Innlent

Bein útsending: Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá íbúafundinum í Hlégarði.
Frá íbúafundinum í Hlégarði. Vísir/Egill

Sveitafélagið Múlaþing boðar til íbúafundar fyrir Seyðfirðinga klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með fundinum er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa þeim kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur.

Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings og verður streymt hér að neðan. 

Hægt verður að leggja inn spurningar á fundinum en einnig má senda inn spurningar fyrir fundinn á netfangið [email protected]

Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í Herðubreið á Seyðisfirði og Egilsstaðaskóla.

Að neðan má sjá dagskrá fundarins en að innleggjum loknum verður opnað fyrir umræður.

Dagskrá

Stutt innlegg frá eftirfarandi aðilum:

Margrét María Sigurðardóttir lögreglustjórinn á Austurlandi

Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings

Jens Hilmarsson vettvangsstjóri

Frá Seyðisfirði í dag þar sem hvít föl er yfir öllu.Vísir/Egill

Harpa Grímsdóttir eða annar starfmaður frá Veðurstofunni

Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannvarnardeild ríkislögreglustjóra

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá almannavörnum

Umræður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×