Hafrannsóknir á tímamótum Sigurður Guðjónsson skrifar 29. desember 2020 08:00 Áratugur hafs og hafrannsókna 2021-2030 er að hefjast Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að árin 2021-2030 verði áratugur hafs og hafrannsókna. Meginmarkmið þessarar yfirlýsingar er að auka rannsóknir og stuðla að sjálfbærni. Við Íslendingar eigum mikið undir hafinu og það ræður miklu um veðurfar og loftslag og því er mikilvægt að rannsaka það og þekkja. Hér mætast hlýjir og kaldir hafstraumar sem skapa góð skilyrði fyrir lífræna framleiðslu en það þýðir einnig að hraðar breytingar geta orðið á aðstæðum. Auðlindir sjávar eru okkur afar mikilvægar og brýnt er að tryggja að nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti svo við getum notið þeirra í framtíðinni. Hafrannsóknastofnun Á undanförnum áratugum hefur tekist samfélagsleg sátt um að stjórnun fiskveiða skuli vera sjálfbær og byggð á vísindalegum og alþjóðlega viðurkenndum aðferðum. Sú sátt byggir á rannsóknum Hafrannsóknastofnunar og á ráðgjöfinni sem vísindafólk hennar veitir stjórnvöldum. Mikið traust ríkir á störfum stofnunarinnar í samfélaginu og fólk þekkir vel til starfsemi hennar eins og staðfest er í árlegum mælingum Gallup. Fjármögnun starfseminnar byggði um langt árabil á ótraustum grunni sem treysti á sjóði með breytilegt tekjustreymi. Þetta fyrirkomulag var komið í þrot. Að auki hefur verið gerð árleg hagræðingarkrafa á stofnunina líkt og til margra annarra stofnana og því þurfti að hagræða í rekstri hennar á síðasta ári. Það voru erfiðar aðgerðir því auk rekstrarlegs aðhalds þurfti að fækka störfum. Fækkað var í stoðþjónustu og yfirstjórn auk þess sem fækkað var um nokkur störf í rannsóknum sem ekki voru hluti af kjarnastarfsemi stofnunarinnar. Að öðru leyti var rannsóknastarfinu hlíft. Jafnframt var unnið að traustari fjármögnun með ráðuneyti, ráðherra og fjárveitingavaldi. Rekstur ársins 2020 er í jafnvægi og velta stofnunarinnar í ár er um 4,2 milljarðar og sértekjur 1,2 milljarðar. Mikilvægi menntunar og aukið rannsóknafé Við stofnun nýrrar Hafrannsóknastofnunar árið 2016 hófst mikil sókn í erlenda rannsóknasjóði. Árangurinn hefur verið góður og er stofnunin nú þátttakandi í 11 Evrópuverkefnum úr Horizon 2020 áætluninni. Heildarstyrkupphæð þessara verkefna er 433 milljónir króna sem eykur rannsóknarstyrk stofnunarinnar mikið. Mikilvægur áfangi í starfi stofnunarinnar var samningur við Háskóla Íslands um meistaranám í fiskifræði og skyldum greinum sem hófst í haust. Okkur er nauðsynlegt að viðhalda góðri menntun á þessum sviðum og eiga gott samstarf við þá vísindamenn sem starfa í háskólum. Í dag er 21 nemi í meistara- og doktorsnámi sem tengjast stofnuninni en það mun tryggja betur nýliðun meðal sérfræðinga hennar. Miklir möguleikar í fiskeldi Ljóst er að vaxandi þörf heimsins fyrir sjávarafurðir verður einungis svarað með auknu fiskeldi þar sem veiðar munu ekki aukast svo nokkru nemi frá því sem nú er. Í ár fór fiskeldi fram úr veiðum í framleiðslu sjávarfangs í heiminum. Leggja þarf mun meiri áherslu á þróun og rannsóknir í fiskeldi en nú er gert og felast möguleikar okkar í miklu hreinu vatni, sjó og jarðhita. Að auki eru hér allir innviðir og þekking til að vinna fisk og selja. Því er raunhæft að verðmæti eldisafurða geti orðið jafnmikið hér og verðmæti sjávarfangs og það getur gerst hratt ef vel er unnið. Það eldi ætti að verða fjölbreytt bæði á landi og úti í sjó. Margt er óunnið í rannsóknum og þróun fiskeldis hér á landi og aðlaga þarf eldisaðferðir að staðháttum okkar. Mannauður Hjá stofnuninni starfa nú um 180 manns þar af tæplega 40 í áhöfnum skipa. Í þekkingarfyrirtæki eins og Hafrannsóknastofnun skiptir mannauðurinn mestu máli. Þar býr stofnunin vel og hefur á að skipa mjög hæfu fólki hvert á sínu sviði. Hlutfall kvenna hefur vaxið hratt og eru þær nú tæplega helmingur starfsfólks nema í áhöfnum skipa þar sem karlar ráða enn ríkjum. Menntunarstig stofnunarinnar er hátt og fer hækkandi en í dag eru 35 starfsmenn með doktorspróf. Það sýnir vel hversu einbeitt starfsfólkið er að á tímum COVID hefur með samstilltu átaki tekist að halda starfseminni nánast óskertri og farið hefur verið í alla rannsóknaleiðangra. Eðlilega minnkaði starfánægja í kjölfar erfiðra aðhaldsaðgerða og uppsagna á síðasta ári. Markvisst hefur verið unnið að því að auka hana og sýnir könnun Gallup á stofnuninni í haust að við erum á réttri leið því starfsánægja hefur þegar aukist mikið og fer vaxandi. Starfsaðstaða Alger umskipti urðu á aðstöðu stofnunarinnar þegar hún flutti í nýja byggingu að Fornubúðum í Hafnarfirði. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, bæði á skrifstofum og rannsóknastofum auk þess sem mikið hagræði felst í að hafa veiðarfæri og tæki í sama húsi og skipin á staðnum. Hafrannsóknastofnun starfar nú á 8 stöðum á landinu auk höfuðstöðvanna og á næstunni mun stofnunin opna nýja starfstöð í Neskaupstað. Það var gleðilegt þegar Alþingi samþykkti einróma á hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018 að smíða nýtt Hafrannsóknaskip í stað Bjarna Sæmundssonar sem er 50 ára. Vel hefur verið unnið að undirbúningi smíðinnar með þarfagreiningu og frumhönnun. Nú er unnið að gerð útboðs með Ríkiskaupum og er gert ráð fyrir 2 ára smíðatíma. Framtíðin Rekstrarfé stofnunarinnar fer að mestu í að mæla stofnstærð nytjastofna og veita ráðgjöf um nýtingu þeirra. Þessar rannsóknir hafa orðið meira krefjandi vegna umhverfisbreytinga. Mikilvægt er að efla rannsóknir á hafinu og auðlindum þess og nýta til þess vel áratug hafsins. Ísland getur tekið forustu á því sviði og það er afar mikilvægt að við getum gert okkur grein fyrir þeim breytingum sem eru að verða og eiga eftir að verða. Best væri að sjá þær fyrir svo samfélagið geti brugðist við. Höfundur er forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Áratugur hafs og hafrannsókna 2021-2030 er að hefjast Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að árin 2021-2030 verði áratugur hafs og hafrannsókna. Meginmarkmið þessarar yfirlýsingar er að auka rannsóknir og stuðla að sjálfbærni. Við Íslendingar eigum mikið undir hafinu og það ræður miklu um veðurfar og loftslag og því er mikilvægt að rannsaka það og þekkja. Hér mætast hlýjir og kaldir hafstraumar sem skapa góð skilyrði fyrir lífræna framleiðslu en það þýðir einnig að hraðar breytingar geta orðið á aðstæðum. Auðlindir sjávar eru okkur afar mikilvægar og brýnt er að tryggja að nýting þeirra sé með sjálfbærum hætti svo við getum notið þeirra í framtíðinni. Hafrannsóknastofnun Á undanförnum áratugum hefur tekist samfélagsleg sátt um að stjórnun fiskveiða skuli vera sjálfbær og byggð á vísindalegum og alþjóðlega viðurkenndum aðferðum. Sú sátt byggir á rannsóknum Hafrannsóknastofnunar og á ráðgjöfinni sem vísindafólk hennar veitir stjórnvöldum. Mikið traust ríkir á störfum stofnunarinnar í samfélaginu og fólk þekkir vel til starfsemi hennar eins og staðfest er í árlegum mælingum Gallup. Fjármögnun starfseminnar byggði um langt árabil á ótraustum grunni sem treysti á sjóði með breytilegt tekjustreymi. Þetta fyrirkomulag var komið í þrot. Að auki hefur verið gerð árleg hagræðingarkrafa á stofnunina líkt og til margra annarra stofnana og því þurfti að hagræða í rekstri hennar á síðasta ári. Það voru erfiðar aðgerðir því auk rekstrarlegs aðhalds þurfti að fækka störfum. Fækkað var í stoðþjónustu og yfirstjórn auk þess sem fækkað var um nokkur störf í rannsóknum sem ekki voru hluti af kjarnastarfsemi stofnunarinnar. Að öðru leyti var rannsóknastarfinu hlíft. Jafnframt var unnið að traustari fjármögnun með ráðuneyti, ráðherra og fjárveitingavaldi. Rekstur ársins 2020 er í jafnvægi og velta stofnunarinnar í ár er um 4,2 milljarðar og sértekjur 1,2 milljarðar. Mikilvægi menntunar og aukið rannsóknafé Við stofnun nýrrar Hafrannsóknastofnunar árið 2016 hófst mikil sókn í erlenda rannsóknasjóði. Árangurinn hefur verið góður og er stofnunin nú þátttakandi í 11 Evrópuverkefnum úr Horizon 2020 áætluninni. Heildarstyrkupphæð þessara verkefna er 433 milljónir króna sem eykur rannsóknarstyrk stofnunarinnar mikið. Mikilvægur áfangi í starfi stofnunarinnar var samningur við Háskóla Íslands um meistaranám í fiskifræði og skyldum greinum sem hófst í haust. Okkur er nauðsynlegt að viðhalda góðri menntun á þessum sviðum og eiga gott samstarf við þá vísindamenn sem starfa í háskólum. Í dag er 21 nemi í meistara- og doktorsnámi sem tengjast stofnuninni en það mun tryggja betur nýliðun meðal sérfræðinga hennar. Miklir möguleikar í fiskeldi Ljóst er að vaxandi þörf heimsins fyrir sjávarafurðir verður einungis svarað með auknu fiskeldi þar sem veiðar munu ekki aukast svo nokkru nemi frá því sem nú er. Í ár fór fiskeldi fram úr veiðum í framleiðslu sjávarfangs í heiminum. Leggja þarf mun meiri áherslu á þróun og rannsóknir í fiskeldi en nú er gert og felast möguleikar okkar í miklu hreinu vatni, sjó og jarðhita. Að auki eru hér allir innviðir og þekking til að vinna fisk og selja. Því er raunhæft að verðmæti eldisafurða geti orðið jafnmikið hér og verðmæti sjávarfangs og það getur gerst hratt ef vel er unnið. Það eldi ætti að verða fjölbreytt bæði á landi og úti í sjó. Margt er óunnið í rannsóknum og þróun fiskeldis hér á landi og aðlaga þarf eldisaðferðir að staðháttum okkar. Mannauður Hjá stofnuninni starfa nú um 180 manns þar af tæplega 40 í áhöfnum skipa. Í þekkingarfyrirtæki eins og Hafrannsóknastofnun skiptir mannauðurinn mestu máli. Þar býr stofnunin vel og hefur á að skipa mjög hæfu fólki hvert á sínu sviði. Hlutfall kvenna hefur vaxið hratt og eru þær nú tæplega helmingur starfsfólks nema í áhöfnum skipa þar sem karlar ráða enn ríkjum. Menntunarstig stofnunarinnar er hátt og fer hækkandi en í dag eru 35 starfsmenn með doktorspróf. Það sýnir vel hversu einbeitt starfsfólkið er að á tímum COVID hefur með samstilltu átaki tekist að halda starfseminni nánast óskertri og farið hefur verið í alla rannsóknaleiðangra. Eðlilega minnkaði starfánægja í kjölfar erfiðra aðhaldsaðgerða og uppsagna á síðasta ári. Markvisst hefur verið unnið að því að auka hana og sýnir könnun Gallup á stofnuninni í haust að við erum á réttri leið því starfsánægja hefur þegar aukist mikið og fer vaxandi. Starfsaðstaða Alger umskipti urðu á aðstöðu stofnunarinnar þegar hún flutti í nýja byggingu að Fornubúðum í Hafnarfirði. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, bæði á skrifstofum og rannsóknastofum auk þess sem mikið hagræði felst í að hafa veiðarfæri og tæki í sama húsi og skipin á staðnum. Hafrannsóknastofnun starfar nú á 8 stöðum á landinu auk höfuðstöðvanna og á næstunni mun stofnunin opna nýja starfstöð í Neskaupstað. Það var gleðilegt þegar Alþingi samþykkti einróma á hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018 að smíða nýtt Hafrannsóknaskip í stað Bjarna Sæmundssonar sem er 50 ára. Vel hefur verið unnið að undirbúningi smíðinnar með þarfagreiningu og frumhönnun. Nú er unnið að gerð útboðs með Ríkiskaupum og er gert ráð fyrir 2 ára smíðatíma. Framtíðin Rekstrarfé stofnunarinnar fer að mestu í að mæla stofnstærð nytjastofna og veita ráðgjöf um nýtingu þeirra. Þessar rannsóknir hafa orðið meira krefjandi vegna umhverfisbreytinga. Mikilvægt er að efla rannsóknir á hafinu og auðlindum þess og nýta til þess vel áratug hafsins. Ísland getur tekið forustu á því sviði og það er afar mikilvægt að við getum gert okkur grein fyrir þeim breytingum sem eru að verða og eiga eftir að verða. Best væri að sjá þær fyrir svo samfélagið geti brugðist við. Höfundur er forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun