Ráðherra segir koma til greina að setja lög á verkfall flugvirkja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 20:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir koma til greina að binda endi á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar með lögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það. Landhelgisgæslan hefur aðeins eina þyrlu til afnota eins og stendur og liggur fyrir að hún þurfi að fara í viðhald í næstu viku. Verði verkfallinu ekki lokið mun Gæslan ekki hafa neina þyrlu til afnota. „Þetta er öryggismál almennings, að Landhelgisgæslan geti sinnt sínu öryggishlutverki og ekki sjófarenda. Það öryggi má ekki tefla í tvísýnu,“ sagði Áslaug Arna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri grafalvarleg. Aðspurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Áslaug Arna sagði í dag að það kæmi til greina að lög verði sett til að binda endi á verkfallið. „Það er auðvitað ein af leiðunum sem hægt er að fara og ég mun auðvitað skoða alla möguleika en bind enn þá vonir við það að samningar náist,“ sagði Áslaug. Hún segist enn binda vonir við það að samningar náist, þó að svo virðist vera að hvorug hlið málsins ætli að haggast. „Það er verið að bjóða flugvirkjum sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið. Ég bind miklar vonir við það að það verði hægt að tryggja öryggi fólks og Landhelgisgæslan sinni því hlutverki. „ Ertu tilbúin að leggja fram þetta frumvarp? Er það í vinnslu hjá þér? „Ég mun skoða það mjög alvarlega ef þetta verður enn þá staðan í næstu viku þegar öryggi fólks verður teflt í tvísýnu með þessum verkföllum.“ Hún segir stöðuna ekki orðna þannig nú þegar. Enn sé þyrla Landhelgisgæslunni til taks. Hún þurfi hins vegar að vera til taks öllum stundum og því sé búið að fella niður allar æfingar og fleira svo hægt sé að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. „Ég tala reglulega við Landhelgisgæsluna og Georg þar á meðal og það er lang mikilvægast að Landhelgisgæslan geti sinnt þessum öryggis- og almannavörnum og við tölum reglulega saman og munum halda því áfram,“ sagði Áslaug Arna.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51 „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Sjá meira
Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. 19. nóvember 2020 18:51
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13