Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferðamannanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 10:39 Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. Hún spyr hvort það sé trúverðugt að veiran geti legið í láginni í heilan mánuð þegar því sé á sama tíma haldið fram að hún sé bráðsmitandi. Sóttvarnayfirvöld hafa greint frá því að þriðja bylgjan sé að mestu borin uppi af veiruafbrigði sem greindist fyrst í frönsku ferðamönnunum um miðjan ágúst. Fyrst var greint frá þessu afbrigði kórónuveirunnar í fjölmiðlum um miðjan september þegar upp kom hópsýking á skemmtistaðnum Irishman Pub í Reykjavík. Veiruafbrigðið sem greindist í sýkingunni var raðgreint og með raðgreiningunni rakið til frönsku ferðamannanna tveggja. Sigríður var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún er einn af talsmönnum hóps sem í vikunni birti yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Út úr kófinu!“ á vefnum kofid.is. Í yfirlýsingunni segir að tilraunir til að ráða niðurlögum faraldursins á Íslandi hafi þegar skapað „ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman.“ Hingað til hafi aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa beitt gefið til kynna að „nánast eina markmið stjórnvalda sé að hægja á útbreiðslu eins tiltekins sjúkdóms.“ Allt annað víki fyrir þessu markmiði. Hópurinn telur að ef haldið verði áfram á sömu braut verði „skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.“ Á meðal annarra í hópnum eru Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard, Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður Heimdallar. Í Bítinu í morgun sagði Sigríður að hópurinn vildi dýpka umræðuna um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins og það hvaða áhrif þær hafa í samfélaginu, til dæmis almennt á heilbrigðisþjónustu og almennt á atvinnulíf. Sóttvarnaaðgerðir ættu að vera hnitmiðaðri og beinast að þeim sem séu viðkvæmir. Spyr hvaða forsendur hafi legið til grundvallar því að taka upp tvöfalda skimun Hún var spurð að því hvort að þau öll í hópnum ættu það sameiginlegt að finnast sóttvarnaaðgerðir ganga of langt. „Við að minnsta kosti eigum það öll sameiginlegt að finnast menn ekki alveg fá nægar upplýsingar um hvaða forsendur menn eru að leggja til grundvallar þegar þeir taka ákvörðunina. Til dæmis að taka upp tvöfalda skimun í ágúst þegar við sem höfum rýnt í þessi gögn öll sjáum að þá til dæmis var útbreiðsla smitsins á leiðinni niður þegar gripið var til svona harkalegra aðgerða,“ sagði Sigríður. Tölfræði á covid.is sýnir að nýgengi innanlandssmita var á leiðinni niður dagana fyrir 19. ágúst. Nýgengi smita á landamærunum var hins vegar á uppleið. Þá gerði hún frönsku ferðamennina tvo að umtalsefni. „Menn hafa verið að halda því fram að smitið sem við erum að eiga við í dag hana megi rekja til einhverra tveggja franskra ferðamanna sem komu áður en að landinu var lokað. En þá hef ég verið að spyrja út í það eftir að þessir frönsku ferðamenn komu til landsins, þá virðist ekki hafa orðið vart við þá veiru sem þeir voru með í heilan mánuð. Ég hef fengið þau svör að veiran geti legið í láginni, bara í leyni, í heilan mánuð. Mér finnst það nú ekki ríma við til dæmis það sem Kári [Stefánsson] hefur verið að benda á að þetta sé rosalega bráðsmitandi veira,“ sagði Sigríður. Hún sagðist ekki vera að festa sig í smáatriðum með því að velta þessu upp, eins og einhverjir kynnu að halda, heldur skipti þetta máli þegar verið væri að meta hvort nauðsynlegt hefði verið að taka upp tvöfalda skimun. „Voru þetta virkilega þeir?“ Þáttastjórnendur spurðu hana þá út í alla þá einstaklinga sem gripnir hafa verið á landamærunum og sagði Sigríður þá ekki neitt rosalega marga. Þáttastjórnendur bentu þá á að það þyrfti ekki marga til. „Þeir eru bara svo ofboðslega fáir. Þetta hafa verið kannski fimmtíu til sextíu manns miðað við það að við erum með nokkur þúsund innanlandssmit þannig að þegar maður setur þetta í samhengið...“ En þessir tveir Frakkar smituðu nokkur hundruð manns? „En greinilega ekki vegna þess að veiruafbrigði þeirra virðist ekki hafa komið fram í heilan mánuð. Þannig að maður veltir því fyrir sér, voru þetta virkilega þeir? Enda fóru þeir í einangrun, þeir voru settir í einangrun og það hefur enginn, menn hafa verið að kenna þeim um en svo var það dregið til baka, „Nei, þau voru alveg í einangrun, það liggur ekkert fyrir um að þau hafi brotið lög.“ Er það trúverðugt að veiran þeirra hafi legið í láginni í heilan mánuð?“ sagði Sigríður. Ekki var ljóst í viðtalinu í hvaða tölfræði Sigríður var nákvæmlega að vísa með orðum sínum um fimmtíu til sextíu manns sem hafa verið gripnir á landamærunum en í orðsendingu til blaðamanns kvaðst hún hafa verið að vísa í þann fjölda sem greinst hefur í seinni skimun eftir 19. ágúst. Samkvæmt upplýsingum á covid.is hefur 61 einstaklingur greinst með virkt smit á landamærum í seinni skimun frá fyrrnefndri dagsetningu. Fram að þeim tíma greindust 11 manns með virkt smit í seinni skimun. Hún hafði þá verið tekin upp fyrir Íslendinga og aðra sem hér búa auk þeirra sem voru að koma til landsins frá áhættusvæðum. Hins vegar hafa 283 greinst með virkt smit í fyrri skimun. Hissa á Ölmu og Þórólfi Sigríður, Jón Ívar og Þorsteinn rituðu jafnframt grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segjast þau svolítið hissa á því að hvorki Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, né Alma Möller, landlæknir, hafi lesið yfirlýsinguna „Út úr kófinu!“ en hafi engu að síður lýst sig ósammála þeim sjónarmiðum sem þar er lýst. Þá vilji hópurinn gjarnan fá þau Þórólf og Ölmu á fund til sín til þess að ræða málin nánar og ítrekaði Sigríður þá ósk hópsins í viðtalinu í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi. Hún spyr hvort það sé trúverðugt að veiran geti legið í láginni í heilan mánuð þegar því sé á sama tíma haldið fram að hún sé bráðsmitandi. Sóttvarnayfirvöld hafa greint frá því að þriðja bylgjan sé að mestu borin uppi af veiruafbrigði sem greindist fyrst í frönsku ferðamönnunum um miðjan ágúst. Fyrst var greint frá þessu afbrigði kórónuveirunnar í fjölmiðlum um miðjan september þegar upp kom hópsýking á skemmtistaðnum Irishman Pub í Reykjavík. Veiruafbrigðið sem greindist í sýkingunni var raðgreint og með raðgreiningunni rakið til frönsku ferðamannanna tveggja. Sigríður var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún er einn af talsmönnum hóps sem í vikunni birti yfirlýsingu undir yfirskriftinni „Út úr kófinu!“ á vefnum kofid.is. Í yfirlýsingunni segir að tilraunir til að ráða niðurlögum faraldursins á Íslandi hafi þegar skapað „ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman.“ Hingað til hafi aðgerðirnar sem stjórnvöld hafa beitt gefið til kynna að „nánast eina markmið stjórnvalda sé að hægja á útbreiðslu eins tiltekins sjúkdóms.“ Allt annað víki fyrir þessu markmiði. Hópurinn telur að ef haldið verði áfram á sömu braut verði „skaði aðgerða mun meiri en skaði af völdum COVID-19.“ Á meðal annarra í hópnum eru Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard, Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður Heimdallar. Í Bítinu í morgun sagði Sigríður að hópurinn vildi dýpka umræðuna um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins og það hvaða áhrif þær hafa í samfélaginu, til dæmis almennt á heilbrigðisþjónustu og almennt á atvinnulíf. Sóttvarnaaðgerðir ættu að vera hnitmiðaðri og beinast að þeim sem séu viðkvæmir. Spyr hvaða forsendur hafi legið til grundvallar því að taka upp tvöfalda skimun Hún var spurð að því hvort að þau öll í hópnum ættu það sameiginlegt að finnast sóttvarnaaðgerðir ganga of langt. „Við að minnsta kosti eigum það öll sameiginlegt að finnast menn ekki alveg fá nægar upplýsingar um hvaða forsendur menn eru að leggja til grundvallar þegar þeir taka ákvörðunina. Til dæmis að taka upp tvöfalda skimun í ágúst þegar við sem höfum rýnt í þessi gögn öll sjáum að þá til dæmis var útbreiðsla smitsins á leiðinni niður þegar gripið var til svona harkalegra aðgerða,“ sagði Sigríður. Tölfræði á covid.is sýnir að nýgengi innanlandssmita var á leiðinni niður dagana fyrir 19. ágúst. Nýgengi smita á landamærunum var hins vegar á uppleið. Þá gerði hún frönsku ferðamennina tvo að umtalsefni. „Menn hafa verið að halda því fram að smitið sem við erum að eiga við í dag hana megi rekja til einhverra tveggja franskra ferðamanna sem komu áður en að landinu var lokað. En þá hef ég verið að spyrja út í það eftir að þessir frönsku ferðamenn komu til landsins, þá virðist ekki hafa orðið vart við þá veiru sem þeir voru með í heilan mánuð. Ég hef fengið þau svör að veiran geti legið í láginni, bara í leyni, í heilan mánuð. Mér finnst það nú ekki ríma við til dæmis það sem Kári [Stefánsson] hefur verið að benda á að þetta sé rosalega bráðsmitandi veira,“ sagði Sigríður. Hún sagðist ekki vera að festa sig í smáatriðum með því að velta þessu upp, eins og einhverjir kynnu að halda, heldur skipti þetta máli þegar verið væri að meta hvort nauðsynlegt hefði verið að taka upp tvöfalda skimun. „Voru þetta virkilega þeir?“ Þáttastjórnendur spurðu hana þá út í alla þá einstaklinga sem gripnir hafa verið á landamærunum og sagði Sigríður þá ekki neitt rosalega marga. Þáttastjórnendur bentu þá á að það þyrfti ekki marga til. „Þeir eru bara svo ofboðslega fáir. Þetta hafa verið kannski fimmtíu til sextíu manns miðað við það að við erum með nokkur þúsund innanlandssmit þannig að þegar maður setur þetta í samhengið...“ En þessir tveir Frakkar smituðu nokkur hundruð manns? „En greinilega ekki vegna þess að veiruafbrigði þeirra virðist ekki hafa komið fram í heilan mánuð. Þannig að maður veltir því fyrir sér, voru þetta virkilega þeir? Enda fóru þeir í einangrun, þeir voru settir í einangrun og það hefur enginn, menn hafa verið að kenna þeim um en svo var það dregið til baka, „Nei, þau voru alveg í einangrun, það liggur ekkert fyrir um að þau hafi brotið lög.“ Er það trúverðugt að veiran þeirra hafi legið í láginni í heilan mánuð?“ sagði Sigríður. Ekki var ljóst í viðtalinu í hvaða tölfræði Sigríður var nákvæmlega að vísa með orðum sínum um fimmtíu til sextíu manns sem hafa verið gripnir á landamærunum en í orðsendingu til blaðamanns kvaðst hún hafa verið að vísa í þann fjölda sem greinst hefur í seinni skimun eftir 19. ágúst. Samkvæmt upplýsingum á covid.is hefur 61 einstaklingur greinst með virkt smit á landamærum í seinni skimun frá fyrrnefndri dagsetningu. Fram að þeim tíma greindust 11 manns með virkt smit í seinni skimun. Hún hafði þá verið tekin upp fyrir Íslendinga og aðra sem hér búa auk þeirra sem voru að koma til landsins frá áhættusvæðum. Hins vegar hafa 283 greinst með virkt smit í fyrri skimun. Hissa á Ölmu og Þórólfi Sigríður, Jón Ívar og Þorsteinn rituðu jafnframt grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segjast þau svolítið hissa á því að hvorki Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, né Alma Möller, landlæknir, hafi lesið yfirlýsinguna „Út úr kófinu!“ en hafi engu að síður lýst sig ósammála þeim sjónarmiðum sem þar er lýst. Þá vilji hópurinn gjarnan fá þau Þórólf og Ölmu á fund til sín til þess að ræða málin nánar og ítrekaði Sigríður þá ósk hópsins í viðtalinu í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira