Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:06 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. ÖBÍ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. „Ég hef í dag tekið við símtölum frá fólki í sárri neyð og hingað hefur komið grátandi fólk sem á ekki fyrir mat á sama tíma og hjálparstofnanir hafa þurft að loka. Það er náttúrulega skammarlegt að fátækt fái að þrífast í samfélagi okkar, en núna snýst þetta um svo miklu meira,“ segir Þuríður Harpa í fréttatilkynningu. Hún hefur eftir Catalinu Devandas, sérstökum skýrslugjafa hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem segir að lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðning og upplýsingar, svo hægt sé að vernda það meðan faraldurinn gengur yfir. „Fötluðu fólki finnst það afskipt,” segir Devandas. „Það getur verið ógjörningur fyrir þá sem reiða sig á stuðning annarra til daglegra athafna svo sem að nærast, klæðast og þrífast, að fylgja sóttvarnarleiðum eins og sóttkví og að viðhalda fjarlægð.” Hún segir þennan stuðning lífsnauðsynlegan og að ríki heims verði að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja áframhaldandi stuðning í því neyðarástandi sem nú ríki. Þá hefur NPA miðstöðin sent beiðni til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra þess efnis að starfsfólk í NPA þjónustu verði á lista yfir þær starfstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla til að geta sinnt störfum sínum fyrir fatlað fólk sem nýtur NPA þjónustu. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um mikilvægi þess. Catalina Devandas leggur einnig áherslu á afkomutryggingar fatlaðs fólks. „Aukinn fjárhagsstuðningur er líka bráðnauðsynlegur til að draga úr þeirri hættu að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dragist inn í meiri fátækt eða meiri hættu,” segir Devandas. Hún leggur áherslu á að ríki heims hafi ríkari ábyrgð að gegna gagnvart fötluðu fólki sökum þeirra innbyggðu mismununar sem fatlað fólk býr við. Catalina Devandes hvetur einnig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks og hafa þau við borðið í allri vinnu við viðbrögðum við því sóttvarnarástandi sem nú ríkir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. „Ég hef í dag tekið við símtölum frá fólki í sárri neyð og hingað hefur komið grátandi fólk sem á ekki fyrir mat á sama tíma og hjálparstofnanir hafa þurft að loka. Það er náttúrulega skammarlegt að fátækt fái að þrífast í samfélagi okkar, en núna snýst þetta um svo miklu meira,“ segir Þuríður Harpa í fréttatilkynningu. Hún hefur eftir Catalinu Devandas, sérstökum skýrslugjafa hjá Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem segir að lítið hafi verið gert til að veita fötluðu fólki stuðning og upplýsingar, svo hægt sé að vernda það meðan faraldurinn gengur yfir. „Fötluðu fólki finnst það afskipt,” segir Devandas. „Það getur verið ógjörningur fyrir þá sem reiða sig á stuðning annarra til daglegra athafna svo sem að nærast, klæðast og þrífast, að fylgja sóttvarnarleiðum eins og sóttkví og að viðhalda fjarlægð.” Hún segir þennan stuðning lífsnauðsynlegan og að ríki heims verði að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja áframhaldandi stuðning í því neyðarástandi sem nú ríki. Þá hefur NPA miðstöðin sent beiðni til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra þess efnis að starfsfólk í NPA þjónustu verði á lista yfir þær starfstéttir sem fá forgang að þjónustu leik- og grunnskóla til að geta sinnt störfum sínum fyrir fatlað fólk sem nýtur NPA þjónustu. Ekki þurfi að fara mörgum orðum um mikilvægi þess. Catalina Devandas leggur einnig áherslu á afkomutryggingar fatlaðs fólks. „Aukinn fjárhagsstuðningur er líka bráðnauðsynlegur til að draga úr þeirri hættu að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra dragist inn í meiri fátækt eða meiri hættu,” segir Devandas. Hún leggur áherslu á að ríki heims hafi ríkari ábyrgð að gegna gagnvart fötluðu fólki sökum þeirra innbyggðu mismununar sem fatlað fólk býr við. Catalina Devandes hvetur einnig aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að hafa samráð við samtök fatlaðs fólks og hafa þau við borðið í allri vinnu við viðbrögðum við því sóttvarnarástandi sem nú ríkir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira