Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. desember 2020 15:42 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í greiningu Baldurs á stöðunni sem upp er kominn eftir að Bjarni virti ekki sóttvarnarreglur í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Eigendur staðarins hafa viðurkennt að grímunotkun þar hafi verið ábótavant, þar sem of margir hafi verið samankomnir til að trygga fjarlægðarmörk, auk þess sem að Bjarni hefur sagst sjá mjög eftir því að hafa verið í aðstæðum þar sem sóttvarnarreglur voru ekki hafðar í heiðri. Ýmsir hafa kallað eftir afsögn Bjarna vegna málsins, sem segist reyndar ekki hafa íhugað að segja af sér embætti. Ýmsar hefðir sem virðast gilda Í færslu á Facebook spyr Baldur hvenær ráðherra segi af sér og hvenær ekki, áður en að hann greinir þá stöðu sem upp er kominn og fer yfir þau viðmið sem virðast hafa gilt um afsagnir ráðherra hér á landi. „Mestu máli skiptir afstaða forystufólks og stofnana flokks ráðherra. Þetta var raunin þegar Sigmundur Davíð og Albert sögðu af sér. Einnig getur afstaða grasrótar flokks skipt miklu eins og í máli Guðmundar Árna,“ skrifar Baldur. Vísar hann þar í afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2016 þar sem hann missti stuðning þingflokks Framsóknarflokksins, afsögn Alberts Guðmundssonar sem iðnaðarráðherra árið 1987 eftir að hafa misst stuðning Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann einnig til afsagnar Guðmundar Árna Stefánssonar sem félagsmálaráðherra árið 1994, en Guðmundur Árni sagðist hafa tekið þá ákvörðun eftir að rætt við stuðningsmenn sína. Kröfur stjórnarandstæðinga skipti engu máli Þá segir Baldur að skoðun samstarfsflokka í ríkisstjórn geti einnig haft áhrif á afsögn ráðherra og vísar hann þar til afsagnar Sigríðar Andersen árið 2018, auk þess sem að eftirfylgni fjölmiðla auk lögreglurannsóknar, í tilfelli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur árið 2014, geti haft áhrif til afsagnar. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Kristinn Ingvarsson Bætir Baldur því að kröfur stjórnarandstöðu til afsagnar virðist ekki hafa nein áhrif. „Ráðherrar segja heldur ekki af sér þó andstæðingar þeirra kalli eftir afsögn á twitter,“ skrifar Baldur. Víkur hann þá máli að Sjálfstæðisflokknum, sem Baldur segir að sýni gjarnan mikla þolinmæði þegar einhvers konar krafa komi upp um að ráðherra flokksins segi af sér. „Það hefur ekki breyst. Þá er líka mikilvægt að halda til haga að sú hefð hefur myndast hér á landi að forsætisráðherra og flokkar skipta sér sjaldnast af ráðherraskipan samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Þeir standa með fáeinum undantekningum ávalt að baki ráðherrum stjórnarinnar. Í raun má segja að almennt sé litið á annað sem kröfu um stjórnarslit. - En hvað þá með mál Bjarna? Almennt má telja að það muni lúta ofangreindum lögmálum,“ skrifar Baldur. Bjarni sé líklega í sterkari stöðu innan flokksins Þá virðist Bjarni, að mati, Baldurs einnig njóta trausts samflokksmanna sinna. „Hann er líklega í sterkari stöðu innan flokksins í dag en oft áður. Bjarni hefur líka margoft sýnt að enginn stjórnmálamaður á landinu er betri að koma sér út úr vandræðum,“ skrifar Baldur. Þá metur Baldur stöðuna sem svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, séu það miklir „reynsluboltar í pólitíkinni“ að samstarfið muni standa af sér þennan „brotsjó“. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að tryggja stöðugleika og VG undir stjórn Katrínar muni ekki leika sama leik og Björt framtíð gerði árið 2017 þegar flokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. „Björt framtíð fór flatt á því að slíta stjórnarsamstarfinu á sínum tíma. Katrín myndaði þessa ríkisstjórn til þess að þannig mál myndu ekki endurtaka sig. - Svo getur fólk haft ólíkar skoðanir á þessum hefðum og vinnubrögðum,“ skrifar Baldur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Píratar vilja minnihlutastjórn VG og Framsóknar og kosningar í vor Píratar segjast tilbúnir til að styðja minnihluta stjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segjast með þessu vera að rétta fram sáttarhönd í kjölfarið á meintum sóttvarnarbrotum fjármálaráðherra. 26. desember 2020 18:31 Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 26. desember 2020 17:12 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu Baldurs á stöðunni sem upp er kominn eftir að Bjarni virti ekki sóttvarnarreglur í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Eigendur staðarins hafa viðurkennt að grímunotkun þar hafi verið ábótavant, þar sem of margir hafi verið samankomnir til að trygga fjarlægðarmörk, auk þess sem að Bjarni hefur sagst sjá mjög eftir því að hafa verið í aðstæðum þar sem sóttvarnarreglur voru ekki hafðar í heiðri. Ýmsir hafa kallað eftir afsögn Bjarna vegna málsins, sem segist reyndar ekki hafa íhugað að segja af sér embætti. Ýmsar hefðir sem virðast gilda Í færslu á Facebook spyr Baldur hvenær ráðherra segi af sér og hvenær ekki, áður en að hann greinir þá stöðu sem upp er kominn og fer yfir þau viðmið sem virðast hafa gilt um afsagnir ráðherra hér á landi. „Mestu máli skiptir afstaða forystufólks og stofnana flokks ráðherra. Þetta var raunin þegar Sigmundur Davíð og Albert sögðu af sér. Einnig getur afstaða grasrótar flokks skipt miklu eins og í máli Guðmundar Árna,“ skrifar Baldur. Vísar hann þar í afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2016 þar sem hann missti stuðning þingflokks Framsóknarflokksins, afsögn Alberts Guðmundssonar sem iðnaðarráðherra árið 1987 eftir að hafa misst stuðning Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann einnig til afsagnar Guðmundar Árna Stefánssonar sem félagsmálaráðherra árið 1994, en Guðmundur Árni sagðist hafa tekið þá ákvörðun eftir að rætt við stuðningsmenn sína. Kröfur stjórnarandstæðinga skipti engu máli Þá segir Baldur að skoðun samstarfsflokka í ríkisstjórn geti einnig haft áhrif á afsögn ráðherra og vísar hann þar til afsagnar Sigríðar Andersen árið 2018, auk þess sem að eftirfylgni fjölmiðla auk lögreglurannsóknar, í tilfelli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur árið 2014, geti haft áhrif til afsagnar. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.Kristinn Ingvarsson Bætir Baldur því að kröfur stjórnarandstöðu til afsagnar virðist ekki hafa nein áhrif. „Ráðherrar segja heldur ekki af sér þó andstæðingar þeirra kalli eftir afsögn á twitter,“ skrifar Baldur. Víkur hann þá máli að Sjálfstæðisflokknum, sem Baldur segir að sýni gjarnan mikla þolinmæði þegar einhvers konar krafa komi upp um að ráðherra flokksins segi af sér. „Það hefur ekki breyst. Þá er líka mikilvægt að halda til haga að sú hefð hefur myndast hér á landi að forsætisráðherra og flokkar skipta sér sjaldnast af ráðherraskipan samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Þeir standa með fáeinum undantekningum ávalt að baki ráðherrum stjórnarinnar. Í raun má segja að almennt sé litið á annað sem kröfu um stjórnarslit. - En hvað þá með mál Bjarna? Almennt má telja að það muni lúta ofangreindum lögmálum,“ skrifar Baldur. Bjarni sé líklega í sterkari stöðu innan flokksins Þá virðist Bjarni, að mati, Baldurs einnig njóta trausts samflokksmanna sinna. „Hann er líklega í sterkari stöðu innan flokksins í dag en oft áður. Bjarni hefur líka margoft sýnt að enginn stjórnmálamaður á landinu er betri að koma sér út úr vandræðum,“ skrifar Baldur. Þá metur Baldur stöðuna sem svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, séu það miklir „reynsluboltar í pólitíkinni“ að samstarfið muni standa af sér þennan „brotsjó“. Ríkisstjórnin hafi verið mynduð til að tryggja stöðugleika og VG undir stjórn Katrínar muni ekki leika sama leik og Björt framtíð gerði árið 2017 þegar flokkurinn sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. „Björt framtíð fór flatt á því að slíta stjórnarsamstarfinu á sínum tíma. Katrín myndaði þessa ríkisstjórn til þess að þannig mál myndu ekki endurtaka sig. - Svo getur fólk haft ólíkar skoðanir á þessum hefðum og vinnubrögðum,“ skrifar Baldur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Píratar vilja minnihlutastjórn VG og Framsóknar og kosningar í vor Píratar segjast tilbúnir til að styðja minnihluta stjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segjast með þessu vera að rétta fram sáttarhönd í kjölfarið á meintum sóttvarnarbrotum fjármálaráðherra. 26. desember 2020 18:31 Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 26. desember 2020 17:12 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43
Píratar vilja minnihlutastjórn VG og Framsóknar og kosningar í vor Píratar segjast tilbúnir til að styðja minnihluta stjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segjast með þessu vera að rétta fram sáttarhönd í kjölfarið á meintum sóttvarnarbrotum fjármálaráðherra. 26. desember 2020 18:31
Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 26. desember 2020 17:12
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50
Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. 25. desember 2020 11:48