Spilafíkn er alvarlegur vandi meðal fólks með þroskahömlun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2020 20:31 Fólk með þroskahömlun eyðir oft síðustu krónunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Andlega ástandið sem fylgir spilafíkn hefur þó mestu og verstu áhrifin. vísir/vilhelm Allmargir úr hópi fólks með þroskahömlun eiga við spilafíkn að stríða og eyða oft síðustu aurunum af örorkulífeyrinum í spilakassa. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir skorta fræðslu og sérhæfða fíknimeðferð fyrir hópinn. Í Kompás er fjallað um spilafíkn og þar segir Þorvarður Karl Þorvarðarson sína sögu. Hann býr í íbúðarkjarna og fer gjarnan með sambýlingi sínum í spilasal í Hamraborginni. Í þættinum lýsir hann hvernig þeir félagarnir breytast í uppvakninga í spilasalnum. „Við heyrum ekkert, sjáum ekkert,“ segir hann. Friðrik Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, segir allmarga skjólstæðinga samtakanna glíma við spilafíkn og að hún sé þeim mjög erfið. „Menn þurfa ekki að tapa mjög miklu af örorkulífeyrinum sínum til að það sé orðið mjög sárt. Svo er það annað að það virðist ekki vera til nein hjálp eða aðstoð sem er sérstaklega sniðin að þessum hópi.“ Friðrik segir skorta fræðslu og meðferð við spilafíkn fyrir fólk með þroskahömlun.vísir/egill Þorvarður lýsir því í þættinum að sárast þykir honum að hafa logið og stolið af sínum nánustu. Friðrik kannast við slík dæmi. „Ég þekki líka dæmi um að menn selja eigur sínar til að ná sér í lausafé til að halda áfram að reyna að vinna þanna stóra.“ Örvæntingin eftir spilapeningum geti þannig leitt fólk á mjög vondar brautir. Fyrr á árinu fjallaði Kompás um konur með þroskahömlun sem hafa leiðst út í vændi. Sú sem sagði sögu sína í þættinum leiddist út í vændi til að fjármagna spilafíkn sína. Friðrik segir fíknina geta byrjað vegna einmanaleika, fólk leiti í spilasalina sem sé ekki með gott félagslegt bakland. Ljósin heilli og vonin um að hitta fólk sé sterk. Þorvarður segir sögu sína í Kompás. Hann hefur glímt við spilafíkn frá tíu ára aldri.vísir/vilhelm Margir sem eru með þroskahömlun eru með fjárhaldsmann sem skammtar þeim vikupening með þeirra samráði. Þannig sé reynt að koma í veg fyrir að öll mánaðarhýran klárist á fyrsta degi mánaðar. Það sé ágæt vörn. „Svo þarf bara að fræða fólk um að það fari enginn þarna inn til að græða. Það liggur alveg í augum uppi að þessir staðir eru ekki fjárhagsaðstoð við fátæka öryrkja. Þeir eru til að ná af þeim peningunum,“ segir Friðrik. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Í Kompás er fjallað um spilafíkn og þar segir Þorvarður Karl Þorvarðarson sína sögu. Hann býr í íbúðarkjarna og fer gjarnan með sambýlingi sínum í spilasal í Hamraborginni. Í þættinum lýsir hann hvernig þeir félagarnir breytast í uppvakninga í spilasalnum. „Við heyrum ekkert, sjáum ekkert,“ segir hann. Friðrik Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, segir allmarga skjólstæðinga samtakanna glíma við spilafíkn og að hún sé þeim mjög erfið. „Menn þurfa ekki að tapa mjög miklu af örorkulífeyrinum sínum til að það sé orðið mjög sárt. Svo er það annað að það virðist ekki vera til nein hjálp eða aðstoð sem er sérstaklega sniðin að þessum hópi.“ Friðrik segir skorta fræðslu og meðferð við spilafíkn fyrir fólk með þroskahömlun.vísir/egill Þorvarður lýsir því í þættinum að sárast þykir honum að hafa logið og stolið af sínum nánustu. Friðrik kannast við slík dæmi. „Ég þekki líka dæmi um að menn selja eigur sínar til að ná sér í lausafé til að halda áfram að reyna að vinna þanna stóra.“ Örvæntingin eftir spilapeningum geti þannig leitt fólk á mjög vondar brautir. Fyrr á árinu fjallaði Kompás um konur með þroskahömlun sem hafa leiðst út í vændi. Sú sem sagði sögu sína í þættinum leiddist út í vændi til að fjármagna spilafíkn sína. Friðrik segir fíknina geta byrjað vegna einmanaleika, fólk leiti í spilasalina sem sé ekki með gott félagslegt bakland. Ljósin heilli og vonin um að hitta fólk sé sterk. Þorvarður segir sögu sína í Kompás. Hann hefur glímt við spilafíkn frá tíu ára aldri.vísir/vilhelm Margir sem eru með þroskahömlun eru með fjárhaldsmann sem skammtar þeim vikupening með þeirra samráði. Þannig sé reynt að koma í veg fyrir að öll mánaðarhýran klárist á fyrsta degi mánaðar. Það sé ágæt vörn. „Svo þarf bara að fræða fólk um að það fari enginn þarna inn til að græða. Það liggur alveg í augum uppi að þessir staðir eru ekki fjárhagsaðstoð við fátæka öryrkja. Þeir eru til að ná af þeim peningunum,“ segir Friðrik.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01
Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. 2. desember 2020 12:52
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30