Innantómt upphlaup Atli Bollason skrifar 20. apríl 2020 10:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Atli Bollason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið 17. apríl og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Hann viðrar einnig áhyggjur af verðlagsþróun hérlendis. En hér gæti VR lagt miklu meira af mörkum heldur en gagnrýni á stjórnvöld. Vextir LV hækka Í júníbyrjun 2019 tilkynnti stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna um fyrirhugaða hækkun breytilegra vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum úr 2,06% í 2,26%. Þetta kom illa við stjórn VR og í kjölfarið ákvað fulltrúaráð VR að skipta út öllum stjórnarmönnum í LV. Í yfirlýsingu sagði stjórn VR ástæðuna vera „hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána sem gengur í berhögg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningi [lífskjarasamningunum].“ En þótt stjórninni hafi verið skipt út þá tók vaxtabreytingin engu að síður gildi. Ég tók sjálfur nákvæmlega svona lán hjá LV í árslok 2017 og vextirnir hafa ekki nema hækkað samhliða lækkun stýrivaxta sem eru nú í sögulegu lágmarki. Miðað við upprunalega lánaskilmála ættu vextirnir á mínu láni í dag að vera 1,65% en þeir eru enn 2,26% þrátt fyrir upphlaupið síðasta sumar. Var það ekki nema innantómt sjónarspil? Er ekki eðlileg krafa að LV virði þær forsendur og skilmála sem ég gekkst undir við lántöku? Bætum lífskjörin Hér skal nefnt að Neytendastofa lýsti því yfir að vaxtabreytingin hefði ekki verið í samræmi við gerða lánasamninga og LV ákvað í vor að endurgreiða lántökum ofgreidda vexti. Sú ákvörðun tók hins vegar bara til lána sem voru veitt fram í apríl 2017 og nær því ekki til mín né annarra sem tóku lán að þeim tíma loknum. Í mínu tilfelli er vaxtahækkunin því dæmd lögleg. Hvort hún er siðleg er hins vegar annað mál. Með því að taka mið af stýrivöxtum eins og eðlilegt þykir meðal lánveitenda sem bjóða upp á breytilega vexti hefur VR tækifæri til að leggja sitt af mörkum og bæta lífskjör fjölda félagsmanna. Óskandi væri að Ragnar Þór gripi það. Höfundur er launþegi
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar