Komdu með uppá hólinn Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 07:30 Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann. En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér? Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina. Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott. Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Elsku Vatnshóll, nú á að fara að þrengja að þér. Þú hefur gefið mér svo mikið í gegnum árin. Hér renndi ég mér á ofsahraða af efstu brún, niður hólinn og yfir allt túnið fyrir neðan. Stóru strákarnir voru á stýrissleðum og bjuggu til stökkpall. Ég safnaði í mig kjarki til að renna mér beint fram af brúninni. Í dag, veturinn 2020 á þessum krefjandi tímum samkomutakmarkana, upplifði elsta dóttir mín það sama og naut þess að renna sér aftur og aftur og aftur. Mikið sem við erum heppin með hólinn og svæðið umhverfis hann. En hér stendur til að reisa blokkir og taka frá okkur þessa dýrmætu perlu. Hverjum datt það í hug? Hraðasta og besta óskipulagða skíðabrekka Reykjavíkurborgar verður tekin frá okkur. Grafan gæti komið á morgun eða hinn. Hvað fær dóttir mín marga daga í viðbót til að njóta sín hér? Elsku samborgarar, ég hvet ykkur til að rölta upp á hólinn og upplifa þessa einstöku náttúruperlu í síðasta sinn. Tíminn er að renna út. Að rölta um svæðið og upp á hólinn gefur þeim sem þess leitar innri frið og hugarró. Hvort heldur sem er í köldu vetrarloftinu eða á blíðum sumardegi. Að komast úr þéttri byggðinni og sjá fjöllin, sjóinn og umhverfið allt í kring er ómetanlegt. Að finna barnið í sjálfum sér, HLAUPA? SYNGJA? DANSA? HORFA? ANDA. Ein/einn upp á hól og öðlast innri frið og ró. Með börnunum, fara í kapp, fara í leik og endurupplifa barnslegu gleðina. Borgarstjórnin heldur fyrir eyrun og neitar að hlusta á íbúa hverfisins. Takk fyrir mig Dagur, þetta er komið gott. Höfundur er móðir.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar