Þurfum við að óttast kuldabola? Guðmundur Óli Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 18:44 Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Reykjavík Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sumum brá í brún þegar Veitur virkjuðu viðbragðsáætlun hitaveitunnar nú á dögunum þegar útlit var fyrir mesta kuldakast í tæpan áratug. Sum höfðu áhyggjur af því að við hefðum ekki aðgang að nægilegum jarðhita og önnur óttuðust að við hjá Veitum stæðum okkur ekki í að byggja upp dreifikerfið. Hérna ætla að ég ræða auðlindirnar, vinnslu heita vatnsins og dreifikerfið. Að álag á hitaveituna nálgist afkastamörk er eðlilegt. Uppbygging hennar og aðföng eiga að vera í takti við þróun byggðarinnar. Of hæg uppbygging skapar skort á lífsgæðum og of hröð skerðir líka lífsgæði okkar því uppbygging umfram þörf er dýr og skerðir tækifæri okkar til að gera eitthvað annað við peninginn. Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu varð 90 ára þann 9. nóvember síðastliðinn. Á þessari tæpu öld hefur gengið á ýmsu og oft komið skeið með tíðum vatnsskorti. Fyrir réttum 30 árum fórum við að sækja jarðhita inn á gosbeltið uppi við Hengil með því að Nesjavallavirkjun var byggð. Síðan þá hefur það gerst sífellt sjaldnar að komið hafi að afkastamörkum hitaveitunnar. Á árunum þar á undan kom upp margvíslegur vandi við að útvega nægilegt heitt vatn ekki síst vegna þess að frá olíukreppunni snemma á 8. áratugnum var keppst við að tengja hinar ört vaxandi nágrannabyggðir Reykjavíkur við hitaveituna og leggja almenna olíukyndingu þar af. Því er löngu lokið en fleira hefur líka breyst á síðustu áratugum. Fyrst er að nefna að upplýsingaflæði til íbúa hefur verið stóraukið. Basl veitumanna í gamla daga við að halda hita í húsum fór að mestu fram án vitneskju borgarbúa. Þegar beitt hafði verið öllum brögðum í bókinni til að halda uppi hitaveituþjónustunni en þau dugðu ekki til, kom heitavatnsleysið fólki ef til vill frekar í opna skjöldu en nú. Heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast tvöfaldast frá árinu 1990. Til að tryggja afhendingaröryggi horfum við nú til fjölbreyttari uppsprettu vatnsins og til framtíðar erum við farin að horfa til Krýsuvíkur um heitt vatn, einkum fyrir sunnanvert höfuðborgarsvæðið. Það dregur hvort tveggja úr líkum á vatnsskorti eða að dreifikerfið hafi ekki undan. Takmarkanir í hitaveitunni geta nefnilega, í dag eins og áður, verið vegna afkasta í framleiðslu eða staðbundinna flöskuhálsa í dreifikerfunum. Við getum enn aukið heitavatnsvinnsluna á Hengilssvæðinu. Það eru dýr mannvirki, varmastöðvarnar í virkjununum, og að byggja þær áður en þörf er á þeim er enn dýrara. Við þurfum að fara næstum hálfa öld aftur í tímann, aftur í olíukreppuna upp úr 1970, til að sjá viðlíka aukningu á heitavatnsnotkun milli ára og við höfum séð milli 2019 og 2020. Sennilegasta ástæðan er breytt notkun okkar á húsnæði í faraldrinum. Við höfum verið meira heima, meiri umgangur um heimilin, gluggar frekar opnir og svo mætti halda áfram. Þetta hefur hugsanlega líka þýtt það að aukningin í kuldakastinu á dögunum var ekki eins mikil og við óttuðumst. Þá teljum við ljóst að viðskiptavinir okkar hafi svarað kallinu og passað betur upp á opna glugga og gardínur fyrir ofnum meðan á kuldakastinu stóð. Hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu hefur, enn sem komið er, reynst í stakk búin að takast á við örasta vöxt í heitavatnsnotkun sem við höfum séð í næstum hálfa öld. Sá vöxtur var í engum takti við uppbyggingu nýs húsnæðis eða tengingu nýrra bæjarhluta við veituna eins og í olíukreppunni forðum. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til á síðustu misserum á borð við stækkun varmastöðvarinnar á Hellisheiði, aukningu á flutningsgetu með öflugri dælum, sverun á lögnum og hvíld lághitasvæðanna yfir sumartímann hafa gert okkur kleift að mæta þessum fordæmalausu tímum. Veturinn er enn ungur en við erum líka enn að finna leiðir til að treysta reksturinn frekar. Guðmundur Óli Gunnarsson. Tímabundin forstöðum. hitaveitu Veitna
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar