Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 10:05 Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd/Naalakkersuisut. Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi þegar skólum, stofnunum, veitingastöðum og samkomuhúsum hefur verið lokað. „Því miður höfum við upplifað meira heimilisofbeldi í Nuuk undanfarnar vikur sem hefur valdið því að neyðarathvarf sveitarfélagsins hefur fyllst. Þess vegna höfum við undirritað samstarfssamning um að tryggja aukið rými,“ segir Martha Abelsen, heilbrigðis-, félags- og dómsmálaráðherra Grænlands, í yfirlýsingu sem Sermitsiaq greinir frá. Sjá einnig: Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk „Fyrir sum börn þýðir óhófleg áfengisnotkun meðal foreldra að heimilið er ekki lengur öruggur staður. Það eru líka aðrir hópar sem verða fyrir miklum áhrifum, þar með talið aldraðir, fatlaðir og heimilislausir. Við erum í viðræðum við sveitarfélögin og ég er ánægð með hvað þau leggja mikla áherslu á þessa hópa,“ segir ráðherrann. Þess má geta að Íslendingur rekur athvarf í Nuuk fyrir fólk sem stendur höllum fæti. Sjá hér: Gujo byggir upp grænlenska þjóð Martha Abelsen hvetur foreldra að til að reyna að nýta þessa óvenjulegu daga vel og gefa sér tíma til nánari samverustunda með börnunum, sem annars hefur ekki gefist næði til í amstri daglegs lífs. Martha Abelsen, til vinstri, ásamt Svandísi Svavarsdóttur, til hægri, og Sirið Stenberg, í miðju, á fundi vestnorrænna heilbrigðisráðherra í Færeyjum í fyrra.Mynd/Heilbrigðisráðuneytið. Í frétt á heimasíðu ráðuneytis hennar segir að kórónu-faraldurinn og sérstaklega lokun Nuuk hafi skapað aukið álag á fjölskyldur. Neyðarathvarfið í Nuuk sjái nú fjölgun tilfella þar sem fórnarlömb heimilisofbeldis, konur og börn, óska eftir skjóli. Búist sé við að það sama geti gerst í öðrum landshlutum. „Við vitum að átök geta aukist á heimilum við þessar aðstæður. Landsstjórnin vill að konur og börn fái nauðsynlega hjálp og hafi öruggt skjól sem þau geta leitað í,“ er haft eftir ráðherranum. Sjá einnig: Ofbeldi, áfengi og karlamenning á Grænlandi „Þar af leiðandi er ánægjulegt að geta greint frá því að Forvarna- og félagsmálastofnun Grænlands hefur fengið aukið fjármagn sem neyðarathvörf um allt land geta sótt um til að mæta hærri útgjöldum sem leiðir af aukinni starfsemi,“ segir Martha Abelsen, ráðherra heilbrigðis-, félags- og dómsmála. Frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um mannræktarstarf í Nuuk má sjá hér:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00 COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Kórónaveiran veikir stöðu kvenna Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. 24. mars 2020 12:00
COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi UNICEF hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 23. mars 2020 10:15