Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 22:23 Þrjú hundruð og tuttugu menntaskóladrengjum var rænt síðastliðinn föstudag. EPA-EFE/AKINTUNDE AKINLEYE Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“ Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“
Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48