Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2020 22:06 Elva Björk Ágústdóttir sálfræðingur var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Mynd/Facebook „Ég hef lengi haft áhuga á líkamsmynd og það er svona mitt sérsvið innan sálfræðinnar og líkamsvirðing. Ég er í samtökum um líkamsvirðingu,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir. Elva Björk var gestur í fjórða þætti af hlaðvarpinu Kviknar en hún er sjálf þriggja barna móðir, sálfræðikennari með meistaragráðu í sálfræði. Eftir að Elva Björk eignaðist sitt þriðja barn byrjaði hún að spá mikið í líkamsmynd kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu. Ásamt vinkonu sinni sem einnig er sálfræðingur og í fæðingarorlofi fór Elva Björk að stúdera þetta viðfangsefni og kanna hvort það væri einhver þemu í líkamsmynd íslenskra kvenna þegar þær fara í gegnum þetta ferli. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í og fengum sendar fullt af sögum.“ Höfum litla stjórn Þær Elva Björk og Sólrún fengu sendar reynslusögur í gegnum Twitter og aðra samfélagsmiðla. Í þeim voru ákveðin stef. „Það fyrsta var að bæði á meðgöngu og eftir meðgöngu þá missum við svolítið stjórn á líkamanum okkar.“ Elva Björk segir að margar konur upplifi það í mæðraverndinni að þær ættu að hafa einhverja stjórn á þessu, þá sérstaklega þær sem eru að þyngjast of lítið eða of mikið. „En ég held að við getum flestar verið sammála um að við höfum afskaplega litla stjórn á þessu. Ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja ef ég ætti að stjórna þessu, hversu stór bumban mín væri.“ Hægt er að hlusta á þáttinn Leyniskjölin frá hlaðvarpinu Kviknar í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið við Elvu Björk hefst á mínútu 38 í þættinum. Í lagi að vera með bumbu og slit Margar konur upplifa þetta ástand eins og þær eigi líkama sinn ekki lengur, að einhver annar eigi hann. „Konurnar skiptast svolítið í tvo hópa. Annars vegar konurnar sem upplifa það sem eitthvað yndislegt og jákvætt að deila líkamanum með barninu og svo eru sumar sem upplifa þetta eins og það sé einhver geimvera þarna inni sem er að taka alla mína orku og þú ert ekkert að tengja. Bæði er bara eðlilegt. Algjörlega eðlilegt.“ Annað þema sem þær sáu í sögum kvennanna var að margar áttu erfitt með að venjast breyttu hlutverki, sérstaklega þegar kom að líkamanum og útliti. „Margar upplifðu eins og það truflaði kærustuparalífið, truflaði svolítið kynlífið og það tengdist líkamanum alveg sérstaklega. Þú varst allt í einu komin með mömmulíkamann og margar upplifðu að það væri ekki eins sexý en kærustulíkaminn eða eiginkonulíkaminn og eiginlega upplifðu sig lítið sem kynverur.“ View this post on Instagram 6 mánaða krísan. Það er komið að þessum tímamótum. 6 mánuðir liðnir síðan ég fæddi barn. Rannsóknir sýna að þessi tími er einn sá erfiðasti fyrir konur, líkamsmyndarlega séð. Margar konur telja að þegar 6 mánuðir eru liðnir frá fæðingu ætti líkaminn að vera kominn á sama stað og fyrir meðgöngu eða vera búinn að "bounca back". Líkamsmynd nýbakaðra mæðra virðist taka dýfu á þessum tímapunkti þar sem kröfur um að ná aftur sama formi eru svo miklar. Svefnleysi, lítill tími fyrir sjálfsrækt, tímaleysi, hormónar, þreyttur og mögulega særður líkaminn hefur allt saman mjög mikil áhrif á þetta ferli. Hér má því sjá gjörbreyttan líkama sem ég er ennþá að reyna að venjast. Ég geng enn í meðgöngu joggingbuxum og topp. Topp næs ;) #líkamsvirðing A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on Mar 20, 2020 at 8:38am PDT Þó voru einhverjar sem fundu létti í tengslum við þennan breytta líkama og fannst minni pressa tengd útlitsdýrkun eftir að þær eignuðust barn. „Það gaf þeim einhvern vegin svigrúm til að vera eins og þær eru og þurfa ekki lengur að upplifa einhverja útlitsstandarda af því að þú ert allt í einukomin í einhvern annan flokk. Já hún er búin að ganga með barn. Hún, innan gæsalappa „má“ vera með smá bumbu, slit og allt þetta og þær leyfðu sér það bara og þá leið þeim betur.“ Margar voru með betri líkamsmynd eftir meðgöngu en fyrir meðgöngu. Konur eru líka almennt ánægðari með líkamann sinn á meðgöngu heldur en þegar þær eru ekki ófrískar. Þriðja þemað er um það hvernig líkaminn verður að líkaminn verður almannaeign. „Allir hafa skoðun á líkamanum þínum.“ Sjálf er Elva Björk sálfræðingur og í samtökum um líkamsvirðingu en samt átti hún erfitt með breyttan líkama eftir síðustu fæðingu. Næsta skrefið fyrir hana sjálfa er væntumþykja og umburðarlyndi. „Ég þarf ekkert endilega að elska líkamann minn eins og hann lítur út, ég kannski elska hann fyrir það hvað hann getur gert. Elska hann fyrir að hafa gengið með þrjú börn, ég er fertug.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. https://www.visir.is/p/kviknar Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Ég hef lengi haft áhuga á líkamsmynd og það er svona mitt sérsvið innan sálfræðinnar og líkamsvirðing. Ég er í samtökum um líkamsvirðingu,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir. Elva Björk var gestur í fjórða þætti af hlaðvarpinu Kviknar en hún er sjálf þriggja barna móðir, sálfræðikennari með meistaragráðu í sálfræði. Eftir að Elva Björk eignaðist sitt þriðja barn byrjaði hún að spá mikið í líkamsmynd kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu. Ásamt vinkonu sinni sem einnig er sálfræðingur og í fæðingarorlofi fór Elva Björk að stúdera þetta viðfangsefni og kanna hvort það væri einhver þemu í líkamsmynd íslenskra kvenna þegar þær fara í gegnum þetta ferli. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í og fengum sendar fullt af sögum.“ Höfum litla stjórn Þær Elva Björk og Sólrún fengu sendar reynslusögur í gegnum Twitter og aðra samfélagsmiðla. Í þeim voru ákveðin stef. „Það fyrsta var að bæði á meðgöngu og eftir meðgöngu þá missum við svolítið stjórn á líkamanum okkar.“ Elva Björk segir að margar konur upplifi það í mæðraverndinni að þær ættu að hafa einhverja stjórn á þessu, þá sérstaklega þær sem eru að þyngjast of lítið eða of mikið. „En ég held að við getum flestar verið sammála um að við höfum afskaplega litla stjórn á þessu. Ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja ef ég ætti að stjórna þessu, hversu stór bumban mín væri.“ Hægt er að hlusta á þáttinn Leyniskjölin frá hlaðvarpinu Kviknar í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið við Elvu Björk hefst á mínútu 38 í þættinum. Í lagi að vera með bumbu og slit Margar konur upplifa þetta ástand eins og þær eigi líkama sinn ekki lengur, að einhver annar eigi hann. „Konurnar skiptast svolítið í tvo hópa. Annars vegar konurnar sem upplifa það sem eitthvað yndislegt og jákvætt að deila líkamanum með barninu og svo eru sumar sem upplifa þetta eins og það sé einhver geimvera þarna inni sem er að taka alla mína orku og þú ert ekkert að tengja. Bæði er bara eðlilegt. Algjörlega eðlilegt.“ Annað þema sem þær sáu í sögum kvennanna var að margar áttu erfitt með að venjast breyttu hlutverki, sérstaklega þegar kom að líkamanum og útliti. „Margar upplifðu eins og það truflaði kærustuparalífið, truflaði svolítið kynlífið og það tengdist líkamanum alveg sérstaklega. Þú varst allt í einu komin með mömmulíkamann og margar upplifðu að það væri ekki eins sexý en kærustulíkaminn eða eiginkonulíkaminn og eiginlega upplifðu sig lítið sem kynverur.“ View this post on Instagram 6 mánaða krísan. Það er komið að þessum tímamótum. 6 mánuðir liðnir síðan ég fæddi barn. Rannsóknir sýna að þessi tími er einn sá erfiðasti fyrir konur, líkamsmyndarlega séð. Margar konur telja að þegar 6 mánuðir eru liðnir frá fæðingu ætti líkaminn að vera kominn á sama stað og fyrir meðgöngu eða vera búinn að "bounca back". Líkamsmynd nýbakaðra mæðra virðist taka dýfu á þessum tímapunkti þar sem kröfur um að ná aftur sama formi eru svo miklar. Svefnleysi, lítill tími fyrir sjálfsrækt, tímaleysi, hormónar, þreyttur og mögulega særður líkaminn hefur allt saman mjög mikil áhrif á þetta ferli. Hér má því sjá gjörbreyttan líkama sem ég er ennþá að reyna að venjast. Ég geng enn í meðgöngu joggingbuxum og topp. Topp næs ;) #líkamsvirðing A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on Mar 20, 2020 at 8:38am PDT Þó voru einhverjar sem fundu létti í tengslum við þennan breytta líkama og fannst minni pressa tengd útlitsdýrkun eftir að þær eignuðust barn. „Það gaf þeim einhvern vegin svigrúm til að vera eins og þær eru og þurfa ekki lengur að upplifa einhverja útlitsstandarda af því að þú ert allt í einukomin í einhvern annan flokk. Já hún er búin að ganga með barn. Hún, innan gæsalappa „má“ vera með smá bumbu, slit og allt þetta og þær leyfðu sér það bara og þá leið þeim betur.“ Margar voru með betri líkamsmynd eftir meðgöngu en fyrir meðgöngu. Konur eru líka almennt ánægðari með líkamann sinn á meðgöngu heldur en þegar þær eru ekki ófrískar. Þriðja þemað er um það hvernig líkaminn verður að líkaminn verður almannaeign. „Allir hafa skoðun á líkamanum þínum.“ Sjálf er Elva Björk sálfræðingur og í samtökum um líkamsvirðingu en samt átti hún erfitt með breyttan líkama eftir síðustu fæðingu. Næsta skrefið fyrir hana sjálfa er væntumþykja og umburðarlyndi. „Ég þarf ekkert endilega að elska líkamann minn eins og hann lítur út, ég kannski elska hann fyrir það hvað hann getur gert. Elska hann fyrir að hafa gengið með þrjú börn, ég er fertug.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. https://www.visir.is/p/kviknar Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. https://www.visir.is/p/kviknar Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira