„Allir hræddir í fyrstu bylgjunni, graðir í þeirri seinni og núna þunglyndir“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:01 Sumir segja Covid faraldurinn að hafa slæm áhrif á stefnumótalífið meðan aðrir segja hann hafa opnað sín augun fyrir öðrum möguleikum. Sjáðu hvað þrettán einhleypir einstaklingar hafa að segja um málið. Getty Það verður seint sagt að árið 2020 sé ár stefnumóta og óvæntra skemmtistaðasleika. Þó vilja sumir segja að Covid ástandið hafi haft góð áhrif á stefnumótalífið að því leiti að nú sé fólk knúið til að hugsa út fyrir boxið og finna nýjar leiðir til að kynnast. Makamál tóku tal af nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um stefnumótalífið í þessari þriðju bylgju Covid faraldursins. Kona - 35 ára „Ég er búin að vera í þvílíkri ástarsorg í þessari bylgju en fór á Tinder til að dreifa huganum. Þar eru menn alveg jafn þyrstir núna og síðast.“ Karlmenn verða nú samt aðeins að taka sig saman í andlitinu þegar kemur að Tinder prófílum. Gaurar eru bara í ruglinu. Setja inn skelfilegar myndir af sér. Svo kíkir maður á prófílinn hjá stelpunum og það eru allt gullfallegar myndir og svo sætar stelpur! Kona – 27 ára „Ætli Covid sé ekki að ýta okkur Íslendingum hressilega út fyrir þægindarammann, að kynnast á netinu, hittast svo full og fara heim saman. Það að þurfa að hittast í fyrsta skipti edrú, kannski á rúntinum eða heima hjá hvoru öðru er kannski svolítið nýtt. Ég tala nú ekki um það að fara út að borða og vita svo ekki hvert skal halda þegar klukkan slær níu.“ Kona – 30 ára „Það voru allir frekar hræddir í fyrstu bylgjunni, graðir í þeirri seinni og núna þunglyndir og vonlausir. Við verðum öll eins og beljur að vori i desember. Svo eru einhleypir menn bara að senda memes, engin önnur move í gangi.“ Kona - 38 ára „Ég gekk í gegnum skilnað í miðjum Covid faraldri svo að það er ekkert í gangi hjá mér núna. Ég er bara heima á Instagram því ég hef ekki farið inn á nein stefnumótaforrit ennþá. Ég upplifi smá vonleysi því ekkert er að gerast og maður sér ekki þennan svokallaða markað. Þetta Covid þarf að fara að klárast svo maður geti farið að sjá hvað er þarna úti. En ég myndi segja að fólk þyrfti að fara að taka upp gamla siði. Tjékka á hvort öðru í búðinni eða samfélagsmiðlum, ekki bara einblína á þessi stefnumótaforrit. Hvernig væri að taka upp gamla góða pókið og hafa það til dæmis á Instagram?“ Þetta er bara hellað vonleysis ástand. Ég drekk ekki, djamma ekki og er ekki á Tinder. Nenna menn ekki bara að pikka mig upp á bensínstöðinni. Það er rómó! Kona - 36 ára „Einhleypa lífið er farið að taka töluvert á í þessari þriðju bylgju. Það eru allir einhvernveginn í sömu Tinder-súpunni síðan í byrjun árs. Þú ferð ekkert til að hitta eða sjá ókunnugt fólk. Það er engin orka sem þú finnur eða daðursaugnaráð sem þú getur mætt neinstaðar.“ Nú eru grímurnar skylda sem voru ekki í fyrstu bylgjunni svo þú getur ekki einu sinni brosað til sæta mannsins í búðinni lengur! Kona – 24 ára „Ég fer vanalega sjaldan á deit en þegar maður sér ekki fram á að komast á djammið eða gera eitthvað skemmtilegt næstu vikur eða mánuði þá er alveg merkilega gaman að fara á stefnumót frá sjö til níu. Bæði með grímu, drekka bjór og bara spjalla. Ég myndi samt borga mjög mikinn pening fyrir að fá bara eitt venjulegt djammkvöld og finna eitthvað nýtt í sigtið.“ Karl – 38 ára „Það er bara gamla góða örvæntingin í gangi, dýrð og dásemd eins og alltaf. Líf mitt breyttist kannski um svona 5% vegna Covid svo ætli ég hafi ekki bara gott eitt um þetta ástand að segja.“ Kona – 36 ára Þetta er hrikalegt. Pínu eins og að mæta peppaður á Love Island en það er enginn á eyjunni. En þú mátt vinka öllum sem eru að sigla fram hjá. Karl – 34 ára „Að vera single á Covid tímum er jafn mikil blessun og það er bölvun. Við fáum að sitja betur með tilfinningum okkar og kynnast þeim, höfum svo sem ekkert val. Þannig að maður kemur kannski sterkari inn í stefnumótalífið þegar mótefnið er komið. Það eru margir sem nýta skyndikynni, djammsleika eða deit hér og þar til að fylla upp í eitthvað tómarúm, finn það sjálfur að það er auðvelda leiðin. Covid hefur þau áhrif að við fáum loksins pláss til að vita á hvaða forsendum maður er í makaleit.“ Kona - 37 ára „Að vera einhleyp núna á tímum Covid er eins og að mæta sársvangur í matvöruverslun sem tekur ekki kortið þitt. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hafa næg batterí í skúffunni fyrir kynlífstækin“ Kona - 41árs „Útaf ástandinu skiptumst við nánasti vinahópurinn bara á að sofa hjá hvert öðru. Fyrirfram hefði ég haldið að það myndi enda á að gera stemmninguna svolítið þrúgandi en ég er bara ekki frá því að þetta hafi bara gert okkur nánari.“ Persónulega er ég bara fegin að það er núna bara hægt að sleppa þessari skrítnu áheyrnarprufu sem stefnumót eru og bara hægt að bjóða strax í heimsókn og uppáferð. Karl - 45 ára „Í fyrstu bylgju var ég á föstu, en allt gekk of hratt og kófið klessti okkur saman. Áður en ég vissi af vorum við farinn að búa. Þannig að núna í annarri bylgjunni er ég aftur orðinn piparsveinn. Tinder drepur tímann, líkt og Candy Crush og því er best að reyna að ná augnsambandi og nýta öll tækifæri sem gefast. Kona - 40 ára „Það að vera einhleyp í þriðju bylgjunni er svo sem ekkert öðruvísi en að vera einhleyp almennt held ég. Auðvitað eru ekki skemmtistaðir opnir en hvenær hittir maður mann drauma sinna mölvaður á Kaffibarnum? Ég held reyndar að það sé mögulega meiri virkni á stefnumótaforritunum núna en fyrir Covid. Covid gefur fólki þó ákveðinn icebraker. Endalaust hægt að starta einhverri umræðu útfrá því.„Hvernig er frelsissviptingin að fara með þig ?“ Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00 Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57 Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin? Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum. 20. nóvember 2020 09:02 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Það verður seint sagt að árið 2020 sé ár stefnumóta og óvæntra skemmtistaðasleika. Þó vilja sumir segja að Covid ástandið hafi haft góð áhrif á stefnumótalífið að því leiti að nú sé fólk knúið til að hugsa út fyrir boxið og finna nýjar leiðir til að kynnast. Makamál tóku tal af nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um stefnumótalífið í þessari þriðju bylgju Covid faraldursins. Kona - 35 ára „Ég er búin að vera í þvílíkri ástarsorg í þessari bylgju en fór á Tinder til að dreifa huganum. Þar eru menn alveg jafn þyrstir núna og síðast.“ Karlmenn verða nú samt aðeins að taka sig saman í andlitinu þegar kemur að Tinder prófílum. Gaurar eru bara í ruglinu. Setja inn skelfilegar myndir af sér. Svo kíkir maður á prófílinn hjá stelpunum og það eru allt gullfallegar myndir og svo sætar stelpur! Kona – 27 ára „Ætli Covid sé ekki að ýta okkur Íslendingum hressilega út fyrir þægindarammann, að kynnast á netinu, hittast svo full og fara heim saman. Það að þurfa að hittast í fyrsta skipti edrú, kannski á rúntinum eða heima hjá hvoru öðru er kannski svolítið nýtt. Ég tala nú ekki um það að fara út að borða og vita svo ekki hvert skal halda þegar klukkan slær níu.“ Kona – 30 ára „Það voru allir frekar hræddir í fyrstu bylgjunni, graðir í þeirri seinni og núna þunglyndir og vonlausir. Við verðum öll eins og beljur að vori i desember. Svo eru einhleypir menn bara að senda memes, engin önnur move í gangi.“ Kona - 38 ára „Ég gekk í gegnum skilnað í miðjum Covid faraldri svo að það er ekkert í gangi hjá mér núna. Ég er bara heima á Instagram því ég hef ekki farið inn á nein stefnumótaforrit ennþá. Ég upplifi smá vonleysi því ekkert er að gerast og maður sér ekki þennan svokallaða markað. Þetta Covid þarf að fara að klárast svo maður geti farið að sjá hvað er þarna úti. En ég myndi segja að fólk þyrfti að fara að taka upp gamla siði. Tjékka á hvort öðru í búðinni eða samfélagsmiðlum, ekki bara einblína á þessi stefnumótaforrit. Hvernig væri að taka upp gamla góða pókið og hafa það til dæmis á Instagram?“ Þetta er bara hellað vonleysis ástand. Ég drekk ekki, djamma ekki og er ekki á Tinder. Nenna menn ekki bara að pikka mig upp á bensínstöðinni. Það er rómó! Kona - 36 ára „Einhleypa lífið er farið að taka töluvert á í þessari þriðju bylgju. Það eru allir einhvernveginn í sömu Tinder-súpunni síðan í byrjun árs. Þú ferð ekkert til að hitta eða sjá ókunnugt fólk. Það er engin orka sem þú finnur eða daðursaugnaráð sem þú getur mætt neinstaðar.“ Nú eru grímurnar skylda sem voru ekki í fyrstu bylgjunni svo þú getur ekki einu sinni brosað til sæta mannsins í búðinni lengur! Kona – 24 ára „Ég fer vanalega sjaldan á deit en þegar maður sér ekki fram á að komast á djammið eða gera eitthvað skemmtilegt næstu vikur eða mánuði þá er alveg merkilega gaman að fara á stefnumót frá sjö til níu. Bæði með grímu, drekka bjór og bara spjalla. Ég myndi samt borga mjög mikinn pening fyrir að fá bara eitt venjulegt djammkvöld og finna eitthvað nýtt í sigtið.“ Karl – 38 ára „Það er bara gamla góða örvæntingin í gangi, dýrð og dásemd eins og alltaf. Líf mitt breyttist kannski um svona 5% vegna Covid svo ætli ég hafi ekki bara gott eitt um þetta ástand að segja.“ Kona – 36 ára Þetta er hrikalegt. Pínu eins og að mæta peppaður á Love Island en það er enginn á eyjunni. En þú mátt vinka öllum sem eru að sigla fram hjá. Karl – 34 ára „Að vera single á Covid tímum er jafn mikil blessun og það er bölvun. Við fáum að sitja betur með tilfinningum okkar og kynnast þeim, höfum svo sem ekkert val. Þannig að maður kemur kannski sterkari inn í stefnumótalífið þegar mótefnið er komið. Það eru margir sem nýta skyndikynni, djammsleika eða deit hér og þar til að fylla upp í eitthvað tómarúm, finn það sjálfur að það er auðvelda leiðin. Covid hefur þau áhrif að við fáum loksins pláss til að vita á hvaða forsendum maður er í makaleit.“ Kona - 37 ára „Að vera einhleyp núna á tímum Covid er eins og að mæta sársvangur í matvöruverslun sem tekur ekki kortið þitt. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hafa næg batterí í skúffunni fyrir kynlífstækin“ Kona - 41árs „Útaf ástandinu skiptumst við nánasti vinahópurinn bara á að sofa hjá hvert öðru. Fyrirfram hefði ég haldið að það myndi enda á að gera stemmninguna svolítið þrúgandi en ég er bara ekki frá því að þetta hafi bara gert okkur nánari.“ Persónulega er ég bara fegin að það er núna bara hægt að sleppa þessari skrítnu áheyrnarprufu sem stefnumót eru og bara hægt að bjóða strax í heimsókn og uppáferð. Karl - 45 ára „Í fyrstu bylgju var ég á föstu, en allt gekk of hratt og kófið klessti okkur saman. Áður en ég vissi af vorum við farinn að búa. Þannig að núna í annarri bylgjunni er ég aftur orðinn piparsveinn. Tinder drepur tímann, líkt og Candy Crush og því er best að reyna að ná augnsambandi og nýta öll tækifæri sem gefast. Kona - 40 ára „Það að vera einhleyp í þriðju bylgjunni er svo sem ekkert öðruvísi en að vera einhleyp almennt held ég. Auðvitað eru ekki skemmtistaðir opnir en hvenær hittir maður mann drauma sinna mölvaður á Kaffibarnum? Ég held reyndar að það sé mögulega meiri virkni á stefnumótaforritunum núna en fyrir Covid. Covid gefur fólki þó ákveðinn icebraker. Endalaust hægt að starta einhverri umræðu útfrá því.„Hvernig er frelsissviptingin að fara með þig ?“
Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00 Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57 Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin? Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum. 20. nóvember 2020 09:02 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Hvernig ætli stefnumótalíf einhleypra Íslendinga sé á tímum COVID-19 og samkomubanns? Makamál heyrðu í nokkrum einhleypum einstaklingum og fengu að heyra hvað þau höfðu að segja um ástandið. 12. maí 2020 20:00
Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57
Spurning vikunnar: Heldur þú upp á sambands- eða brúðkaupsafmælin? Er hægt að fagna ástinni of oft? Það er misjafnt hversu rómantísk við erum og hversu mikla þörf við höfum til að halda upp á eða fagna dögum eins og brúðkaups- eða sambandsafmælum. 20. nóvember 2020 09:02