Brúum réttlætisgjána og upprætum kynbundið ofbeldi Eva Huld Ívarsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:00 Þessa dagana taka mannréttindasamtök um allan heim þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er rótgróið í samfélagi okkar og þrífst á tímum heimsfaraldursins COVID-19. Af tilkynningum að dæma virðist mynstur ofbeldisins þó hafa breyst, heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum hefur aukist en kynferðisbrotum virðist hafa fækkað. Í maí á þessu ári höfðu borist um 11% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu en á sama tímabili árin áður og í ágúst höfðu 20% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi gagnvart börnum borist til Barnaverndar Reykjavíkur. Tilkynningum um kynferðisbrot hefur þó fækkað. Í ágúst höfðu 80 kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við í kringum 170 á sama tíma síðustu þrjú ár. Kynferðis- og heimilisofbeldi þrífst að baki luktum dyrum og var lengi falið með rúmri túlkun á vernd friðhelgi einkalífs og heimilis, en hefur verið dregið fram í dagsbirtuna og þolendur þess njóta nú verndar hins opinbera. Sem samfélag ber okkur að leita allra leiða til að stöðva og uppræta ofbeldið. Í þeim aðgerðum er íslenskt réttarvörslukerfi í lykilstöðu. Þrátt fyrir að þekkingu okkar á umfangi og alvarleika brotanna hafi fleygt fram er enn langt í land að tilkynningar um allt kynbundið ofbeldi sem á sér stað berist til lögreglu og þaðan af síður að það sé til umfjöllunar dómstóla. Þegar litið er sérstaklega til meðferðar á nauðgunarmálum er ljóst að fá kærð nauðgunarmál koma fyrir dómstóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á einkennum og meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins var sakfellt í 23 málum af þeim 189 málum sem kærð voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009 eða í 12% tilvika. Þessu vandamáli hefur verið lýst sem „réttlætisgjá“ en hugtakið vísar til þess breiða bils sem er til staðar á annars vegar vitneskju okkar um gríðarlegan fjölda kynferðisbrota sem framin eru og hins vegar þeirra fáu mála sem rata til dómstóla.Tilurð þessarar gjáar er meðal annars djúpstæðar og oft ómeðvitaðar hugmyndir okkar um kynin og háttsemi þeirra, svonefndar nauðgunarmýtur. Nauðgunarmýtur hafa þau áhrif að brotaþolar tilkynna síður nauðgunarbrot og þær hafa einnig áhrif á meðferð málanna innan dómskerfisins. Þessar mýtur birtast meðal annars í lífsseigum hugmyndum líkt og þeim að konur sem er nauðgað tilkynni verknaðinn strax til lögreglu og að þær ljúgi til um brotin í hefndarskyni á meðan staðreyndin er sú að konur kæra nauðgunarbrot til þess að stöðva ofbeldið. Auk þess er eitt lykilatriði þessa hugmyndakerfis það að karlar sem nauðga séu á einhvern hátt öðruvísi en aðrir karlmenn sem nauðga ekki. Árið 2015 kom út rannsókn um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Rannsóknin var unnin að beiðni innanríkisráðuneytisins og þar kom meðal annars fram að gerendur nauðgunarafbrota eru, ólíkt því sem birtist í nauðgunarmýtunni, venjulegir karlmenn. Þar kom einnig fram að dómarar á Íslandi hafa ekki fengið sérstaka þjálfun í að tryggja að sönnunarmat þeirra sé óháð félagslegri stöðu, aldri, kyni og framkomu brotaþola og sakbornings. Viðmælendur í rannsókninni voru almennt sammála um að persóna dómarans og mannleg reynsla skipti máli þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Jafnframt voru þeir sammála um mikilvægi þess að reynsluheimur beggja kynja endurspeglaðist í fjölskipuðum dómum í kynferðisbrotamálum. Það er því sláandi að lengi vel var reynsluheimur kvenna ekki endurspeglaður í Hæstarétti Íslands. Frá því að Hæstiréttur Íslands tók til starfa 1920 og til ársins 2019 höfðu einungis fjórar konur setið í dómnum en 47 karlar. Það voru því gleðifréttir þegar dómsmálaráðherra skipaði Ásu Ólafsdóttur og Björgu Thorarensen sem dómara við Hæstarétt í nóvember á þessu ári, en í réttinum sat fyrir Ingveldur Einarsdóttir sem skipuð var í upphafi þessa árs. Nú sitja því í Hæstarétti þrjár konur og fjórir karlar og hefur hlutfall kvenna aldrei verið hærra. Við þurfum fleiri konur á öðrum vígstöðum réttarkerfisins. Til að mynda er enn mikill kynjahalli innan lögreglunnar. Íársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2019 kemur fram að aðeins 8 konur gegndu á árinu starfi lögreglumanns en 100 karlar og hlutfall starfandi lögreglukvenna hjá embætti Ríkislögreglustjóra var því 7,4%. Töluvert betur hefur gengið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að fjölga konum því í ársskýrslu þeirra 2019 kom fram að á árinu fór hlutfall starfandi lögreglukvenna hjá embættinu í 30,5%, 97 konur og 221 karl, en árið 2013 var hlutfall starfandi lögreglukvenna þareinungis 16%. Árangur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sýnt að hægt sé að vinna hratt og örugglega að því að fjölga konum innan lögreglunnar ef vilji er fyrir hendi. Kvenréttindafélag Íslands hefur í rúmlega öld barist fyrir rétti kvenna að störfum og embættum til fulls. Auk þess hefur félagið beitt sér fyrir fjölgun kvenna í stjórnmálum, opinberum embættum og í dómskerfinu. Kynjajafnrétti mun aðeins nást þegar konur taka jafnan þátt í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Það er ekki nóg að setja framsækin lög til að tryggja jafnrétti og uppræta kynbundið ofbeldi, við verðum einnig að tryggja að fólkið sem hefur þann starfa að framfylgja lögunum og dæma eftir þeim endurspegli fjölbreytileika samfélagsins og hafi hlotið nauðsynlega menntun í að taka á kynbundnum ofbeldisbrotum. Það er samfélagsleg nauðsyn að fjölga konum hratt innan lögreglunnar á landsvísu og tryggja að kynjahlutföll í Hæstarétti falli aldrei aftur í fyrra horf. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana taka mannréttindasamtök um allan heim þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er rótgróið í samfélagi okkar og þrífst á tímum heimsfaraldursins COVID-19. Af tilkynningum að dæma virðist mynstur ofbeldisins þó hafa breyst, heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum hefur aukist en kynferðisbrotum virðist hafa fækkað. Í maí á þessu ári höfðu borist um 11% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu en á sama tímabili árin áður og í ágúst höfðu 20% fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi gagnvart börnum borist til Barnaverndar Reykjavíkur. Tilkynningum um kynferðisbrot hefur þó fækkað. Í ágúst höfðu 80 kynferðisbrot hafa verið tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við í kringum 170 á sama tíma síðustu þrjú ár. Kynferðis- og heimilisofbeldi þrífst að baki luktum dyrum og var lengi falið með rúmri túlkun á vernd friðhelgi einkalífs og heimilis, en hefur verið dregið fram í dagsbirtuna og þolendur þess njóta nú verndar hins opinbera. Sem samfélag ber okkur að leita allra leiða til að stöðva og uppræta ofbeldið. Í þeim aðgerðum er íslenskt réttarvörslukerfi í lykilstöðu. Þrátt fyrir að þekkingu okkar á umfangi og alvarleika brotanna hafi fleygt fram er enn langt í land að tilkynningar um allt kynbundið ofbeldi sem á sér stað berist til lögreglu og þaðan af síður að það sé til umfjöllunar dómstóla. Þegar litið er sérstaklega til meðferðar á nauðgunarmálum er ljóst að fá kærð nauðgunarmál koma fyrir dómstóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á einkennum og meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins var sakfellt í 23 málum af þeim 189 málum sem kærð voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009 eða í 12% tilvika. Þessu vandamáli hefur verið lýst sem „réttlætisgjá“ en hugtakið vísar til þess breiða bils sem er til staðar á annars vegar vitneskju okkar um gríðarlegan fjölda kynferðisbrota sem framin eru og hins vegar þeirra fáu mála sem rata til dómstóla.Tilurð þessarar gjáar er meðal annars djúpstæðar og oft ómeðvitaðar hugmyndir okkar um kynin og háttsemi þeirra, svonefndar nauðgunarmýtur. Nauðgunarmýtur hafa þau áhrif að brotaþolar tilkynna síður nauðgunarbrot og þær hafa einnig áhrif á meðferð málanna innan dómskerfisins. Þessar mýtur birtast meðal annars í lífsseigum hugmyndum líkt og þeim að konur sem er nauðgað tilkynni verknaðinn strax til lögreglu og að þær ljúgi til um brotin í hefndarskyni á meðan staðreyndin er sú að konur kæra nauðgunarbrot til þess að stöðva ofbeldið. Auk þess er eitt lykilatriði þessa hugmyndakerfis það að karlar sem nauðga séu á einhvern hátt öðruvísi en aðrir karlmenn sem nauðga ekki. Árið 2015 kom út rannsókn um viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Rannsóknin var unnin að beiðni innanríkisráðuneytisins og þar kom meðal annars fram að gerendur nauðgunarafbrota eru, ólíkt því sem birtist í nauðgunarmýtunni, venjulegir karlmenn. Þar kom einnig fram að dómarar á Íslandi hafa ekki fengið sérstaka þjálfun í að tryggja að sönnunarmat þeirra sé óháð félagslegri stöðu, aldri, kyni og framkomu brotaþola og sakbornings. Viðmælendur í rannsókninni voru almennt sammála um að persóna dómarans og mannleg reynsla skipti máli þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Jafnframt voru þeir sammála um mikilvægi þess að reynsluheimur beggja kynja endurspeglaðist í fjölskipuðum dómum í kynferðisbrotamálum. Það er því sláandi að lengi vel var reynsluheimur kvenna ekki endurspeglaður í Hæstarétti Íslands. Frá því að Hæstiréttur Íslands tók til starfa 1920 og til ársins 2019 höfðu einungis fjórar konur setið í dómnum en 47 karlar. Það voru því gleðifréttir þegar dómsmálaráðherra skipaði Ásu Ólafsdóttur og Björgu Thorarensen sem dómara við Hæstarétt í nóvember á þessu ári, en í réttinum sat fyrir Ingveldur Einarsdóttir sem skipuð var í upphafi þessa árs. Nú sitja því í Hæstarétti þrjár konur og fjórir karlar og hefur hlutfall kvenna aldrei verið hærra. Við þurfum fleiri konur á öðrum vígstöðum réttarkerfisins. Til að mynda er enn mikill kynjahalli innan lögreglunnar. Íársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2019 kemur fram að aðeins 8 konur gegndu á árinu starfi lögreglumanns en 100 karlar og hlutfall starfandi lögreglukvenna hjá embætti Ríkislögreglustjóra var því 7,4%. Töluvert betur hefur gengið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að fjölga konum því í ársskýrslu þeirra 2019 kom fram að á árinu fór hlutfall starfandi lögreglukvenna hjá embættinu í 30,5%, 97 konur og 221 karl, en árið 2013 var hlutfall starfandi lögreglukvenna þareinungis 16%. Árangur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sýnt að hægt sé að vinna hratt og örugglega að því að fjölga konum innan lögreglunnar ef vilji er fyrir hendi. Kvenréttindafélag Íslands hefur í rúmlega öld barist fyrir rétti kvenna að störfum og embættum til fulls. Auk þess hefur félagið beitt sér fyrir fjölgun kvenna í stjórnmálum, opinberum embættum og í dómskerfinu. Kynjajafnrétti mun aðeins nást þegar konur taka jafnan þátt í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Það er ekki nóg að setja framsækin lög til að tryggja jafnrétti og uppræta kynbundið ofbeldi, við verðum einnig að tryggja að fólkið sem hefur þann starfa að framfylgja lögunum og dæma eftir þeim endurspegli fjölbreytileika samfélagsins og hafi hlotið nauðsynlega menntun í að taka á kynbundnum ofbeldisbrotum. Það er samfélagsleg nauðsyn að fjölga konum hratt innan lögreglunnar á landsvísu og tryggja að kynjahlutföll í Hæstarétti falli aldrei aftur í fyrra horf. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun