið fjárskort í mörg ár og til dæmis kom ekki aukafjárveiting fyrir yfirferð skriflegra prófa haustið 2020. Þar af leiðandi þegar um eru að ræða stóra árganga eins og innan sálfræðideildar er þörf á að halda staðpróf og fjölvalspróf. Heilbrigðisvísindasvið er í hópi stærstu sviða Háskóla Íslands og þegar allt frá 150-350 nemar sitja hvern áfanga vandast málið fyrir kennara sem allir eru af vilja gerðir en færu seint af augljósum ástæðum að gefa fjölda klukkustunda vinnu í yfirferð með því að hverfa frá fjölvalsprófum og yfir í ritgerðaheimapróf. Mikið ofboðslega er dapurt að sjá svona þema: Háskóli Íslands hefur lengi vel verið fjársveltur og það hefur heilbrigðiskerfið verið líka. Kórónuveirufaraldurinn geisar fyrirvaralaust og á þá mestu máli að skipta að nemendur heilbrigðisvísindasviðs flykkist saman, 30 í hverja stofu, til að þreyta fjölvalspróf í áföngum sem ekki veita starfsréttindi innan heilbrigðiskerfisins? Málum er nefnilega þannig háttað að þar sem þörfin á færni er brýn, þar á meðal próf fyrir meistaranema um geðgreiningarviðmið og þvíumlíka kunnáttu, eru heimapróf fyrirhuguð og lítið mál virtist að aðlaga námsmatið að ástandinu. Eins tókst í langflestum deildum að aðlaga prófin að heimaprófum og að ástandinu. Hvers vegna eiga grunnnemar heilbrigðisvísindasviðs að bíta í hvert súra eplið á fætur öðru? Hvers vegna er ekki hægt að aðlaga próf í tölfræði, félagslegri sálfræði eða þá í persónuleikasálfræði að kórónuveiruástandinu? Slík aðlögun virðist vera lítið mál þegar horft er til námsgreina eins og viðskiptafræði, heimspeki, guðfræði, hagfræði, félagsfræði eða lögfræði. Félagsvísindasvið og hugvísindasvið hafa hvort fyrir sig 1% og 5% prófa sinna skrifleg lokapróf sem þreytt eru í byggingum skólans. Hjá heilbrigðisvísindasviði er hlutfall skriflegra lokaprófa 64%. Viljum við senda fordæmi um ósveigjanleika til þess unga fólks sem vill og kemur til með að vilja nema á sviði heilbrigðisvísinda? Ég sá í öllu falli ekki fyrir mér að próf grunnnema í tölfræði eða skynjunarsálfræði myndu teljast til þýðingarmikilla prófa og þá er ég ekki að draga úr mikilvægi prófunar í færni nemenda í þessum áföngum. Staðan sem blasir við nemendum er sú að verið er að krefja okkur um að velja á milli eininga og öryggis. Ef þessi ósveigjanleiki skólans hefur með fjármuni að gera eða öllu heldur skort þar á, er þá ekki kominn tími til að við veltum því aðeins fyrir okkur hvort að háskólanám og heilbrigðiskerfið séu ekki akkúrat þeir samfélagsliðir sem við viljum hafa sérstakar gætur á og tryggja að hafi úr nógum fjármunum að moða í neyðarástandi? Við vitum ekki hvenær óstjórnanlegar aðstæður sem kollvarpa öllu því sem samfélagið á að þekkja koma upp næst. COVID-19 mun ekki herja á mannkynið að eilífu. Von bráðar verða Zoom-fundir, handþvottaáhyggjur og einmanaleiki í eigin húsi fjarstæður veruleiki. Ég vona þó að málaflokkum stúdenta verði ekki sópað undir teppið í þetta skiptið og eins svo oft áður. Stúdentar eiga ekki að þurfa að bíða eftir næsta heimsfaraldri svo að á þá sé hlustað. Höfundur er meðlimur Vöku - hagsmunafélags stúdenta sem og hagsmunafulltrúi BS-nema við sálfræðideild Háskóla Íslands 2020-2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar einhver segir við mig að hitt eða þetta hafi mikla þýðingu, þá sperri ég eyrun og hlusta vel. Samkvæmt orðabók hefur það sem er þýðingarmikið mikið gildi eða er mikilvægt. Í framhaldinu væri þá rökrétt að fletta upp orðinu mikilvægt en þá vandast málið. Það er vegna þess að mikilvægt skilgreinist sem þýðingamikið eða eitthvað sem skiptir miklu máli. Hér erum við komin í hring og því ljóst að ef við ætlum að skilgreina hugtakið þýðingarmikið dugi lýsingarorðið eitt og sér ekki til og að fleiru þurfi að huga þegar ákveðið er hvað eigi að falla undir þann hatt. Í því samhengi fengu háskólar landsins heimild fyrir þýðingarmiklu prófahaldi, svona rétt á meðan kappkostað er við að kveða niður þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins. Ég get ímyndað mér að háskólarnir hafi fengið heimild fyrir þýðingarmiklum lokaprófum til að geta gripið í sem neyðarúrræði. Þá til dæmis í því skyni að tryggja að færni komandi heilbrigðisstarfsfólks muni ekki bitna á öryggi sjúklinga. Þegar ég sé fyrir mér þýðingarmikið próf hugsa ég um prófun á færni og/eða kunnáttu sem brýn þörf er á að sé upp á tíu, allt þarf að vera í lagi. Til að mynda próf sem veita réttindi að próftöku lokinni, samkeppnispróf, námsframvinduháðpróf (t.d. lágmarkseinkunn 6,0) og þvíumlík tilfelli. Orðalagið þýðingarmikil próf er komið úr reglugerð heilbrigðisráðuneytis sem heimilar „… samkeppnispróf, þýðingarmikil lokapróf og staðbundnar námslotur fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra nálægðartakmörkun og sóttvörnum í hvívetna.“ Reglugerðin varð til 3. nóvember síðastliðinn og fengu háskólarnir það hlutverk að skilgreina hugtakið þýðingarmikið próf nánar. Á mörgum sviðum Háskóla Íslands gekk það frábærlega og komið var til móts við þarfir og óskir nemenda. Hins vegar er slíkan „lúxus“ eigi að finna innan allra sviða skólans enda svo í pottinn búið að heilbrigðisvísindasvið heldur meginþorra allra sinna prófa í formi staðprófa þessa önnina, en staðpróf eru próf sem þreytt eru í húsakynnum skólans. Fljótt á litið er það allt í góðu að nemendur heilbrigðisvísindasviðs þreyti staðpróf og jafnvel bara skiljanlegt. Oft þurfa nemendur að öðlast tiltekna færni til að geta starfað á sviði heilbrigðisvísinda og veitt viðeigandi þjónustu að námi loknu. Hins vegar þegar rýnt er í stöðu nemenda örlítið nánar og með tilliti til þess að lokapróf til dæmis grunnnema í sálfræði á fyrsta, öðru og þriðja ári eru fyrirhuguð sem staðpróf en lokapróf framhaldsnema í sálfræði sem heimapróf verður skilgreiningin á þýðingarmiklum lokaprófum óljós. Hér skal sérstaklega undirstrika þá staðreynd að grunnnemar hljóta engin réttindi að námi loknu. Það gera hins vegar framhaldsnemar og því mjög einkennilegt að próf þeirra hafi verið aðlöguð að heimaprófaumhverfi en ekki próf grunnnema. BS-gráða í sálfræði er nefnilega í raun lítið annað en undirbúningur fyrir framhaldsnám sem og aðgangsmiði að frekara námi. Háskóli Íslands lagði ýmislegt til grundvallar þýðingarmikilla prófa og meðal annars var horft til atriða eins og hversu nauðsynlegt væri að halda próf á staðnum til að tryggja gæði námsmats og jafnræði nemenda. Gott og vel, en nema að mér hafi stórkostlega orðið á má færa rök fyrir því að öll próf falli undir það atriði. Annað atriði sem horft var til sneri að því hversu þýðingarmikið prófið væri fyrir námsframvindu nemenda og þá að sjálfsögðu falla öll þau próf sem þreytt eru í framvinduháðum áföngum undir þetta atriði og þar með allir á fyrsta ári í sálfræði skiljanlega á leið í staðpróf. En hvers vegna er þetta aðeins svona innan heilbrigðisvísindasviðs? Enn annað sem litið var til í þessari ákvörðunartöku var hver hættan á misferli við próftöku væri. Varla hafa þeir sem ákváðu þetta prófafyrirkomulag haldið og trúað því að nemendur á heilbrigðisvísindasviði, þ. á m. sálfræðinemar, hjúkrunarfræðinemar, tannlæknanemar o.s.frv., væru líklegri en nemendur á öðrum sviðum skólans til að viðhafa varasama og gálausa prófahegðun? Eflaust má telja þetta fyrirkomulag til óbeinna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Það er svo sem ekkert leyndarmál að háskólinn hefur liðið fjárskort í mörg ár og til dæmis kom ekki aukafjárveiting fyrir yfirferð skriflegra prófa haustið 2020. Þar af leiðandi þegar um eru að ræða stóra árganga eins og innan sálfræðideildar er þörf á að halda staðpróf og fjölvalspróf. Heilbrigðisvísindasvið er í hópi stærstu sviða Háskóla Íslands og þegar allt frá 150-350 nemar sitja hvern áfanga vandast málið fyrir kennara sem allir eru af vilja gerðir en færu seint af augljósum ástæðum að gefa fjölda klukkustunda vinnu í yfirferð með því að hverfa frá fjölvalsprófum og yfir í ritgerðaheimapróf. Mikið ofboðslega er dapurt að sjá svona þema: Háskóli Íslands hefur lengi vel verið fjársveltur og það hefur heilbrigðiskerfið verið líka. Kórónuveirufaraldurinn geisar fyrirvaralaust og á þá mestu máli að skipta að nemendur heilbrigðisvísindasviðs flykkist saman, 30 í hverja stofu, til að þreyta fjölvalspróf í áföngum sem ekki veita starfsréttindi innan heilbrigðiskerfisins? Málum er nefnilega þannig háttað að þar sem þörfin á færni er brýn, þar á meðal próf fyrir meistaranema um geðgreiningarviðmið og þvíumlíka kunnáttu, eru heimapróf fyrirhuguð og lítið mál virtist að aðlaga námsmatið að ástandinu. Eins tókst í langflestum deildum að aðlaga prófin að heimaprófum og að ástandinu. Hvers vegna eiga grunnnemar heilbrigðisvísindasviðs að bíta í hvert súra eplið á fætur öðru? Hvers vegna er ekki hægt að aðlaga próf í tölfræði, félagslegri sálfræði eða þá í persónuleikasálfræði að kórónuveiruástandinu? Slík aðlögun virðist vera lítið mál þegar horft er til námsgreina eins og viðskiptafræði, heimspeki, guðfræði, hagfræði, félagsfræði eða lögfræði. Félagsvísindasvið og hugvísindasvið hafa hvort fyrir sig 1% og 5% prófa sinna skrifleg lokapróf sem þreytt eru í byggingum skólans. Hjá heilbrigðisvísindasviði er hlutfall skriflegra lokaprófa 64%. Viljum við senda fordæmi um ósveigjanleika til þess unga fólks sem vill og kemur til með að vilja nema á sviði heilbrigðisvísinda? Ég sá í öllu falli ekki fyrir mér að próf grunnnema í tölfræði eða skynjunarsálfræði myndu teljast til þýðingarmikilla prófa og þá er ég ekki að draga úr mikilvægi prófunar í færni nemenda í þessum áföngum. Staðan sem blasir við nemendum er sú að verið er að krefja okkur um að velja á milli eininga og öryggis. Ef þessi ósveigjanleiki skólans hefur með fjármuni að gera eða öllu heldur skort þar á, er þá ekki kominn tími til að við veltum því aðeins fyrir okkur hvort að háskólanám og heilbrigðiskerfið séu ekki akkúrat þeir samfélagsliðir sem við viljum hafa sérstakar gætur á og tryggja að hafi úr nógum fjármunum að moða í neyðarástandi? Við vitum ekki hvenær óstjórnanlegar aðstæður sem kollvarpa öllu því sem samfélagið á að þekkja koma upp næst. COVID-19 mun ekki herja á mannkynið að eilífu. Von bráðar verða Zoom-fundir, handþvottaáhyggjur og einmanaleiki í eigin húsi fjarstæður veruleiki. Ég vona þó að málaflokkum stúdenta verði ekki sópað undir teppið í þetta skiptið og eins svo oft áður. Stúdentar eiga ekki að þurfa að bíða eftir næsta heimsfaraldri svo að á þá sé hlustað. Höfundur er meðlimur Vöku - hagsmunafélags stúdenta sem og hagsmunafulltrúi BS-nema við sálfræðideild Háskóla Íslands 2020-2021.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun