Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:32 Ráðherrar kynna viðspyrnuaðgerðir á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. Þá verður hægt að sækja um svokallaða viðspyrnustyrki innan skamms, fyrir alla rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli. Styrkirnir geta hæst orðið 2-2,5 milljónir króna og taka mið af rekstrarkostnaði árið 2019. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi síðdegis. Klippa: Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar 2,5 prósent viðbótarálag Í tilkynningu segir að sérstakt viðbótarálag verði greitt á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma eigi til móts við „þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum.“ Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og þær verða því 307.403 krónur, að því er segir í tilkynningu. Þá verður hlutabótaleið stjórnvalda framlengd til 31. maí 2021. Hækkaðar greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda verða einnig framlengdar út næsta ár þar sem 6% viðbótarálag reiknast ofan á grunnatvinnuleysisbætur vegna framfærslu hvers barns, í stað 4% áður. Auk þess verður atvinnuleitendum greidd desemberuppbót upp á rúmar 86 þúsund krónur. Þá voru kynntir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra tekjuskattsskyldra rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli og gildir um alla rekstraraðila óháð rekstrarformi – einnig einyrkja sem stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu. Fyrir rekstraraðila með tekjufall á bilinu 60-80%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 400 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2 milljónir króna Fyrir rekstraraðila með tekjufall upp á 80%-100%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 500 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2,5 milljónir króna Styrkfjárhæðir taka mið af rekstrarkostnaði en geta þó ekki orðið hærri en það tekjufall sem varð á tímabilinu sem er undir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundinum að hægt verði að sækja um viðspyrnustyrk fyrir tiltekinn mánuð og viðmiðunartímabil væri sami mánuður árið 2019. Umsóknir yrðu afgreiddar á um það bil einni viku. Bjarni boðaði jafnframt breytingar á lokunarstyrkjum en hámark á fjölda starfsmanna verður afnumið. Styrkirnir eru hugsaðir fyrir þá sem þurft hafa að loka frá 18. september 2020-31. maí 2021 og eru að hámarki 600 þúsund krónur á hvert stöðugildi. Hægt verði að sækja um lokunarstyrkina í lok næstu viku og umsóknir verði hægt að afgreiða á einni viku. 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári Þá verða skerðingarmörk í barnabótakerfinu hækkuð og er sögð munu skila einstæðum foreldrum með tvö börn, með 350 þúsund til 580 þúsund krónur í tekjur á mánuði, 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári. Fjölskylda með samanlagðar tekjur upp á 700 til 920 þúsund krónur á mánuði fái þannig 60 þúsund hærri barnabætur á næsta ári en ella vegna breytinganna. 50 þúsund króna eingreiðsla Auk þess verði greidd út 50 þúsund króna eingreiðsla til þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á lífeyri á árinu fyrir 18. desember, til viðbótar við desemberuppbót sem jafnframt kemur til greiðslu í desember. Í upphafi næsta árs verði svo dregið úr „innbyrðis skerðingum“ sem skila muni tekjulægstu örorkulífeyrisþegunum tæplega 8.000 króna viðbótarhækkun á mánuði umfram fyrirhugaða hækkun upp á 3,6% sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Heildarhækkun bóta almannatrygginga til tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna verði því tæpar 20 þúsund krónur um áramót. Þá verði ráðist í ýmsar mótvægisaðgerðir til að styrkja félagslega stöðu viðkvæmra hópa í heimsfaraldrinum og sett á laggirnar viðbragðsteymi um fjárhagsstöðu heimila með fulltrúum frá fjármálastofnunum, hagsmunasamtökum og umboðsmanni skuldara. Fréttin hefur verið uppfærð. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. Þá verður hægt að sækja um svokallaða viðspyrnustyrki innan skamms, fyrir alla rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli. Styrkirnir geta hæst orðið 2-2,5 milljónir króna og taka mið af rekstrarkostnaði árið 2019. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu um efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi síðdegis. Klippa: Upplýsingafundur ríkisstjórnarinnar 2,5 prósent viðbótarálag Í tilkynningu segir að sérstakt viðbótarálag verði greitt á grunnbætur atvinnuleysistrygginga á næsta ári sem koma eigi til móts við „þann stóra hóp sem á næstu mánuðum fellur út af tekjutengdum atvinnuleysisbótum.“ Álagið hljóðar uppá 2,5% og kemur til viðbótar þeirri 3,6% hækkun sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Með þessu nemur heildarhækkun grunnbóta 6,2% og þær verða því 307.403 krónur, að því er segir í tilkynningu. Þá verður hlutabótaleið stjórnvalda framlengd til 31. maí 2021. Hækkaðar greiðslur vegna framfærslu barna atvinnuleitenda verða einnig framlengdar út næsta ár þar sem 6% viðbótarálag reiknast ofan á grunnatvinnuleysisbætur vegna framfærslu hvers barns, í stað 4% áður. Auk þess verður atvinnuleitendum greidd desemberuppbót upp á rúmar 86 þúsund krónur. Þá voru kynntir svokallaðir viðspyrnustyrkir, sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki við að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir. Úrræðið tekur til allra tekjuskattsskyldra rekstraraðila sem verða fyrir a.m.k. 60 prósent tekjufalli og gildir um alla rekstraraðila óháð rekstrarformi – einnig einyrkja sem stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu. Fyrir rekstraraðila með tekjufall á bilinu 60-80%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 400 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2 milljónir króna Fyrir rekstraraðila með tekjufall upp á 80%-100%: Viðspyrnustyrkur getur orðið 500 þúsund kr. á hvert mánaðarlegt stöðugildi Getur hæst orðið 2,5 milljónir króna Styrkfjárhæðir taka mið af rekstrarkostnaði en geta þó ekki orðið hærri en það tekjufall sem varð á tímabilinu sem er undir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundinum að hægt verði að sækja um viðspyrnustyrk fyrir tiltekinn mánuð og viðmiðunartímabil væri sami mánuður árið 2019. Umsóknir yrðu afgreiddar á um það bil einni viku. Bjarni boðaði jafnframt breytingar á lokunarstyrkjum en hámark á fjölda starfsmanna verður afnumið. Styrkirnir eru hugsaðir fyrir þá sem þurft hafa að loka frá 18. september 2020-31. maí 2021 og eru að hámarki 600 þúsund krónur á hvert stöðugildi. Hægt verði að sækja um lokunarstyrkina í lok næstu viku og umsóknir verði hægt að afgreiða á einni viku. 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári Þá verða skerðingarmörk í barnabótakerfinu hækkuð og er sögð munu skila einstæðum foreldrum með tvö börn, með 350 þúsund til 580 þúsund krónur í tekjur á mánuði, 30 þúsund króna hækkun barnabóta á ári. Fjölskylda með samanlagðar tekjur upp á 700 til 920 þúsund krónur á mánuði fái þannig 60 þúsund hærri barnabætur á næsta ári en ella vegna breytinganna. 50 þúsund króna eingreiðsla Auk þess verði greidd út 50 þúsund króna eingreiðsla til þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem eiga rétt á lífeyri á árinu fyrir 18. desember, til viðbótar við desemberuppbót sem jafnframt kemur til greiðslu í desember. Í upphafi næsta árs verði svo dregið úr „innbyrðis skerðingum“ sem skila muni tekjulægstu örorkulífeyrisþegunum tæplega 8.000 króna viðbótarhækkun á mánuði umfram fyrirhugaða hækkun upp á 3,6% sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Heildarhækkun bóta almannatrygginga til tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna verði því tæpar 20 þúsund krónur um áramót. Þá verði ráðist í ýmsar mótvægisaðgerðir til að styrkja félagslega stöðu viðkvæmra hópa í heimsfaraldrinum og sett á laggirnar viðbragðsteymi um fjárhagsstöðu heimila með fulltrúum frá fjármálastofnunum, hagsmunasamtökum og umboðsmanni skuldara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira