Tafarlausar umbætur í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2020 12:01 Átak til að reisa hjúkrunarheimili Viðvarandi skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Á þessum vanda þarf að taka með ábyrgð og festu. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Heilbrigðiskerfið ber af því þungan kostnað að aldraðir dveljist lengur en þörf er á á sjúkrahúsum. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann viðvarandi skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Afstaða ríkisvaldsins í samningum um gæðaviðmið í þjónustu fer ekki saman við þær greiðslur sem ríkið er tilbúið til að greiða til rekstraraðila hjúkrunarheimila. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Þjónustan er í uppnámi af þessum sökum. Mörg sveitarfélög hafa þegar sagt upp þjónustusamningum við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs þeirra á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Rannsóknir sýna umtalsvert hærra hlutfall þeirra sem létust á íslenskum hjúkrunarheimilum innan eins og tveggja ára borið saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Fyrr á árinu var hleypt af stokkunum vinnu við að endurmeta útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að vera reist á þarfagreiningu og miðast við þarfir íbúa. Ríkisstjórnin stendur sig ekki Flest hjúkrunarheimili eiga aðild að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þau benda á í umsögn til Alþingis að undanfarin misseri hafi mörg sveitarfélög sem koma að rekstri þessara þjónustu stigið fram og lýst því yfir að fjárveiting hjúkrunarheimila standi ekki undir rekstri þeirra og óskað eftir því að ríkið taki reksturinn yfir. Þrátt fyrir þessa rekstrarstöðu og þrátt fyrir umtalsverða fjármuni sem lagðir hafa verið í styrkingu heilbrigðiskerfisins almennt, þá segja samtökin að enn hafi ekki verið staðið við þá yfirlýsingu stjórnarsáttmálans að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimilanna, meira að segja ekki í þessum síðustu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Samtökin segja að stigið hafi verið jákvætt skref með stofnun stýrihóps um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila sumarið 2020. En það að setja á fót nefnd, segja samtökin, uppfyllir ekki þau fyrirheit sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og leysir ekki þann fjárhagsvanda sem hjúkrunarheimilin eru í. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst varðandi hjúkrunarrýmin. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sama aðbúnað í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Átak til að reisa hjúkrunarheimili Viðvarandi skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Á þessum vanda þarf að taka með ábyrgð og festu. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Heilbrigðiskerfið ber af því þungan kostnað að aldraðir dveljist lengur en þörf er á á sjúkrahúsum. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann viðvarandi skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Afstaða ríkisvaldsins í samningum um gæðaviðmið í þjónustu fer ekki saman við þær greiðslur sem ríkið er tilbúið til að greiða til rekstraraðila hjúkrunarheimila. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Þjónustan er í uppnámi af þessum sökum. Mörg sveitarfélög hafa þegar sagt upp þjónustusamningum við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs þeirra á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Rannsóknir sýna umtalsvert hærra hlutfall þeirra sem létust á íslenskum hjúkrunarheimilum innan eins og tveggja ára borið saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Fyrr á árinu var hleypt af stokkunum vinnu við að endurmeta útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að vera reist á þarfagreiningu og miðast við þarfir íbúa. Ríkisstjórnin stendur sig ekki Flest hjúkrunarheimili eiga aðild að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þau benda á í umsögn til Alþingis að undanfarin misseri hafi mörg sveitarfélög sem koma að rekstri þessara þjónustu stigið fram og lýst því yfir að fjárveiting hjúkrunarheimila standi ekki undir rekstri þeirra og óskað eftir því að ríkið taki reksturinn yfir. Þrátt fyrir þessa rekstrarstöðu og þrátt fyrir umtalsverða fjármuni sem lagðir hafa verið í styrkingu heilbrigðiskerfisins almennt, þá segja samtökin að enn hafi ekki verið staðið við þá yfirlýsingu stjórnarsáttmálans að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimilanna, meira að segja ekki í þessum síðustu fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Samtökin segja að stigið hafi verið jákvætt skref með stofnun stýrihóps um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila sumarið 2020. En það að setja á fót nefnd, segja samtökin, uppfyllir ekki þau fyrirheit sem er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og leysir ekki þann fjárhagsvanda sem hjúkrunarheimilin eru í. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst varðandi hjúkrunarrýmin. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sama aðbúnað í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun