Að hugsa í tækifærum og lausnum Ásgeir Marinó Rudolfsson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar