Gummi Tóta um vítið örlagaríka: „Virkilega erfitt augnablik“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:30 Guðmundur Þórarinsson ætlar sér stærri hluti á næsta keppnistímabili. Getty/Tim Bouwer „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka,“ segir Guðmundur Þórarinsson, söngvari og leikmaður New York City í bandarísku MLS-deildinni. Fyrsta tímabili Guðmundar í deildinni lauk með grátlegum hætti en hann bar sig þó vel í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Guðmundur tók sjöundu vítaspyrnu New York City í leik gegn Orlando City í úrslitakeppninni um helgina, en hún var varin. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því mikið gekk á í vítaspyrnukeppninni, eins og sjá má hér að neðan. Pedro Gallese, markmaður Orlando, fékk nefnilega sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann virtist hafa tryggt liðinu 4-3 sigur. Ekki má gera skiptingu í miðri vítaspyrnukeppni og því fór útileikmaðurinn Rodrigo Schlegel í markið, og hann náði að verja spyrnu Guðmundar. Klippa: Vítakeppni New York City og Orlando City „Þetta er auðvitað bara gríðarlega svekkjandi, bæði tímabilið sem heild og að enda þetta svona; taka síðasta vítið og klúðra því. Þetta súmmerar svolítið upp árið,“ segir Guðmundur. Hann var þó ekki sá eini sem ekki nýtti sitt víti því það sama átti við um Maxi Moralez, liðsfélaga hans, og Portúgalann Nani í liði Orlando. „Svo hljóp hann þangað, blessaður“ „Oftast þegar maður tekur víti er maður búinn að sjá fyrir sér stað þar sem maður ætlar að setja boltann, og minn staður var uppi í hægra horninu. Svo hljóp hann þangað, blessaður. Þetta var virkilega erfitt augnablik, en þetta er partur af ferðalaginu. Þetta gerir mann andskoti sterkan, maður verður að hugsa það þannig,“ Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson lék við góðan orðstír á Norðurlöndunum en ákvað að færa sig um set til Bandaríkjanna síðasta vetur.Vísir/Friðrik Þór Þessi 28 ára gamli Selfyssingur kom til New York í byrjun árs eftir gott gengi með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann var fastamaður í byrjunarliðinu. Hjá New York City er hann í nýju hlutverki sem vinstri bakvörður en byrjaði aðeins sjö leiki á tímabilinu og kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Meistaradeildin og svo tvíefldur til leiks á næsta tímabili „Þetta tímabil hefur verið erfitt aðlögunarferli fyrir mig og svekkjandi í heild sinni, en það er bara „áfram, gakk“. Þetta er bara fótbolti og það koma alltaf tímabil sem eru upp og niður. Þetta er klárlega eitt af því erfiðara sem að ég hef staðið í fótboltalega, og svo vitum við auðvitað öll hvernig ástandið er í heiminum. Það bætti því aðeins gráu ofan á svart hvernig þetta hefur verið. En þá gildir bara að halda áfram að æfa á fullu og gera sig kláran fyrir Meistaradeild Norður-Ameríku, sem er eftir hjá okkur. Og mæta svo tvíefldur til baka fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur. New York City er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og á þar í höggi við UANL frá Mexíkó, sem er 1-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast að nýju í Orlando 16. desember. Guðmundur segir að þrátt fyrir að hann vilji auðvitað spila meira, og þó að kórónuveirufaraldurinn hafi gert lífið utan vallar erfitt, þá sé hann ánægður með hlutina hjá New York City: „Mér líður vel. Það er rosalega vel hugsað um mann hérna og umgjörðin er rosalega flott. En aðlögunarferlið hefur verið erfitt. Ég er að spila nýja stöðu, sem ég hef aldrei spilað áður, og hef fengið takmarkaðan spiltíma. En svo er þetta bara ferðalagið í lífinu, hvað sem maður er að gera, að halda í þessa trú sem maður hefur á sjálfum sér. Það hefur verið extra mikilvægt í ár. Að týna ekki eigin sjálfstrausti. Auðvitað er fullt af hlutum sem gætu verið betri fyrir mig persónulega en það er bara áskorun að takast á við það og partur af þessu þroskaferli, að verða betri leikmaður og manneskja, og það er keppni sem ég er til í. En ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka.“ Klippa: Gummi Tóta um fyrsta tímabilið í New York og grátlegan endi MLS Fótbolti Tengdar fréttir Gummi Tóta brenndi af víti þegar New York City féll úr leik Guðmundur Þórarinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, New York City, mætti Orlando City í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. nóvember 2020 20:58 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
„Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka,“ segir Guðmundur Þórarinsson, söngvari og leikmaður New York City í bandarísku MLS-deildinni. Fyrsta tímabili Guðmundar í deildinni lauk með grátlegum hætti en hann bar sig þó vel í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Guðmundur tók sjöundu vítaspyrnu New York City í leik gegn Orlando City í úrslitakeppninni um helgina, en hún var varin. Þar með er reyndar ekki öll sagan sögð því mikið gekk á í vítaspyrnukeppninni, eins og sjá má hér að neðan. Pedro Gallese, markmaður Orlando, fékk nefnilega sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar hann virtist hafa tryggt liðinu 4-3 sigur. Ekki má gera skiptingu í miðri vítaspyrnukeppni og því fór útileikmaðurinn Rodrigo Schlegel í markið, og hann náði að verja spyrnu Guðmundar. Klippa: Vítakeppni New York City og Orlando City „Þetta er auðvitað bara gríðarlega svekkjandi, bæði tímabilið sem heild og að enda þetta svona; taka síðasta vítið og klúðra því. Þetta súmmerar svolítið upp árið,“ segir Guðmundur. Hann var þó ekki sá eini sem ekki nýtti sitt víti því það sama átti við um Maxi Moralez, liðsfélaga hans, og Portúgalann Nani í liði Orlando. „Svo hljóp hann þangað, blessaður“ „Oftast þegar maður tekur víti er maður búinn að sjá fyrir sér stað þar sem maður ætlar að setja boltann, og minn staður var uppi í hægra horninu. Svo hljóp hann þangað, blessaður. Þetta var virkilega erfitt augnablik, en þetta er partur af ferðalaginu. Þetta gerir mann andskoti sterkan, maður verður að hugsa það þannig,“ Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson lék við góðan orðstír á Norðurlöndunum en ákvað að færa sig um set til Bandaríkjanna síðasta vetur.Vísir/Friðrik Þór Þessi 28 ára gamli Selfyssingur kom til New York í byrjun árs eftir gott gengi með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, þar sem hann var fastamaður í byrjunarliðinu. Hjá New York City er hann í nýju hlutverki sem vinstri bakvörður en byrjaði aðeins sjö leiki á tímabilinu og kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Meistaradeildin og svo tvíefldur til leiks á næsta tímabili „Þetta tímabil hefur verið erfitt aðlögunarferli fyrir mig og svekkjandi í heild sinni, en það er bara „áfram, gakk“. Þetta er bara fótbolti og það koma alltaf tímabil sem eru upp og niður. Þetta er klárlega eitt af því erfiðara sem að ég hef staðið í fótboltalega, og svo vitum við auðvitað öll hvernig ástandið er í heiminum. Það bætti því aðeins gráu ofan á svart hvernig þetta hefur verið. En þá gildir bara að halda áfram að æfa á fullu og gera sig kláran fyrir Meistaradeild Norður-Ameríku, sem er eftir hjá okkur. Og mæta svo tvíefldur til baka fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur. New York City er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og á þar í höggi við UANL frá Mexíkó, sem er 1-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast að nýju í Orlando 16. desember. Guðmundur segir að þrátt fyrir að hann vilji auðvitað spila meira, og þó að kórónuveirufaraldurinn hafi gert lífið utan vallar erfitt, þá sé hann ánægður með hlutina hjá New York City: „Mér líður vel. Það er rosalega vel hugsað um mann hérna og umgjörðin er rosalega flott. En aðlögunarferlið hefur verið erfitt. Ég er að spila nýja stöðu, sem ég hef aldrei spilað áður, og hef fengið takmarkaðan spiltíma. En svo er þetta bara ferðalagið í lífinu, hvað sem maður er að gera, að halda í þessa trú sem maður hefur á sjálfum sér. Það hefur verið extra mikilvægt í ár. Að týna ekki eigin sjálfstrausti. Auðvitað er fullt af hlutum sem gætu verið betri fyrir mig persónulega en það er bara áskorun að takast á við það og partur af þessu þroskaferli, að verða betri leikmaður og manneskja, og það er keppni sem ég er til í. En ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta hefur verið mjög erfitt ár, á vellinum og auðvitað utan vallar líka.“ Klippa: Gummi Tóta um fyrsta tímabilið í New York og grátlegan endi
MLS Fótbolti Tengdar fréttir Gummi Tóta brenndi af víti þegar New York City féll úr leik Guðmundur Þórarinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, New York City, mætti Orlando City í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. nóvember 2020 20:58 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Gummi Tóta brenndi af víti þegar New York City féll úr leik Guðmundur Þórarinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, New York City, mætti Orlando City í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 21. nóvember 2020 20:58