Íþróttir og skjátími Jón Fannar Árnason skrifar 23. apríl 2020 07:15 Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Fólk ver mest af sínum tíma í tómstundir. Tómstundir geta verið allskonar t.d. að lesa bækur, fara í bíó, spila tölvuleiki o.s.frv. Ein tegund tómstunda eru íþróttir, það er einmitt það sem verður skoðað í þessum pistli. Það eru margir krakkar, unglingar og fullorðnir sem stunda íþróttir og fyrir mörgum þeirra skipta þær miklu máli. Síðan eru líka margir sem stunda ekki íþróttir og það er mikilvægt að fræða þann hóp um hvaða jákvæðu áhrif íþróttir hafa. Mikilvægt er að byrja snemma að stunda íþróttir. Ef maður er ekki byrjaður sem krakki að stunda íþróttir þá er hægt að byrja sem unglingur vegna þess að það er aldrei of seint. Ég var mikið í fótbolta sem barn og æfði fótbolta frá 6 – 18 ára. Það var helsta tómstundin mín. Ég æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Það var mjög gaman að æfa fótbolta, sérstaklega á sumrin. Það var eins ekki gaman að á veturna enda ískalt úti og það þurfti stundum að pína mig til þess að mæta á æfingar þá. Það voru innanhússæfingar bara einu sinni í viku. Það var mjög gaman þegar við fengum að æfa inni. Jákvæðar tómstundir draga verulega úr kvíða og þunglyndi hjá fólki og það gerði það sannarlega hjá mér líka. Það er hægt að skipta þessu í þrjú þemu: Tómstundir sem hjálpartæki: Ég komst í flæði og maður var ekki að hugsa um skólann eða neitt annað á meðan æfingin var í gangi. Æfingarnar minnkuðu stress og streitu. Tómstundir sem tjáningarform á sjálfsmynd og persónulegum þroska: Ég byrjaði mjög ungur að æfa fótbolta og hélt því áfram vegna þess að það færði mér gleði og ánægju. Tómstundir sem vettvangur félagslegra samskipta: Ég hlakkaði alltaf til að fara á æfingar til þess að hitta vinina, sérstaklega þá sem voru ekki í sama skóla og maður sjálfur. Íþróttir eru klárlega jákvæð tómstund, það geta held ég allir verið sammála um það. Of mikill skjátími er hins vegar neikvæð tómstund. Það var einmitt skjátími sem stoppaði mig stundum við að fara fótboltaæfingar á unglingsaldri. Ég held þetta eigi við hjá mörgum unglingum dag. Ég held að það sé fylgni á milli skjátíma, hreyfingarleysis og slæmrar geðheilsu. Ef ég var mikið í tölvunni t.d. að spila Fifa í Playstation þá bæði hafði ég minni tíma til þess að hreyfa mig og nennti því síður. Það er erfitt að rífa sig upp þegar maður er kannski búinn að vera 2-3 klukkutíma samfleytt í tölvunni og fara hreyfa sig. Þá er komið hreyfingarleysi sem hefur slæm áhrif á geðheilsuna. Þegar ég hreyfði mig þá minnkaði stressið og kvíðinn sem er mjög gott fyrir geðheilsuna. Þannig að mínu mati haldast þessir 3 þættir saman, beint og óbeint. Þessi pistill fjallaði um íþróttir og skjátíma. Íþróttir hafa mjög mikil jákvæð áhrif eins og fjallað hefur verið um en of mikill skjátími er neikvæður. Þetta getur líka haft áhrif á hvort annað vegna þess að of mikill skjátími hefur áhrif á íþróttaiðkun. Það gerði það hjá mér og örugglega fleirum. Mikilvægt er að hreyfa sig og þá er í lagi að vera í tölvunni eða símanum inn á milli.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar