Herramaðurinn Houllier sem hífði Liverpool aftur á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2020 09:00 Gérard Houllier fagnar sigri Liverpool í Evrópukeppni félagsliða 2001. getty/Olivier Prevosto Sem kunnugt er féll Gérard Houllier frá í gær, 73 ára að aldri. Hann gerði Paris Saint-Germain og Lyon að Frakklandsmeisturum og þjálfaði franska landsliðið en flestir tengja hann eflaust við Liverpool sem hann stýrði um sjö ára skeið. Houllier tók við Liverpool sumarið 1998 og stýrði liðinu fyrst um sinn ásamt Roy Evans. Taugin milli Houlliers og Liverpool myndaðist samt tæpum þrjátíu árum fyrr. Árið 1969 flutti Houllier, þá 22 ára, til Liverpool og var aðstoðarkennari í skóla þar í borg. Og þá fór hann í fyrsta sinn á Anfield og sá Liverpool spila. Það var 10-0 sigur á Dundalk í Evrópukeppni félagsliða, keppni sem Houllier átti seinna eftir að stýra Liverpool til sigurs í. Það var einn þriggja titla sem Liverpool vann tímabilið 2000-01. Rest in peace, Gerard Houllier 1947-2020.You'll Never Walk Alone. pic.twitter.com/reMl4H2KSk— Liverpool FC (@LFC) December 14, 2020 Eftir að hafa starfað sem kennari í Frakklandi hellti Houllier sér út í þjálfun og tók við sem spilandi þjálfari Le Touqet þegar hann var aðeins 26 ára. Hann kom Nœux-les-Mines upp um þrjár deildir, stýrði Lens til Evrópusætis og 1985 tók Houllier við PSG og gerði liðið að meisturum á fyrsta tímabilinu við stjórnvölinn hjá því. Á árunum 1988-98 starfaði Houllier fyrir franska knattspyrnusambandið og var meðal annars landsliðsþjálfari 1992-93 en steig frá borði eftir að Frakklandi mistókst að komast á HM 1994. Liverpool reyndi fyrst að fá Houllier sumarið 1997. Hann svaraði neitandi en samþykkti svo boð Liverpool ári seinna. Upphaflega stýrðu Houllier og Evans Liverpool í sameiningu en það samstarf entist stutt. Houllier og Roy Evans stýrðu Liverpool í sameiningu í nokkra mánuði.getty/Allsport UK Houllier notaði fyrsta tímabilið sitt hjá Liverpool til að sjá hvað þyrfti að bæta og hverju þyrfti að breyta hjá félaginu. Hann hristi upp í leikmannahópnum, kom inn með aukinn aga og aukna fagmennsku og færði Liverpool inn í nútímann. Áhrif hans á félagið voru kannski ósvipuð áhrifunum Arsenes Wenger á Arsenal. „Hann kom inn og sagði að ég þyrfti að breyta um kúrs. Ekki bara ég, heldur breskir leikmenn. Hvernig við gerðum hlutina og við þyrftum að fylgja tíðarandanum. Ekki allir hlustuðu á hann en sem betur fer gerði ég það. Án hans hefði ég ekki spilað svona lengi fyrir Liverpool. Ég á honum allt að þakka,“ sagði Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og einn fjölmargra sem minntust Houlliers í gær. "Gerard Houllier was the start of the rebirth of Liverpool getting back to being successful in Europe and at home, and winning trophies" A vital figure in our modern history. @Carra23 pays special tribute to the late, great Gerard Houllier. pic.twitter.com/eYkjTv1afQ— Liverpool FC (@LFC) December 14, 2020 Eins og flestir þeirra sem hafa syrgt Houllier talar Carragher um hann sem mikinn og indælan herramann. En hann hafi sýnt hörku þegar þess þurfti. Devastated at the passing of Gérard Houllier. A true gentleman of the game, always put others first @LFC #RIP— Ian Rush MBE (@Ian_Rush9) December 14, 2020 Very sad news about Gerard Houllier. He was a gentleman and a great footballing person; I enjoyed his company many times. His legacy at LFC will forever be appreciated, respected and never forgotten. Marina and I offer our sincere condolences to his family. RIP Gerard. YNWA— Sir Kenny Dalglish ( ) (@kennethdalglish) December 14, 2020 Incredibly sad news hearing of the passing of Gerrard Houllier. A gentleman I have the greatest respect for and what he achieved at Liverpool football club. Condolences to his family. RIP— ROY EVANS (@Roy_Evo) December 14, 2020 Absolutely devastated and heartbroken at the sad news of the passing of Gerard.My mate, my colleague, my boss.One of the greatest moments of my life was when we come together in 1998.Just to be in his company was an absolute treat.So loyal, so passionate and extremely fierce.— Phil Thompson (@Phil_Thompson4) December 14, 2020 Liverpool endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrsta tímabilið undir stjórn Houlliers. Næsta tímabil fékk Liverpool þrettán stigum meira en tímabilið á undan, endaði í 4. sæti og missti af sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni. Næsta tímabil, 2000-01, small allt saman hjá Liverpool, allavega í bikarkeppnunum. Liðið endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en vann þrjá titla; ensku bikarkeppnina, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða. Liverpool fór erfiðu leiðina að titlunum þremur. Liðið vann Birmingham City í vítaspynukeppni í úrslitum deildabikarsins, kom til baka gegn Arsenal í bikarúrslitaleiknum þökk sé Michael Owen og vann ævintýralegan 5-4 sigur á Alaves í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða. watch on YouTube watch on YouTube Sigurmarkið í þeim leik var svokallað gullmark, sjálfsmark sem Delfí Geli skoraði eftir aukaspyrnu Garys McAllister. Kaup Liverpool á Skotanum voru ein nokkurra góðra kaupa sem Houllier gerði á fyrstu árum sínum hjá Liverpool. Hann fékk meðal annars Sami Hyypiä, Finna sem fáir þekktu, frá Willem II en þeir Stéphane Henchoz mynduðu gríðarlega sterkt miðvarðapar hjá Rauða hernum. Houllier keypti einnig þýska miðjumannin Dietmar Hamann sem reyndist Liverpool svo sannarlega mikilvægur. Absolutely heartbroken to hear that my old boss, Gérard Houllier, has sadly passed away. A great manager and a genuinely caring man. #RIPBoss pic.twitter.com/klbkY3MCo4— michael owen (@themichaelowen) December 14, 2020 Owen fékk Gullboltann 2001 og Steven Gerrard var orðinn lykilmaður í liði Liverpool á þessum tíma. Það er kannski ein stærsta arfleið Houlliers hjá Liverpool, að setja heimastrákinn Gerrard í burðarhlutverk og gera hann seinna að fyrirliða liðsins. Besta tímabil Liverpool í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Houlliers var 2001-02 þar sem liðið fékk áttatíu stig og endaði í 2. sæti. Houllier stýrði Liverpool reyndar ekki allt tímabilið 2001-02. Haustið 2001, í hálfleik í leik gegn Leeds United, fékk Houllier hjartaáfall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Phil Thompson stýrði Liverpool í fjarveru Houlliers. Frakkinn sneri þó aftur eftir aðeins fimm mánuði, í leik gegn Roma í Meistaradeildinni 19. mars 2002. Þar fékk hann höfðinglegar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool. Rauði herinn þurfti að vinna leikinn 2-0 og gerði það. Houllier sneri óvænt aftur á hliðarlínuna í leik gegn Roma í mars 2002 eftir veikindi.getty/Gary M. Prior Því miður fyrir stuðningsmenn Liverpool dró ekki bara af Houllier eftir þetta tímabil heldur einnig af liðinu. Liverpool varð deildarbikarmeistari 2003 en missti af sæti í Meistaradeildinni með 2-1 tapi fyrir Chelsea í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2003-04 komst Liverpool aftur í Meistaradeildina, og vann hana tímabilið eftir, en tíma Houlliers hjá félaginu var lokið. Sá franski kvaddi Liverpool vorið 2004 eftir sjö ára starf og sex titla. Houllier gerði Steven Gerrard að fyrirliða Liverpool 2003.getty/Martin Rickett Eftir afar erfið ár eftir brotthvarf Kennys Dalglish kom Houllier Liverpool aftur á sinn gamla stall, eða allavega mjög nálægt því. Hann vann ekki Englandsmeistaratitilinn eða Meistaradeildina en breytti ýmsu til batnaðar hjá félaginu og tímabilinu 2000-01 mun enginn stuðningsmenn þess gleyma. „Gérard Houllier hóf endurfæðingu Liverpool að ná árangri í Evrópu og heima fyrir, og vinna titla,“ sagði Carragher um gamla stjórann sinn. Og það er ekki slæm arfleið. Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Houllier tók við Liverpool sumarið 1998 og stýrði liðinu fyrst um sinn ásamt Roy Evans. Taugin milli Houlliers og Liverpool myndaðist samt tæpum þrjátíu árum fyrr. Árið 1969 flutti Houllier, þá 22 ára, til Liverpool og var aðstoðarkennari í skóla þar í borg. Og þá fór hann í fyrsta sinn á Anfield og sá Liverpool spila. Það var 10-0 sigur á Dundalk í Evrópukeppni félagsliða, keppni sem Houllier átti seinna eftir að stýra Liverpool til sigurs í. Það var einn þriggja titla sem Liverpool vann tímabilið 2000-01. Rest in peace, Gerard Houllier 1947-2020.You'll Never Walk Alone. pic.twitter.com/reMl4H2KSk— Liverpool FC (@LFC) December 14, 2020 Eftir að hafa starfað sem kennari í Frakklandi hellti Houllier sér út í þjálfun og tók við sem spilandi þjálfari Le Touqet þegar hann var aðeins 26 ára. Hann kom Nœux-les-Mines upp um þrjár deildir, stýrði Lens til Evrópusætis og 1985 tók Houllier við PSG og gerði liðið að meisturum á fyrsta tímabilinu við stjórnvölinn hjá því. Á árunum 1988-98 starfaði Houllier fyrir franska knattspyrnusambandið og var meðal annars landsliðsþjálfari 1992-93 en steig frá borði eftir að Frakklandi mistókst að komast á HM 1994. Liverpool reyndi fyrst að fá Houllier sumarið 1997. Hann svaraði neitandi en samþykkti svo boð Liverpool ári seinna. Upphaflega stýrðu Houllier og Evans Liverpool í sameiningu en það samstarf entist stutt. Houllier og Roy Evans stýrðu Liverpool í sameiningu í nokkra mánuði.getty/Allsport UK Houllier notaði fyrsta tímabilið sitt hjá Liverpool til að sjá hvað þyrfti að bæta og hverju þyrfti að breyta hjá félaginu. Hann hristi upp í leikmannahópnum, kom inn með aukinn aga og aukna fagmennsku og færði Liverpool inn í nútímann. Áhrif hans á félagið voru kannski ósvipuð áhrifunum Arsenes Wenger á Arsenal. „Hann kom inn og sagði að ég þyrfti að breyta um kúrs. Ekki bara ég, heldur breskir leikmenn. Hvernig við gerðum hlutina og við þyrftum að fylgja tíðarandanum. Ekki allir hlustuðu á hann en sem betur fer gerði ég það. Án hans hefði ég ekki spilað svona lengi fyrir Liverpool. Ég á honum allt að þakka,“ sagði Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og einn fjölmargra sem minntust Houlliers í gær. "Gerard Houllier was the start of the rebirth of Liverpool getting back to being successful in Europe and at home, and winning trophies" A vital figure in our modern history. @Carra23 pays special tribute to the late, great Gerard Houllier. pic.twitter.com/eYkjTv1afQ— Liverpool FC (@LFC) December 14, 2020 Eins og flestir þeirra sem hafa syrgt Houllier talar Carragher um hann sem mikinn og indælan herramann. En hann hafi sýnt hörku þegar þess þurfti. Devastated at the passing of Gérard Houllier. A true gentleman of the game, always put others first @LFC #RIP— Ian Rush MBE (@Ian_Rush9) December 14, 2020 Very sad news about Gerard Houllier. He was a gentleman and a great footballing person; I enjoyed his company many times. His legacy at LFC will forever be appreciated, respected and never forgotten. Marina and I offer our sincere condolences to his family. RIP Gerard. YNWA— Sir Kenny Dalglish ( ) (@kennethdalglish) December 14, 2020 Incredibly sad news hearing of the passing of Gerrard Houllier. A gentleman I have the greatest respect for and what he achieved at Liverpool football club. Condolences to his family. RIP— ROY EVANS (@Roy_Evo) December 14, 2020 Absolutely devastated and heartbroken at the sad news of the passing of Gerard.My mate, my colleague, my boss.One of the greatest moments of my life was when we come together in 1998.Just to be in his company was an absolute treat.So loyal, so passionate and extremely fierce.— Phil Thompson (@Phil_Thompson4) December 14, 2020 Liverpool endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrsta tímabilið undir stjórn Houlliers. Næsta tímabil fékk Liverpool þrettán stigum meira en tímabilið á undan, endaði í 4. sæti og missti af sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni. Næsta tímabil, 2000-01, small allt saman hjá Liverpool, allavega í bikarkeppnunum. Liðið endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en vann þrjá titla; ensku bikarkeppnina, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða. Liverpool fór erfiðu leiðina að titlunum þremur. Liðið vann Birmingham City í vítaspynukeppni í úrslitum deildabikarsins, kom til baka gegn Arsenal í bikarúrslitaleiknum þökk sé Michael Owen og vann ævintýralegan 5-4 sigur á Alaves í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða. watch on YouTube watch on YouTube Sigurmarkið í þeim leik var svokallað gullmark, sjálfsmark sem Delfí Geli skoraði eftir aukaspyrnu Garys McAllister. Kaup Liverpool á Skotanum voru ein nokkurra góðra kaupa sem Houllier gerði á fyrstu árum sínum hjá Liverpool. Hann fékk meðal annars Sami Hyypiä, Finna sem fáir þekktu, frá Willem II en þeir Stéphane Henchoz mynduðu gríðarlega sterkt miðvarðapar hjá Rauða hernum. Houllier keypti einnig þýska miðjumannin Dietmar Hamann sem reyndist Liverpool svo sannarlega mikilvægur. Absolutely heartbroken to hear that my old boss, Gérard Houllier, has sadly passed away. A great manager and a genuinely caring man. #RIPBoss pic.twitter.com/klbkY3MCo4— michael owen (@themichaelowen) December 14, 2020 Owen fékk Gullboltann 2001 og Steven Gerrard var orðinn lykilmaður í liði Liverpool á þessum tíma. Það er kannski ein stærsta arfleið Houlliers hjá Liverpool, að setja heimastrákinn Gerrard í burðarhlutverk og gera hann seinna að fyrirliða liðsins. Besta tímabil Liverpool í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Houlliers var 2001-02 þar sem liðið fékk áttatíu stig og endaði í 2. sæti. Houllier stýrði Liverpool reyndar ekki allt tímabilið 2001-02. Haustið 2001, í hálfleik í leik gegn Leeds United, fékk Houllier hjartaáfall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Phil Thompson stýrði Liverpool í fjarveru Houlliers. Frakkinn sneri þó aftur eftir aðeins fimm mánuði, í leik gegn Roma í Meistaradeildinni 19. mars 2002. Þar fékk hann höfðinglegar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool. Rauði herinn þurfti að vinna leikinn 2-0 og gerði það. Houllier sneri óvænt aftur á hliðarlínuna í leik gegn Roma í mars 2002 eftir veikindi.getty/Gary M. Prior Því miður fyrir stuðningsmenn Liverpool dró ekki bara af Houllier eftir þetta tímabil heldur einnig af liðinu. Liverpool varð deildarbikarmeistari 2003 en missti af sæti í Meistaradeildinni með 2-1 tapi fyrir Chelsea í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2003-04 komst Liverpool aftur í Meistaradeildina, og vann hana tímabilið eftir, en tíma Houlliers hjá félaginu var lokið. Sá franski kvaddi Liverpool vorið 2004 eftir sjö ára starf og sex titla. Houllier gerði Steven Gerrard að fyrirliða Liverpool 2003.getty/Martin Rickett Eftir afar erfið ár eftir brotthvarf Kennys Dalglish kom Houllier Liverpool aftur á sinn gamla stall, eða allavega mjög nálægt því. Hann vann ekki Englandsmeistaratitilinn eða Meistaradeildina en breytti ýmsu til batnaðar hjá félaginu og tímabilinu 2000-01 mun enginn stuðningsmenn þess gleyma. „Gérard Houllier hóf endurfæðingu Liverpool að ná árangri í Evrópu og heima fyrir, og vinna titla,“ sagði Carragher um gamla stjórann sinn. Og það er ekki slæm arfleið.
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira