Með hendur í skauti Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. desember 2020 14:31 Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun