Treystum á ferðaþjónustuna Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 24. apríl 2020 09:00 Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið. Staðan er því sú að enn starfar ferðaþjónustan á stærstum hluta landsins við þann veruleika að árstíðarsveiflan er gríðarleg. Á Norðurlandi kemur um 80% ferðamanna á tímabilinu frá maí til september. Hina sjö mánuði ársins er lítið að gera því ferðamenn eiga erfitt með að komast til mismunandi landshluta. Tekjurnar sem verða til þessa fimm mánuði háannatímans verða því að duga til þess að reka fyrirtækin allt árið. Nú þegar er orðið ljóst að háannatíminn í ár tapast að stærstum hluta vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár eru því litlar sem engar og ljóst að áhrifin á fyrirtækin, eigendur og starfsfólk verða gríðarleg. Að sjálfsögðu er erfitt að koma að fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif kreppu eins og nú stendur yfir og því ljóst að við munum sjá breytta mynd ferðaþjónustunnar þegar upp er staðið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa mikil áhrif á það hver sú mynd verður. Það er nauðsynlegt að lágmarka skaðann og tryggja að við stöndum ekki uppi með landssvæði þar sem öll þjónusta hefur lagst af. Standa þarf vörð um fyrirtækin sem hafa byggt upp öflugan rekstur á undanförnum árum svo að ekki tapist öll viðskiptatengsl sem hafa verið byggð upp. Þegar opnast á ný fyrir ferðalög á milli landa stöndum við frammi fyrir harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir keppast við að laða til sín ferðamenn og flugsæti. Þar mun þekking og reynsla skera úr um hverjir ná árangri. Aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustufyrirtækjum þurfa að miða að því að koma fyrirtækjum í var fram að næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi þeirra þannig að hægt verði að halda starfsfólki og vinna að vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Þannig verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um allt land tilbúnir til að byggja á ný upp markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega upp úr lægðinni. Með því að byggja á þeirri mikilvægu auðlind sem býr í fólkinu á bakvið ferðaþjónustuna verður Ísland mun samkeppnishæfara þegar ferðalög verða leyfð aftur og við eigum miklu meiri möguleika á að ná góðum árangri í baráttunni um að fá ferðamenn til Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf. Á undanförnum árum hefur áherslan verið mikil á að gera ferðaþjónustu að heilsársatvinnugrein með aukinni markaðssetningu á vetrinum og stöðugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur fjölgað um allt land og fjárfestingar aukist en innviðauppbygging ekki haldið í takt við eftirspurn ferðamanna eftir heimsóknum á svæðið. Staðan er því sú að enn starfar ferðaþjónustan á stærstum hluta landsins við þann veruleika að árstíðarsveiflan er gríðarleg. Á Norðurlandi kemur um 80% ferðamanna á tímabilinu frá maí til september. Hina sjö mánuði ársins er lítið að gera því ferðamenn eiga erfitt með að komast til mismunandi landshluta. Tekjurnar sem verða til þessa fimm mánuði háannatímans verða því að duga til þess að reka fyrirtækin allt árið. Nú þegar er orðið ljóst að háannatíminn í ár tapast að stærstum hluta vegna áhrifa Covid-19 faraldursins. Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár eru því litlar sem engar og ljóst að áhrifin á fyrirtækin, eigendur og starfsfólk verða gríðarleg. Að sjálfsögðu er erfitt að koma að fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif kreppu eins og nú stendur yfir og því ljóst að við munum sjá breytta mynd ferðaþjónustunnar þegar upp er staðið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa mikil áhrif á það hver sú mynd verður. Það er nauðsynlegt að lágmarka skaðann og tryggja að við stöndum ekki uppi með landssvæði þar sem öll þjónusta hefur lagst af. Standa þarf vörð um fyrirtækin sem hafa byggt upp öflugan rekstur á undanförnum árum svo að ekki tapist öll viðskiptatengsl sem hafa verið byggð upp. Þegar opnast á ný fyrir ferðalög á milli landa stöndum við frammi fyrir harðari samkeppni en nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir keppast við að laða til sín ferðamenn og flugsæti. Þar mun þekking og reynsla skera úr um hverjir ná árangri. Aðgerðir til stuðnings ferðaþjónustufyrirtækjum þurfa að miða að því að koma fyrirtækjum í var fram að næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi þeirra þannig að hægt verði að halda starfsfólki og vinna að vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Þannig verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um allt land tilbúnir til að byggja á ný upp markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega upp úr lægðinni. Með því að byggja á þeirri mikilvægu auðlind sem býr í fólkinu á bakvið ferðaþjónustuna verður Ísland mun samkeppnishæfara þegar ferðalög verða leyfð aftur og við eigum miklu meiri möguleika á að ná góðum árangri í baráttunni um að fá ferðamenn til Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun