Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 23:00 Harrold-feðgarnir sjást hér til hægri á mynd í sjónvarpsviðtali um málið. Skjáskot af konunni úr umræddu myndbandi sést til vinstri. Samsett Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira