Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2020 08:55 Jón Eiríksson var gjarnan kallaður Drangeyjarjarl enda tíður gestur í eynni. Siv Friðleifsdóttir Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Jón Eiríksson Drangeyjarjarl er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki í fyrrinótt. Það er Morgunblaðið sem greinir frá andláti Jóns. Jón fluttist ungur að árum á Reykjaströnd í Skagafirði og bjó lengst af að Fagranesi. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni en sneri að því loknu aftur á heimaslóðirnar. Á Fagranesi rak Jón lengi blandað bú og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum í sveitinni. Hann fór snemma að sækja í Drangey þar sem hann seig í björg eftir eggjum og veiddi fugla. Hann hóf skipulagðar ferðir út í eyna árið 1990 og kom upp nýrri bryggju og lendingaraðstöðu. Ný höfn var svo útbúin um 2008 líkt og sjá má í frétt Stöðvar 2 frá árinu 2008 þar sem rætt er við Jón. Jón var tvíkvæntur, en fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir, fædd 1940 og eignuðust þau fimm börn - Eirík, Sigurjón, Viggó, Sigmund og Öldu. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir (1944-1997). Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn. Siglt út í Drangey.Siv Friðleifsdóttir Að neðan má sjá tilkynningu frá aðstandendum Jóns: Jón Sigurður Eiríksson, Drangeyjarjarl, fæddist á Grófargili á Langholti í Skagafirði 8. janúar 1929. Foreldrar hans voru Eiríkur Sigmundsson og Birna Jónsdóttir. Þau bjuggu fyrst á Grófargili og síðar á Reykjaströnd, á Reykjum og síðan í Hólakoti og á Fagranesi. Jón var bóndi á Fagranesi frá 1949 og stundaði hefðbundinn búskap ásamt samt því að gera út á grásleppu og veiðar á þorski. Jón byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum á Reykjaströnd og hóf Drangeyjarferðir þar sem hann fræddi margar kynslóðir um Grettir sterka og sögu eyjarinnar. Hann stundaði jafnframt fuglaveiðar við Drangey og var sigmaður þar í rúm 50 ár. Einn af fáum sem kleif Kerlinguna sem er 52m hár drangur við Drangey. Jón átti auðvelt með að hrífa fólk með nærveru sinni og frásagnarhæfileikar hans voru einstakir, þar með varð öllum þeim sem fóru með honum til Drangeyjar þær ferðir ógleymanlegar. Jón hefur náð að áorka gífurlega miklu um ævina. Hann steypti upp bryggju í Drangey, byggði upp Grettislaug og síðar Jarlslaug.Einnig sá hann um gerð varnargarðs til verndar landminja á Reykjum fyrir sjóágangi. Jón var útsjónarsamur og gerði hvað hann gat til að nýta það sem hann hafði til fullnustu. Það sýndi sig best í því þegar hann kom upp rafstöð bæði á Fagranesi árið 1958 og á Reykjum árið 2007. Jón var stórhuga enda voru jákvæðni og drifkrafturinn allsráðandi í hans hugarfari. Framlag hans til menningar-, ferða- og félagsmála voru mikils metin í samfélaginu. Jón var mikill hagyrðingur og liggja margar góðar vísur eftir hann. Jón hafði oft orðatiltækið; Það eru til ráð við öllu nema ráðaleysinu. Jón eignaðist 10 börn og eru þau öll uppkomin. Drangeyjarjarlinn með gesti úti í eynni.Siv Friðleifsdóttir
Andlát Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira