Nemar eru mikilvægt tannhjól Tómas Guðbjartsson skrifar 19. mars 2020 16:30 Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs. Um leið fékk ég tækifæri til að segja mína skoðun á þessu mikilvæga máli sem hefur verið töluvert til umræðu innan spítalans sl. vikur. Í fyrsta lagi eru margir læknanemar, en líka hjúkrunarnemar, að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar á ýmsum deildum spítalans, m.a. á skurðdeildinni. Þar eru þeir mikilvægur starfskraftur á stofnun sem hefur verið undirmönnuð löngu áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Það væru skrítin skilaboð að banna þessum sömu nemum að mæta á dagvinnutíma á spitalann - en vilja síðan nýta krafta þeirra á kvöldin og um nætur. Enn veigameiri rök eru að lækna- og hjúkrunarnemar gætu nýst síðar í faraldrinum við umönnun og meðferð sjúkra - t.d. ef margir af föstum starfsmönnum spítalans veikjast eða eru settir í sóttkví. Á Ítalíu, þar sem ástandið er hvað verst, hefur verið ákveðið að útskrifa læknanema 9 mánuðum fyrir tímann og án hefðbundinni prófa, svo þeir geti nýst í Covid-19 holskeflunni. Á Landspítala létta nemar þegar undir á deildum og geta aðstoðað í aðgerðum. Loks má nefna að það ástand sem nú ríkir er mikilvægt kennslutækfæri - en þau rök vega ekkert á við þau sem ég rakti hér á undan. Vitanlega verða allir nemar að fylgja ströngustu sóttvörnum og kennsla þeirra hefur þegar verið endurskipulögð. Þannig eru kennslustofugangar, eins og sýndur er myndinni, aflagðir og fyrirlestrar fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Við reynum öll að gera okkar það besta og reyndar frábært að skynja áhuga lækna- og hjúkrunarnema á því að bjóðat til að taka þátt í þessari áskorun. Við þurfum nefnilega á allri þekkingu og kröftum að halda nú á þessum fordæmalausu tímum - og styðja þannig við sjúklinga og viðkvæmt heilbrigðiskerfi. Höfundur er hjartalæknir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun