Segir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu ekkert erindi eiga í pólitík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 16:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir þessari skoðun sinni í nokkrum Facebook-færslum nú um helgina. vísir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata og Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, hafa „lítið sem ekkert fram að færa í pólitík,“ og að þær „noti hvert tækifæri til að skapa upplausn.“ Þetta má ráða af færslu sem Brynjar birtir á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann vitnar til annarrar Facebook-færslu sem hann skrifaði í gær þar sem Helga Vala og Þórhildur Sunna komu við sögu. „Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“ Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
„Kannski þarf ég ritstjóra eins og allir betri fjölmiðlar svo ég þurfi ekki að útskýra daginn eftir hvað ég var að reyna að segja,“ skrifar Brynjar í færslunni sem hann birtir í dag. Hann hafi í færslu sinni frá því í gær ekki ætlað sér að gera lítið úr mikilvægi sóttvarna og markmiðið hafi ekki heldur verið að taka til varna fyrir Bjarna Benediksson, fjármála- og efnahagsráðherra. Í færslunni sem hann vísar til sem hann birti á Facebook í gær lýsir hann ferð sinni út í búð. Á leið sinni í búðina hafi hann mætt fjölda fólks og hann hafi reynt að passa tveggja metra regluna, „ef einhver samfylkingarmaður eða pírati skyldi vera á gægjum bak við runna,“ líkt og Brynjar skrifar, en einhverjum kynni að þykja nokkuð háðslegur bragur á ritstíl færslunnar. „Þegar í búðina kom óskaði ég eftir talningu áður en ég steig inn fyrir þröskuldinn. Var mjög stressaður og taugaveiklaður í búðinni eftir því sem gestum fjölgaði og fannst ég sjá Helgu Völu og Þórhildi Sunnu við hvern rekka,“ skrifaði Brynjar síðar í færslunni frá í gær. Báðar hafa Þórhildur Sunna og Helga Vala opinberlega gagnrýnt fjármála- og efnahagsráðherra eftir að hann var viðstaddur fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í nýjustu færslunni sem hann birtir í dag ítrekar hann að þarna hafi markmiðið ekki verið að gera lítið úr sóttvörnum. „Okkur verður öllum á þegar kemur að sóttvörnum, sérstaklega við aðstæður sem við höfum ekki fulla stjórn á. Skiptir þá ekki máli hvort við erum læknar sem stjórnum öldrunardeildum, ráðherrar, þingmenn eða hluti að Þríeykinu,“ skrifar Brynjar. Líkir við „þekktustu populista sögunnar“ Síðustu tvær færslur hans, þar á meðal sú hvar Þórhildur Sunna og Helga Vala koma við sögu, séu um „stjórnmálamenn sem hafa lítið sem ekkert fram að færa í pólitík og nota því hvert tækifæri til að skapa upplausn. Sjálfir hafa þeir ekki verið tilbúnir að taka ábyrgð á gerðum sínum og orðum. Dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar, ekki einu sinni velvirðingar, en alltaf fyrstir upp á dekk til að ráðast á aðra sem verður á í messunni. Og til að kóróna allt trúa að þeir séu boðberar heiðarlegra stjórnmála,“ skrifar Brynjar. Hluti vandans við íslensk stjórnmál sé að hans mati að þar taki þátt fjöldinn allur af fólki sem eigi ekkert erindi. „Það stendur ekki fyrir neitt og lítur á einstaklinga og fyrirtæki sem hlaðborð tekjustofna til að leika sér með. Nota sama málflutning og allir þekktustu populistar sögunnar um að aðrir séu vondir og óheiðarlegir. Það er bara ógagn að slíkum stjórnmálamönnum.“
Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira