Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 14:50 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, segir útlit fyrir að efnahagur sambandsríkisins muni minnka um 11,3 prósent á þessu ári. Efnahagssamdráttur hefur ekki verið svo mikill í Bretlandi í minnst 300 ár og er ekki búist við að hagkerfið nái aftur sömu stærð fyrr en árið 2022. „Efnahagslegt neyðarástand okkar er bara rétt að hefjast,“ sagði Sunak á þingi í dag. Hann sagði einnig að ríkið hefði auki skuldir sínar verulega að undanförnu. Bara á þessu ári væri um að ræða um 19 prósent af vergri landsframleiðslu og það sagði Sunak nauðsynlegt til að styðja við hagkerfið. Annars yrði bataferlið mun lengra og erfiðara. Um 2025-26 er áætlað að skuldir ríkisins muni samsvara um 97,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bretlands, samkvæmt frétt Sky News. Þá er búist við því að atvinnuleysi munni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi næsta árs og þá verði það um 7,5 prósent. Það þýðir að 2,6 milljónir manna verða atvinnulausir. "Even with growth returning, our output is not expected to return to pre-crisis levels until the fourth quarter of 2022."@RishiSunak says the OBR forecast the economy will contract this year by 11.3% - the largest fall in output for more than 300 years.https://t.co/3OmqktNC5h pic.twitter.com/JSEEpDJo4D— Sky News (@SkyNews) November 25, 2020 Spár þessar eru þó skárri en spár frá því í sumar. Sunak sagði að þegar væri ríkið búið að verja um 280 milljörðum punda til að halda hagkerfinu gangandi og til stæði að verja um 55 milljörðum á næsta ári. Það fjármagn mun að miklu leiti snúa að verkefnum sem ætlað er að hjálpa atvinnulausum að finna vinnu, samkvæmt frétt BBC. Ráðherrann sagði að búið væri að frysta launahækkanir opinberra starfsmanna, nema hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann gaf einnig til kynna að skattahækkanir eða frekari niðurskurður kæmi til greina þegar hann sagði að forsvarsmenn ríkisins bæru þá ábyrgð að snú aftur til ábyrgs ríkisreksturs, þegar hagkerfið jafni sig.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira