Tónlist

Tómamengi: Tómas Jónsson ásamt hljómsveit

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tómas Jónsson og hljómsveit munu halda tónleika í Tómamengi í kvöld.
Tómas Jónsson og hljómsveit munu halda tónleika í Tómamengi í kvöld. Aðsend

Tómas Jónsson og hljómsveit verða með tónleika í Tómamengi í kvöld sem hefjast klukkan 20. Hljómsveitin gaf í gær út plötu sem ber nafnið Tómas Jónsson 3 og mun sveitin spila lög af skífunni sem og fyrstu plötu sveitarinnar, Tómas Jónsson. Hægt verður að fylgjast með tónleikunum í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 20.

Sveitina skipa Guðmundur Óskar Guðmundsson, Magnús Tryggvason Eliassen, Magnús Jóhann Ragnarsson, Rögnvaldur Borgþórsson og Tómas Jónsson.

Hægt verður að styrkja þessa góðu tónlistarmenn og tónskáld:

  • Með því að hringja í 901-7111 (1.000 krónur)
  • Með millifærslu á Kass appinu í númerið 865-3644 (upphæð að eigin vali)
  • Með PayPal millifærslu á [email protected] (upphæð að eigin vali)

Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur en listamenn og tónskáld þakka kærlega fyrir öll framlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.