Spilling má ekki trufla bataferlið eftir heimsfaraldurinn Heimsljós 9. desember 2020 14:00 Ljósmynd frá Namibíu Philip Schuler Alþjóðadagur gegn spillingu er í dag. Í ávarpi bendir aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á mikilvægi þess að spillingaröfl hamli ekki batanum eftir COVID-19 heimsfaraldurinn. „Spilling hefur þrifist í heimsfaraldrinum og koma verður í veg fyrir að þeir sem ástunda slíka iðju geti hagnýtt sér dreifingu nýju bóluefnanna,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í dag, 9. desember, er alþjóðadagur gegn spillingu. Í ávarpi í tilefni dagsins bendir Guterres á mikilvægi þess að tryggja að spillingaröfl eða óprúttnir aðilar hamli ekki batanum eftir COVID-19 heimsfaraldurinn. Hann segir stjórnvöld hvarvetna í heiminum verja stórfé til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl og veita neyðarstuðning en varar við hættunni á mútum og illa fengnum gróða á komandi vikum í aðdraganda bólusetninga gegn farsóttinni. „Við getum ekki horft upp á að sjóðum og björgunarúrræðum sé sveigt af réttri stefnu … batinn verður að fela sér aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu og mútur,“ segir Guterres. Stofnað var til alþjóðadags gegn spillingu af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2003 sem hluta af mikilvægri vitundarvakning um spillingu og leiðir til þess að berjast gegn henni, á grundvelli Samnings gegn spillingu, sem þá var samþykktur. Alþingi samþykkti aðild Íslands að samningnum árið 2010 og hann gekk í gildi hér á landi 1. mars ári síðar. Þema alþjóðadagsins í ár er „Bati með heilindum“ og vísar til þess að nú þegar heimurinn undirbýr sig undir bataferli í kjölfar heimsfaraldurs sé það aðeins gerlegt með heilindum og ábyrgð. Anti-Corruption Day/ OECD Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent
„Spilling hefur þrifist í heimsfaraldrinum og koma verður í veg fyrir að þeir sem ástunda slíka iðju geti hagnýtt sér dreifingu nýju bóluefnanna,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Í dag, 9. desember, er alþjóðadagur gegn spillingu. Í ávarpi í tilefni dagsins bendir Guterres á mikilvægi þess að tryggja að spillingaröfl eða óprúttnir aðilar hamli ekki batanum eftir COVID-19 heimsfaraldurinn. Hann segir stjórnvöld hvarvetna í heiminum verja stórfé til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl og veita neyðarstuðning en varar við hættunni á mútum og illa fengnum gróða á komandi vikum í aðdraganda bólusetninga gegn farsóttinni. „Við getum ekki horft upp á að sjóðum og björgunarúrræðum sé sveigt af réttri stefnu … batinn verður að fela sér aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu og mútur,“ segir Guterres. Stofnað var til alþjóðadags gegn spillingu af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2003 sem hluta af mikilvægri vitundarvakning um spillingu og leiðir til þess að berjast gegn henni, á grundvelli Samnings gegn spillingu, sem þá var samþykktur. Alþingi samþykkti aðild Íslands að samningnum árið 2010 og hann gekk í gildi hér á landi 1. mars ári síðar. Þema alþjóðadagsins í ár er „Bati með heilindum“ og vísar til þess að nú þegar heimurinn undirbýr sig undir bataferli í kjölfar heimsfaraldurs sé það aðeins gerlegt með heilindum og ábyrgð. Anti-Corruption Day/ OECD Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent